Charles Barkley sagði sögur af Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 08:30 Michael Jordan og Charles Barkley mættust í lokaúrslitunum árið 1993. Getty/Icon Sportswire Charles Barkley og hinn heimsfrægi þjálfari John Calipari töluðu saman á ESPN í gær og fóru þar yfir sögur af hinum magnaða Michael Jordan sem flestir telja vera besta körfuboltamann sögunnar. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir verið stjarna í NBA eða lítt þekktur bakvörður hjá Púertó Ríkó þegar kom að Michael Jordan. Það borgaði sig að spara yfirlýsingarnar. Keppnisskap Michael Jordan er engu líkt og þeir Barkley og Calipari komu með nokkur dæmi um það. There are plenty of good MJ golf stories going around recently....Charles Barkley adds the latest legendary golf story to Michael Jordan's resume on 'Coffee with Cal' https://t.co/vPDN2hvpeA— Swan Lake Golf Club (@SwanLake_GC) April 28, 2020 Fyrsta sagan var líklega sú fyndnasta af þeim öllum en hún sagði jafnframt svo mikið um hvernig Michael Jordan hugsaði og hegðaði sér. Skemmtilegasta saga Barkley snérist um Jordan daginn sem bandaríska landsliðið mætti Púertó Ríkó í undankeppni Ameríku fyrir Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Michael Jordan, Charles Barkley, David Robinson og þjálfarinn Chuck Daly fóru þá í golf um morguninn en Bandaríkin átti síðan að spila undanúrslitaleikinn um kvöldið. Eftir átján holur ætluðu þeir Daly, Barkley og Robinson að fara heim en Jordan var ekki búinn að fá nóg og vildi spila aðrar átján holur. Þegar Michael Jordan mætti svo í leikinn eftir 36 holur þá heimtaði hann að dekka leikstjórnanda Púertó Ríkó liðsins. Jordan gat vissulega dekkað leikstjórnendastöðuna vel en það kostaði oft mun meiri orku enda að gæta manns sem er mikið með boltann. Þess vegna þótti Chuck Daly það skrýtið að Jordan vildi ólmur fá það verkefni nýbúinn að klára 36 holur. Svarið við því kom hins vegar fljótt því umræddum leikstjórnandi Púertó Ríkó hafði verið með yfirlýsingar fyrir leikinn. Charles Barkley still has some big-time regrets about the 1993 NBA Finals."I've always been pissed at myself." https://t.co/mY92HhuoAA— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 28, 2020 Eins og Charles Barkley komst síðan að orði þá náði þessi litli bakvörður varla að rekja boltann í leiknum svo áköf var vörnin hjá Jordan sem leyfði honum ekki að komast neitt. Bandaríska liðið hafði tapað fyrir Púertó Ríkó árið á undan en þá án NBA leikmannanna. Að þessu sinni unnu Bandaríkjamenn 119-81. Charles Barkley og John Calipari fóru yfir fleiri sögur af Jordan og má sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Charles Barkley og hinn heimsfrægi þjálfari John Calipari töluðu saman á ESPN í gær og fóru þar yfir sögur af hinum magnaða Michael Jordan sem flestir telja vera besta körfuboltamann sögunnar. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir verið stjarna í NBA eða lítt þekktur bakvörður hjá Púertó Ríkó þegar kom að Michael Jordan. Það borgaði sig að spara yfirlýsingarnar. Keppnisskap Michael Jordan er engu líkt og þeir Barkley og Calipari komu með nokkur dæmi um það. There are plenty of good MJ golf stories going around recently....Charles Barkley adds the latest legendary golf story to Michael Jordan's resume on 'Coffee with Cal' https://t.co/vPDN2hvpeA— Swan Lake Golf Club (@SwanLake_GC) April 28, 2020 Fyrsta sagan var líklega sú fyndnasta af þeim öllum en hún sagði jafnframt svo mikið um hvernig Michael Jordan hugsaði og hegðaði sér. Skemmtilegasta saga Barkley snérist um Jordan daginn sem bandaríska landsliðið mætti Púertó Ríkó í undankeppni Ameríku fyrir Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Michael Jordan, Charles Barkley, David Robinson og þjálfarinn Chuck Daly fóru þá í golf um morguninn en Bandaríkin átti síðan að spila undanúrslitaleikinn um kvöldið. Eftir átján holur ætluðu þeir Daly, Barkley og Robinson að fara heim en Jordan var ekki búinn að fá nóg og vildi spila aðrar átján holur. Þegar Michael Jordan mætti svo í leikinn eftir 36 holur þá heimtaði hann að dekka leikstjórnanda Púertó Ríkó liðsins. Jordan gat vissulega dekkað leikstjórnendastöðuna vel en það kostaði oft mun meiri orku enda að gæta manns sem er mikið með boltann. Þess vegna þótti Chuck Daly það skrýtið að Jordan vildi ólmur fá það verkefni nýbúinn að klára 36 holur. Svarið við því kom hins vegar fljótt því umræddum leikstjórnandi Púertó Ríkó hafði verið með yfirlýsingar fyrir leikinn. Charles Barkley still has some big-time regrets about the 1993 NBA Finals."I've always been pissed at myself." https://t.co/mY92HhuoAA— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 28, 2020 Eins og Charles Barkley komst síðan að orði þá náði þessi litli bakvörður varla að rekja boltann í leiknum svo áköf var vörnin hjá Jordan sem leyfði honum ekki að komast neitt. Bandaríska liðið hafði tapað fyrir Púertó Ríkó árið á undan en þá án NBA leikmannanna. Að þessu sinni unnu Bandaríkjamenn 119-81. Charles Barkley og John Calipari fóru yfir fleiri sögur af Jordan og má sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira