Lífið

Hannaði fimmtán fermetra smáhýsi úr eldri vatnslögnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auðveldlega hægt að koma einingunum fyrir hvar sem er. 
Auðveldlega hægt að koma einingunum fyrir hvar sem er. 

Í Hong Kong búa 7,5 milljónir manna og er húsnæðisverð þar mjög dýrt.

Arkitektinn James Law hefur hannað fimmtán fermetra smáhýsi sem auðveldlega er hægt að koma fyrir hvar sem er. Byggingarefnið er í raun gamlar vatnslagnir og eru húsin 2,5 metrar á breidd og það sama má segja um hæðina.

Hægt er að stafla einingunum saman sem mynda í raun eitt stórt fjölbýlishús.

Húsin eru kölluð OPod og er fjallað ítarlega um þau á YouTube-síðunni Never Too Small. Í raun er allt við eignina endurnýtt úr efni á byggingarstöðum.

Hér að neðan er hægt að kynna sér málið betur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×