Lykilatriði að fá börnin á æfingar í maí: „Fundist þetta mjög erfitt“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2020 22:00 Pálmar Ragnarsson hlakkar til að hitta iðkendur sína aftur í næstu viku eftir hið óvænta hlé. MYND/STÖÐ 2 SPORT Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í yngri flokkum Vals, segir mikilvægt að fá börn í innanhússíþróttum aftur inn á æfingar í maí til að klára tímabilið almennilega og hindra brottfall í sumar. „Þvílíkt sem að við erum spennt hérna í Valsheimilinu að fara að byrja aftur,“ segir Pálmar í Sportinu í dag, en yngri flokkar mega hefja æfingar að nýju 4. maí eftir að hafa verið í fríi vegna samkomubanns af völdum kórónuveirufaraldursins. Pálmar, sem einnig hefur þjálfað börn hjá KR og Fjölni, segir mikilvægt að fá krakka aftur á æfingar fyrir sumarfríið: „Það er algjört lykilatriði að fá þau inn núna áður en tímabilið formlega klárast, sem ætti að vera í lok maí hjá okkur. Það að ná þeim inn aftur núna og enda tímabilið almennilega, taka góðar æfingar áður en fólk fer í sumarfrí, er lykilatriði til að ná þeim inn næsta haust held ég.“ Pálmar segir ljóst að margir krakkar séu orðnir ansi óþreyjufullir að fá að mæta aftur í íþróttasalinn eftir hið óvænta hlé: „Maður bjóst ekki við þessu. Þetta kom aftan að manni. Tveimur vikum áður sá maður aldrei fyrir að þetta væri bara að fara að enda og að engar æfingar yrðu í einhverja mánuði. Auðvitað var þetta erfitt og krökkunum hefur fundist þetta mjög erfitt. Ég er búinn að heyra sögur af mínum börnum heima hjá sér að springa gjörsamlega úr orku sem þau vantar að losna við, og er erfitt að losna við nema í íþróttasalnum. Ég er með svo ung börn, sjö ára og yngri, að þau fara ekki endilega ein út að leika sér um allt,“ segir Pálmar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Æfingar barna að hefjast að nýju Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Krakkar Valur Sportið í dag Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í yngri flokkum Vals, segir mikilvægt að fá börn í innanhússíþróttum aftur inn á æfingar í maí til að klára tímabilið almennilega og hindra brottfall í sumar. „Þvílíkt sem að við erum spennt hérna í Valsheimilinu að fara að byrja aftur,“ segir Pálmar í Sportinu í dag, en yngri flokkar mega hefja æfingar að nýju 4. maí eftir að hafa verið í fríi vegna samkomubanns af völdum kórónuveirufaraldursins. Pálmar, sem einnig hefur þjálfað börn hjá KR og Fjölni, segir mikilvægt að fá krakka aftur á æfingar fyrir sumarfríið: „Það er algjört lykilatriði að fá þau inn núna áður en tímabilið formlega klárast, sem ætti að vera í lok maí hjá okkur. Það að ná þeim inn aftur núna og enda tímabilið almennilega, taka góðar æfingar áður en fólk fer í sumarfrí, er lykilatriði til að ná þeim inn næsta haust held ég.“ Pálmar segir ljóst að margir krakkar séu orðnir ansi óþreyjufullir að fá að mæta aftur í íþróttasalinn eftir hið óvænta hlé: „Maður bjóst ekki við þessu. Þetta kom aftan að manni. Tveimur vikum áður sá maður aldrei fyrir að þetta væri bara að fara að enda og að engar æfingar yrðu í einhverja mánuði. Auðvitað var þetta erfitt og krökkunum hefur fundist þetta mjög erfitt. Ég er búinn að heyra sögur af mínum börnum heima hjá sér að springa gjörsamlega úr orku sem þau vantar að losna við, og er erfitt að losna við nema í íþróttasalnum. Ég er með svo ung börn, sjö ára og yngri, að þau fara ekki endilega ein út að leika sér um allt,“ segir Pálmar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Æfingar barna að hefjast að nýju Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Krakkar Valur Sportið í dag Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira