Lyon tilbúið að áfrýja og vill mörghundruð milljóna bætur Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 19:30 Moussa Dembele og félagar náðu ekki Evrópusæti, miðað við forsendurnar sem franska deildin gaf sér. VÍSIR/GETTY Ekki eru allir á eitt sáttir með þá ákvörðun frönsku 1. deildarinnar í fótbolta að ljúka tímabilinu og láta meðalstigafjölda í leik á leiktíðinni ráða lokastöðu liðanna. Forráðamenn Lyon hafa sagt að þeir gætu áfrýjað niðurstöðunni en hún bitnar illa á félaginu. Með því að notast við meðalstigafjölda í leikjum vetrarins endar Lyon nefnilega í 7. sæti og missir af sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan árið 1996. Í yfirlýsingu frá Lyon segir að félagið áskilji sér rétt til að kæra niðurstöðuna og sækja sér skaðabætur, og að áætlaður tekjumissir félagsins nemi fleiri tugum milljóna evra vegna niðurstöðunnar, eða mörghundruð milljónum króna. Til greina kom að láta stöðuna eftir 27 umferðir ráða, en þá hefði Lyon verið í Evrópusæti. Lyon hafði einnig stungið upp á því að reynt yrði að ljúka mótinu með úrslitakeppni eða með öðrum hætti, en lokað hefur verið fyrir íþróttakeppnir í Frakklandi í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það má vera að það verði eitthvað um áfrýjanir en ákvarðanir okkar byggja á traustum grunni,“ sagði Didier Quillot, framkvæmdastjóri frönsku deildarinnar. Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar og félagar sófameistarar Þriðja árið í röð er Paris Saint-Germain franskur meistari. 30. apríl 2020 15:50 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Ekki eru allir á eitt sáttir með þá ákvörðun frönsku 1. deildarinnar í fótbolta að ljúka tímabilinu og láta meðalstigafjölda í leik á leiktíðinni ráða lokastöðu liðanna. Forráðamenn Lyon hafa sagt að þeir gætu áfrýjað niðurstöðunni en hún bitnar illa á félaginu. Með því að notast við meðalstigafjölda í leikjum vetrarins endar Lyon nefnilega í 7. sæti og missir af sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan árið 1996. Í yfirlýsingu frá Lyon segir að félagið áskilji sér rétt til að kæra niðurstöðuna og sækja sér skaðabætur, og að áætlaður tekjumissir félagsins nemi fleiri tugum milljóna evra vegna niðurstöðunnar, eða mörghundruð milljónum króna. Til greina kom að láta stöðuna eftir 27 umferðir ráða, en þá hefði Lyon verið í Evrópusæti. Lyon hafði einnig stungið upp á því að reynt yrði að ljúka mótinu með úrslitakeppni eða með öðrum hætti, en lokað hefur verið fyrir íþróttakeppnir í Frakklandi í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það má vera að það verði eitthvað um áfrýjanir en ákvarðanir okkar byggja á traustum grunni,“ sagði Didier Quillot, framkvæmdastjóri frönsku deildarinnar.
Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar og félagar sófameistarar Þriðja árið í röð er Paris Saint-Germain franskur meistari. 30. apríl 2020 15:50 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Neymar og félagar sófameistarar Þriðja árið í röð er Paris Saint-Germain franskur meistari. 30. apríl 2020 15:50