Dauðsföll á Spáni ekki færri í sex vikur en efnahagurinn rjúkandi rúst Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2020 12:35 Sjálfboðaliði í hlífðarbúnaði tekur sýni úr íbúa á hjúkrunarheimili í Barcelona. Vísir/EPA Á þriðja hundruð manns létust af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn og hafa ekki færri látist á einum degi í sex vikur. Samdráttur efnahagslífsins á fyrsta ársfjórðungi ársins var sá mesti í sögunni. Spánn er á meðal þeirra landa sem hafa orðið hvað verst úti í kórónuveiruheimsfaraldrinum til þessa. Þar hafa fleiri en 24.000 manns látist úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Eitt strangasta útgöngubann í heimi tók gildi þar um miðjan mars. Heilbrigðisyfirvöld greindu í dag frá 268 dauðsföllum vegna faraldursins síðasta sólarhringinn. Ekki hafa færri látist á einum degi frá 20. mars þegar faraldurinn var í vexti. Alls hafa nú 213.435 greinst smitaðir af veirunni. Efnahagslegt höggið af faraldrinum og aðgerðunum til að takmarka útbreiðslu hans hefur verið þungt fyrir spænska hagkerfið. Bráðabirgðatölur benda til þess að það hafi skroppið saman um 5,2%. Einkaneysla hafi dregist saman um 7,5% á sama tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynnti fjögra þrepa áætlun um hvernig ætti að slaka á takmörkunum á þriðjudag. Ætlunin er að daglegt líf geti færst í hefðbundnara horf fyrir lok júní. Hárgreiðslustofur og önnur fyrirtæki sem taka við tímapöntunum fá að hefja starfsemi aftur á mánudag. Veitingastaðir fá þá að bjóða upp á að viðskiptavinir sæki mat. Strendur, sem hafa verið lokaðar í útgöngubanninu, verða opnaðar aftur fyrir lok júní. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Evrópuríki undirbúa afnám takmarkana vegna faraldursins Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. 25. apríl 2020 21:01 Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. 22. apríl 2020 10:43 Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Á þriðja hundruð manns létust af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn og hafa ekki færri látist á einum degi í sex vikur. Samdráttur efnahagslífsins á fyrsta ársfjórðungi ársins var sá mesti í sögunni. Spánn er á meðal þeirra landa sem hafa orðið hvað verst úti í kórónuveiruheimsfaraldrinum til þessa. Þar hafa fleiri en 24.000 manns látist úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Eitt strangasta útgöngubann í heimi tók gildi þar um miðjan mars. Heilbrigðisyfirvöld greindu í dag frá 268 dauðsföllum vegna faraldursins síðasta sólarhringinn. Ekki hafa færri látist á einum degi frá 20. mars þegar faraldurinn var í vexti. Alls hafa nú 213.435 greinst smitaðir af veirunni. Efnahagslegt höggið af faraldrinum og aðgerðunum til að takmarka útbreiðslu hans hefur verið þungt fyrir spænska hagkerfið. Bráðabirgðatölur benda til þess að það hafi skroppið saman um 5,2%. Einkaneysla hafi dregist saman um 7,5% á sama tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynnti fjögra þrepa áætlun um hvernig ætti að slaka á takmörkunum á þriðjudag. Ætlunin er að daglegt líf geti færst í hefðbundnara horf fyrir lok júní. Hárgreiðslustofur og önnur fyrirtæki sem taka við tímapöntunum fá að hefja starfsemi aftur á mánudag. Veitingastaðir fá þá að bjóða upp á að viðskiptavinir sæki mat. Strendur, sem hafa verið lokaðar í útgöngubanninu, verða opnaðar aftur fyrir lok júní.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Evrópuríki undirbúa afnám takmarkana vegna faraldursins Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. 25. apríl 2020 21:01 Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. 22. apríl 2020 10:43 Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Evrópuríki undirbúa afnám takmarkana vegna faraldursins Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. 25. apríl 2020 21:01
Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. 22. apríl 2020 10:43
Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54