Íslandsmeistarar dagsins: Tíundi Íslandsmeistaratitilinn á fimmtán árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 12:30 Anna María Sveinsdóttir með bikarana á síðum Morgunblaðsins 3.apríl eftir sigur Keflavíkur á Íslandsmóti kvenna kvöldið áður. Skjámynd/Morgunblaðið Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 2. apríl. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann tíunda Íslandsmeistaratitil félagsins 2. apríl 2003. Keflavíkurkonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 1988 og voru þarna fimmtán árum seinna að vinna sinn tíunda. Keflavíkurliðið vann alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alla tíu leiki sína eftir að liðið missti niður sextán stiga forystu í fjórða leikhluta í bikarúrslitaleiknum. Anna María Sveinsdóttir var búin að vera með í öllum tíu Íslandsmeistaraliðum Keflavíkur en missti af úrslitakeppninni 1993 þegar hún fór í barneignarfrí um áramótin. Að þessu sinni var hún spilandi þjálfari. Opnuumfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Keflavíkurkvenna á þessum degi árið 2003.Skjámynd/DV Langt síðan við höfum hampað titlinum hér „Þetta var frábært og við ætluðum okkur að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli enda langt síðan við höfum hampað titlinum hér. Þessi öruggi sigur okkar hefur eflaust komið aðeins á óvart en málið er að breiddin hjá okkur er mjög góð og talsvert betri en hjá þeim og hún nýtist alltaf best þegar það er spilað svona þétt eins og í úrslitakeppninni,“ sagði Anna María Sveinsdóttir í viðtali við DV eftir leikinn. Sem dæmi um breiddina þá skoruðu fjórir leikmenn liðsins meira en ellefu stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum en stigahæst var landsliðsmiðherjinn Erla Þorsteinsdóttir með 16 stig og 7,7 fráköst í leik. Anna María var hins vegar með hæsta framlagið eða 19,4 í leik eftir að hafa verið með 11,3 stig, 8,3 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali. Fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur „Við spiluðum einfaldlega þrjá góða leiki og unnum þetta mjög sannfærandi. Við fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur en eftir það hefur leiðin legið upp á við. Við toppuðum á hárréttum tíma og það er engin spurning að við erum með besta liðið. Auðvitað var sárt að tapa bikarúrslitaleiknum en þetta er mjög góð uppbót fyrir það,“ sagði Kristin Blöndal fyrirliði Keflavíkur við DV eftir leikinn. Hin mexíkanska Sonia Ortega var erlendi leikmaður Keflavíkur þetta tímabili og á sínu öðru tímabili með liðinu. Hún kom aftur til Keflavíkur til að klára Íslandsmeistaratitilinn og varð síðan í framhaldinu sænskur meistari með Visby 2005 og mexíkanskur meistari með Chihuahua 2006. Ortega var frábær varnarmaður og í leiknum sem Keflavík tryggði sér titilinn var hún síðan með 18 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7) Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 2. apríl. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann tíunda Íslandsmeistaratitil félagsins 2. apríl 2003. Keflavíkurkonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 1988 og voru þarna fimmtán árum seinna að vinna sinn tíunda. Keflavíkurliðið vann alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alla tíu leiki sína eftir að liðið missti niður sextán stiga forystu í fjórða leikhluta í bikarúrslitaleiknum. Anna María Sveinsdóttir var búin að vera með í öllum tíu Íslandsmeistaraliðum Keflavíkur en missti af úrslitakeppninni 1993 þegar hún fór í barneignarfrí um áramótin. Að þessu sinni var hún spilandi þjálfari. Opnuumfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Keflavíkurkvenna á þessum degi árið 2003.Skjámynd/DV Langt síðan við höfum hampað titlinum hér „Þetta var frábært og við ætluðum okkur að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli enda langt síðan við höfum hampað titlinum hér. Þessi öruggi sigur okkar hefur eflaust komið aðeins á óvart en málið er að breiddin hjá okkur er mjög góð og talsvert betri en hjá þeim og hún nýtist alltaf best þegar það er spilað svona þétt eins og í úrslitakeppninni,“ sagði Anna María Sveinsdóttir í viðtali við DV eftir leikinn. Sem dæmi um breiddina þá skoruðu fjórir leikmenn liðsins meira en ellefu stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum en stigahæst var landsliðsmiðherjinn Erla Þorsteinsdóttir með 16 stig og 7,7 fráköst í leik. Anna María var hins vegar með hæsta framlagið eða 19,4 í leik eftir að hafa verið með 11,3 stig, 8,3 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali. Fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur „Við spiluðum einfaldlega þrjá góða leiki og unnum þetta mjög sannfærandi. Við fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur en eftir það hefur leiðin legið upp á við. Við toppuðum á hárréttum tíma og það er engin spurning að við erum með besta liðið. Auðvitað var sárt að tapa bikarúrslitaleiknum en þetta er mjög góð uppbót fyrir það,“ sagði Kristin Blöndal fyrirliði Keflavíkur við DV eftir leikinn. Hin mexíkanska Sonia Ortega var erlendi leikmaður Keflavíkur þetta tímabili og á sínu öðru tímabili með liðinu. Hún kom aftur til Keflavíkur til að klára Íslandsmeistaratitilinn og varð síðan í framhaldinu sænskur meistari með Visby 2005 og mexíkanskur meistari með Chihuahua 2006. Ortega var frábær varnarmaður og í leiknum sem Keflavík tryggði sér titilinn var hún síðan með 18 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7)
Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7)
Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn