Sonur Rodman frétti fyrst af Vegas ævintýrum pabba síns þegar hann horfði á „Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 14:00 Dennis Rodman tók upp á ýmsu á meðan ferlinum stóð og það hefur líka mikið gengið á síðan að körfuboltaskórnir fóru upp á hillu. EPA/MIKE ALQUINTO Dennis Rodman var stjarna síðustu helgar í „The Last Dance“ heimildarþáttunum á ESPN og þar kom ýmislegt fram í dagsljósið sem menn vissu ekki af. Það sem vakti einna mesta athygli var þegar Dennis Rodman fékk leyfi til að fara til Las Vegas á miðju tímabilinu. Rodman bað þá Phil Jackson þjálfara um 48 klukkustunda frí til að fá að sletta úr klaufunum. Fríið var reyndar talsvert lengra og endaði ekki fyrr en Michael Jordan bankaði á dyrnar og dró Rodman með sér aftur á æfingu. Dennis Rodman's son found out about his dad's Vegas vacation while watching 'The Last Dance' https://t.co/MYlaRRdk30— Sporting News NBA (@sn_nba) April 29, 2020 Ævintýrið í Las Vegas var svo vel geymt leyndarmál að sonur Dennis Rodman vissi ekki einu sinni af því. Dennis „DJ“ Rodman Jr., var í vetur á fyrsta ári í Washington State í bandaríska háskólaboltanum. Rodman eldri eignaðist hann með Michelle Moyer árið 2000 eða tveimur árum eftir „The Last Dance“ tímabilið með Chicago Bulls. „Það eina sem ég vissi ekki var þetta frí sem hann fékk. Ég vissi ekki að maður kæmist upp með slíkt. Ég hafði ekki hugmynd um að þú gætir farið til þjálfara þíns og sagt: ‘Ég þarf að fá frí’,“ sagði Dennis Rodman yngri. Only thing I didn t know was that vacation...I didn t know you could do that...I didn t know you could go up to your coach be like I need a vacation - Dennis Rodman s son, DJ, after watching #TheLastDance ep. 3/4 pic.twitter.com/0yMHZjF0oR— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) April 27, 2020 Sagan var mjög skemmtileg og furðuleg eins og Dennis Rodman er sjálfur. Ævintýrið endaði líka á epískan hátt eða með því að besti körfuboltamaður sögunnar bankaði á dyrnar hjá Rodman þegar hann og Carmen Electra lágu nakin á gólfinu. Carmen Electra sagðist hafa þá stokkið á bak við sófann og reynt að fela sig. Jordan tók Dennis Rodman aftur á móti með sér á æfingu og Rodman áttaði sig loksins á því að hann var körfuboltamaður að atvinnu. Dennis Rodman tók 15,0 fráköst að meðaltali í leik í deildarkeppninni þetta 1997-98 tímabil með Chicago Bulls en auk þess var hann með 4,7 stig og 2,9 stoðsendingar í leik. Chicago Bulls liðið varð síðan meistari þriðja árið í röð um sumarið meðal annars þökk sé varnarleik og fráköstum Dennis Rodman. NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Dennis Rodman var stjarna síðustu helgar í „The Last Dance“ heimildarþáttunum á ESPN og þar kom ýmislegt fram í dagsljósið sem menn vissu ekki af. Það sem vakti einna mesta athygli var þegar Dennis Rodman fékk leyfi til að fara til Las Vegas á miðju tímabilinu. Rodman bað þá Phil Jackson þjálfara um 48 klukkustunda frí til að fá að sletta úr klaufunum. Fríið var reyndar talsvert lengra og endaði ekki fyrr en Michael Jordan bankaði á dyrnar og dró Rodman með sér aftur á æfingu. Dennis Rodman's son found out about his dad's Vegas vacation while watching 'The Last Dance' https://t.co/MYlaRRdk30— Sporting News NBA (@sn_nba) April 29, 2020 Ævintýrið í Las Vegas var svo vel geymt leyndarmál að sonur Dennis Rodman vissi ekki einu sinni af því. Dennis „DJ“ Rodman Jr., var í vetur á fyrsta ári í Washington State í bandaríska háskólaboltanum. Rodman eldri eignaðist hann með Michelle Moyer árið 2000 eða tveimur árum eftir „The Last Dance“ tímabilið með Chicago Bulls. „Það eina sem ég vissi ekki var þetta frí sem hann fékk. Ég vissi ekki að maður kæmist upp með slíkt. Ég hafði ekki hugmynd um að þú gætir farið til þjálfara þíns og sagt: ‘Ég þarf að fá frí’,“ sagði Dennis Rodman yngri. Only thing I didn t know was that vacation...I didn t know you could do that...I didn t know you could go up to your coach be like I need a vacation - Dennis Rodman s son, DJ, after watching #TheLastDance ep. 3/4 pic.twitter.com/0yMHZjF0oR— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) April 27, 2020 Sagan var mjög skemmtileg og furðuleg eins og Dennis Rodman er sjálfur. Ævintýrið endaði líka á epískan hátt eða með því að besti körfuboltamaður sögunnar bankaði á dyrnar hjá Rodman þegar hann og Carmen Electra lágu nakin á gólfinu. Carmen Electra sagðist hafa þá stokkið á bak við sófann og reynt að fela sig. Jordan tók Dennis Rodman aftur á móti með sér á æfingu og Rodman áttaði sig loksins á því að hann var körfuboltamaður að atvinnu. Dennis Rodman tók 15,0 fráköst að meðaltali í leik í deildarkeppninni þetta 1997-98 tímabil með Chicago Bulls en auk þess var hann með 4,7 stig og 2,9 stoðsendingar í leik. Chicago Bulls liðið varð síðan meistari þriðja árið í röð um sumarið meðal annars þökk sé varnarleik og fráköstum Dennis Rodman.
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira