Vill spjalda menn fyrir að hrækja á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 13:00 Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hrækir hér á völlinn í leik með Juventus á móti AS Roma. Getty/Nicolò Campo Kórónuveirufaraldurinn mun mögulega hafa áhrif á reglur fótboltans nú þegar menn leita allra leiða til að fá boltann aftur til að rúlla inn á fótboltavöllum heimsins. Augu manna verða á öllu sem tengist smitvörnum þegar fótboltinn fer aftur af stað út um allan heim og yfirlæknir Alþjóða knattspyrnusambandsins vill nú útrýma því sem gerist mögulega yfir hundrað sinnum í hverjum fótboltaleik. Yfirlæknir FIFA vill nefnilega banna leikmönnum að hrækja á völlinn en vísindamenn segja að munnvatnið gæti verið á vellinum í marga klukkutíma og á meðan breitt út kórónuveirunni. Spitting should be outlawed on resumption and punished by yellow card, says Fifa's chief medichttps://t.co/6mQRdGhkeO— Telegraph Football (@TeleFootball) April 27, 2020 Það hefur hingað til verið samþykktur hluti fótboltaleiks að leikmenn hræki hvað eftir annað á völlinn. Það gefur að skilja að með því eru þeir mögulega að dreifa kórónuveirunni séu þeir smitaðir. Stjórnarmaður FIFA vill bregðast við þessu með því að leikmenn fái gult spjald fyrir að hrækja á leikvöllinn þegar keppni hefst á nýjan leik. „Þetta er mjög algengt í fótboltanum og er ekki mjög hreinlegt. Þegar við byrjum fótboltann á ný þá verðum við að reyna að gera allt til að koma í veg fyrir það að menn hræki á völlinn,“ sagði Michel D’Hooghe, stjórnarformaður læknaráðs FIFA, í viðtali við The Telegraph. „Stóra spurningin er hvernig við förum að því og hvort að það sé mögulegt. Kannski með því að gefa gult spjald,“ sagði Michel D’Hooghe. „Þetta er óþrifalegt og með þessu eru menn að sjá fyrir góðri leið til að dreifa vírusnum. Þetta er ein af ástæðunum af hverju við þurfum að fara mjög varlega þegar við byrjum aftur að spila. Ég er ekki svartsýnn maður að eðlisfari en ég er fullur efasemda eins og er,“ sagði Michel D’Hooghe. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn mun mögulega hafa áhrif á reglur fótboltans nú þegar menn leita allra leiða til að fá boltann aftur til að rúlla inn á fótboltavöllum heimsins. Augu manna verða á öllu sem tengist smitvörnum þegar fótboltinn fer aftur af stað út um allan heim og yfirlæknir Alþjóða knattspyrnusambandsins vill nú útrýma því sem gerist mögulega yfir hundrað sinnum í hverjum fótboltaleik. Yfirlæknir FIFA vill nefnilega banna leikmönnum að hrækja á völlinn en vísindamenn segja að munnvatnið gæti verið á vellinum í marga klukkutíma og á meðan breitt út kórónuveirunni. Spitting should be outlawed on resumption and punished by yellow card, says Fifa's chief medichttps://t.co/6mQRdGhkeO— Telegraph Football (@TeleFootball) April 27, 2020 Það hefur hingað til verið samþykktur hluti fótboltaleiks að leikmenn hræki hvað eftir annað á völlinn. Það gefur að skilja að með því eru þeir mögulega að dreifa kórónuveirunni séu þeir smitaðir. Stjórnarmaður FIFA vill bregðast við þessu með því að leikmenn fái gult spjald fyrir að hrækja á leikvöllinn þegar keppni hefst á nýjan leik. „Þetta er mjög algengt í fótboltanum og er ekki mjög hreinlegt. Þegar við byrjum fótboltann á ný þá verðum við að reyna að gera allt til að koma í veg fyrir það að menn hræki á völlinn,“ sagði Michel D’Hooghe, stjórnarformaður læknaráðs FIFA, í viðtali við The Telegraph. „Stóra spurningin er hvernig við förum að því og hvort að það sé mögulegt. Kannski með því að gefa gult spjald,“ sagði Michel D’Hooghe. „Þetta er óþrifalegt og með þessu eru menn að sjá fyrir góðri leið til að dreifa vírusnum. Þetta er ein af ástæðunum af hverju við þurfum að fara mjög varlega þegar við byrjum aftur að spila. Ég er ekki svartsýnn maður að eðlisfari en ég er fullur efasemda eins og er,“ sagði Michel D’Hooghe.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira