Magnús Þór og Ása senda frá sér lagið Island in Thailand Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2020 09:00 Tónlistarfólkið Magnús Þór og Ása Elínardóttir. Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Þór Sigmundsson hefur sent frá sér lagið Island in Thailand ásamt tónlistarkonunni Ásu Elínardóttur. Lagið fæddist í Taílandi þar sem Magnús Þór og Ása voru stödd í afmælisveislu um jól og áramót 2018 til 2019. Þegar Ása og Magnús voru stödd við sundlaugarbakka spurði Ása hvernig það yrði að semja lag um einn dag og eina nótt í Taílandi. „Þetta sat í mér og lagið mótaðist þetta sama kvöld og ég kláraði það daginn eftir þegar ég kom heim af nuddstofu þar sem flest stefin í laglínunni voru spiluð fram og til baka sem bakgrunnstónlist á nuddstofunni og lagið „ Island in Thailand“ varð til,“ segir Magnús Þór. Textinn er um taílenska stúlku og ástarsamband hennar við evrópskan strák sem átti sér stað á einum degi og einni nótt. Taílenska stúlkan bíður eftir elskhuga sínum sem hún elskaði einn dag og eina nótt. Hún vonar að hann komi aftur til hennar, starir út á hafið en tapar minningum í sandinum eftir því sem árin líða og vonar... með lítinn son sér við hlið. „Það sem kom mér mest á óvart er hvað fólk á Taílandi er brosmilt. Ég sá margar taílenskar stúlkur sem brostu sig í gegnum daginn og heilsuðu kurteislega með brosi og kinkuðu varleg kolli. Ég og Ása unnum þetta lag saman og tókum upp að lokum hjá Bassa í stúdíó Tónverk Hveragerði,“ segir Magnús Þór. Lagið og textinn er eftir Magnús Þór sem sér einnig um gítarleikinn. Magnús Jóhann leikur á hljómborð, Matthías H.P. Mogensen sér um bassaleik og trommur og slagverk í höndum Bassa Ólafssonar. Lagið má heyra hér fyrir neðan: Tónlist Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Þór Sigmundsson hefur sent frá sér lagið Island in Thailand ásamt tónlistarkonunni Ásu Elínardóttur. Lagið fæddist í Taílandi þar sem Magnús Þór og Ása voru stödd í afmælisveislu um jól og áramót 2018 til 2019. Þegar Ása og Magnús voru stödd við sundlaugarbakka spurði Ása hvernig það yrði að semja lag um einn dag og eina nótt í Taílandi. „Þetta sat í mér og lagið mótaðist þetta sama kvöld og ég kláraði það daginn eftir þegar ég kom heim af nuddstofu þar sem flest stefin í laglínunni voru spiluð fram og til baka sem bakgrunnstónlist á nuddstofunni og lagið „ Island in Thailand“ varð til,“ segir Magnús Þór. Textinn er um taílenska stúlku og ástarsamband hennar við evrópskan strák sem átti sér stað á einum degi og einni nótt. Taílenska stúlkan bíður eftir elskhuga sínum sem hún elskaði einn dag og eina nótt. Hún vonar að hann komi aftur til hennar, starir út á hafið en tapar minningum í sandinum eftir því sem árin líða og vonar... með lítinn son sér við hlið. „Það sem kom mér mest á óvart er hvað fólk á Taílandi er brosmilt. Ég sá margar taílenskar stúlkur sem brostu sig í gegnum daginn og heilsuðu kurteislega með brosi og kinkuðu varleg kolli. Ég og Ása unnum þetta lag saman og tókum upp að lokum hjá Bassa í stúdíó Tónverk Hveragerði,“ segir Magnús Þór. Lagið og textinn er eftir Magnús Þór sem sér einnig um gítarleikinn. Magnús Jóhann leikur á hljómborð, Matthías H.P. Mogensen sér um bassaleik og trommur og slagverk í höndum Bassa Ólafssonar. Lagið má heyra hér fyrir neðan:
Tónlist Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira