Í síðasta þætti af Framkomu elti Fannar Sveinsson þau Dísellu Lárusdóttur, óperusöngkonu, Dag B. Eggertsson, borgarastjóra, og Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu, áður en þau stigu á svið.
Dísella er búsett í New York þar sem hún kemur reglulega fram í Metropolitan óperuhúsinu þar í borg. Dísella syngur fyrir framan fjögur þúsund óperugesti.
Hún býr ein í borginni og dvelur í Air bnb íbúð í nokkra mánuði í senn á meðan fjölskyldan er á Íslandi.
Dísella missti föður sinn þegar hann var aðeins 58 ára gamall og ræddi hún missinn við Fannar.
„Pabbi sagði við mig á sínum tíma, hvað sem þú gerir ekki verða tónlistarmaður. Ég reyndi. Hann þekkti þetta ströggl því hann var trompetleikari hjá Sinfó og vissi að það var ekki nóg að vera bara tónlistarmaður, þú þyrftir að vinna rosalega mikið,“ segir Dísella en faðir hennar lést árið 2000.
„Hann var aðeins 58 ára og þetta var svakalega erfitt. Það var enginn fyrirvari, hann bara fékk hjartaáfall og dó. Þetta var mikið sjokk.