Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2020 18:00 Tímabilinu er ekki lokið hjá Martin Hermannssyni, alla vega ekki ef áætlanir ganga eftir. VÍSIR/GETTY Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands í körfubolta hafa ákveðið hvernig tímabilinu verði lokið. Sjö félög lýstu sig mótfallin ákvörðuninni. Hlé var gert á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins og er ljóst að hefðbundinni deildakeppni verður ekki haldið áfram. Þess í stað verður farið beint í úrslitakeppni sem verður með sérstökum hætti. Þar taka þátt tíu lið en hin sjö í deildinni höfnuðu þátttöku. Liðunum tíu verður skipt í tvo fimm liða riðla. Eftir riðlakeppni fara fram átta liða úrslit, svo undanúrslit og loks úrslit. Áætlað er að keppnin verði leikin á þremur vikum, án áhorfenda enda hefur verið lokað fyrir fjöldasamkomur í Þýskalandi út sumarið. Leikið verður í einni höll og verður tilkynnt um leikstað 4. maí. Martin Hermannsson og félagar í bikarmeistaraliði Alba Berlín verða meðal þátttakenda en liðið var í 4. sæti þegar hlé var gert á deildinni. Bayern München var þá efst. Auk þeirra taka Ludwigsburg, Crailsheim, Oldenburg, Vechta, Brose Bamberg, Göttingen, Ratiopharm Ulm og Fraport Skyliners þátt. Tekið er fram í tilkynningu á heimasíðu þýsku deildarinnar að aðeins verði spilað ef hægt verði að tryggja heilsu leikmanna, þjálfara og annarra sem að keppninni koma. Úrslitakeppninni verður að vera lokið 30. júní. Ljóst er að ekkert lið fellur úr deildinni í ár. Körfubolti Tengdar fréttir Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 EuroLeague frestar leikjum ótímabundið FIBA, alþjóða körfuboltasambandið, hefur frestað öllum leikjum sínum ótímabundið. EuroLeague hefur einnig frestað leikjum en þar spilar íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem leikur með Alba Berlín. 12. mars 2020 12:01 Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira
Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands í körfubolta hafa ákveðið hvernig tímabilinu verði lokið. Sjö félög lýstu sig mótfallin ákvörðuninni. Hlé var gert á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins og er ljóst að hefðbundinni deildakeppni verður ekki haldið áfram. Þess í stað verður farið beint í úrslitakeppni sem verður með sérstökum hætti. Þar taka þátt tíu lið en hin sjö í deildinni höfnuðu þátttöku. Liðunum tíu verður skipt í tvo fimm liða riðla. Eftir riðlakeppni fara fram átta liða úrslit, svo undanúrslit og loks úrslit. Áætlað er að keppnin verði leikin á þremur vikum, án áhorfenda enda hefur verið lokað fyrir fjöldasamkomur í Þýskalandi út sumarið. Leikið verður í einni höll og verður tilkynnt um leikstað 4. maí. Martin Hermannsson og félagar í bikarmeistaraliði Alba Berlín verða meðal þátttakenda en liðið var í 4. sæti þegar hlé var gert á deildinni. Bayern München var þá efst. Auk þeirra taka Ludwigsburg, Crailsheim, Oldenburg, Vechta, Brose Bamberg, Göttingen, Ratiopharm Ulm og Fraport Skyliners þátt. Tekið er fram í tilkynningu á heimasíðu þýsku deildarinnar að aðeins verði spilað ef hægt verði að tryggja heilsu leikmanna, þjálfara og annarra sem að keppninni koma. Úrslitakeppninni verður að vera lokið 30. júní. Ljóst er að ekkert lið fellur úr deildinni í ár.
Körfubolti Tengdar fréttir Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 EuroLeague frestar leikjum ótímabundið FIBA, alþjóða körfuboltasambandið, hefur frestað öllum leikjum sínum ótímabundið. EuroLeague hefur einnig frestað leikjum en þar spilar íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem leikur með Alba Berlín. 12. mars 2020 12:01 Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira
Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00
EuroLeague frestar leikjum ótímabundið FIBA, alþjóða körfuboltasambandið, hefur frestað öllum leikjum sínum ótímabundið. EuroLeague hefur einnig frestað leikjum en þar spilar íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem leikur með Alba Berlín. 12. mars 2020 12:01
Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00
„Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00