Hefði getað gefið Maradona rautt spjald fyrir úrslitaleikinn á HM á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 16:00 Diego Maradona lætur Edgardo Codesal dómara heyra það í úrslitaleik HM 1990. Getty/Mark Leech Úrslitaleikurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á Ítalíu fyrir þrjátíu árum er að mörgum talinn vera lélegasti og grófasti úrslitaleikur sögunnar. Framkoma Maradona og argentínska landsliðið er meðal annars um að kenna. Framkoma fyrirliða argentínska landsliðsins frá því fyrir úrslitaleikinn var líka til algjörar skammar ef marka má nýtt viðtal við dómara leiksins. Diego Maradona átti stórkostlegt heimsmeistaramót í Mexíkó fjórum árum fyrr og vann þá titilinn nánast óstuddur. Nú fjórum árum síðar hafðu argentínska landsliðið komist alla leið í úrslitaleikinn nánast á lukkunni einni saman. Argentína vann heimamenn í ítalska landsliðinu í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum og hafði einnig komist í gegnum átta liða úrslitin þökk sé vítakeppni. Þjóðverjar höfðu slegið út Evrópumeistara Hollendinga og sterkt enskt lið á leið sinni í úrslitaleikinn. Diego Maradona's EXTRAORDINARY behaviour during 1990 World Cup final revealed by beleaguered referee https://t.co/kipbpzP2kQ— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2020 Mörgum að óvörum þá fékk Mexíkómaðurinn Edgardo Codesal að dæma úrslitaleikinn en hann var fæddur í Úrúgvæ og þá var afi hans Argentínumaður. Þetta var erfitt kvöld fyrir Edgardo Codesal sem rak tvo Argentínumenn út af með rautt spjald og Þjóðverjar tryggðu sér svo sigurinn með marki úr vafasamri vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Edgardo Codesal endaði á að gefa Maradona gula spjaldið eftir að Andreas Brehme hafði skorað úr vítaspyrnunni og Argentínumenn voru orðnir níu á vellinum. Rauða spjaldið hefði getað farið á loft löngu áður. Codesal hefur nú rifjað upp þessa kvöldstund í Róm og sagt frá samskiptum sínum við einn pirraðann Diego Maradona. „Ég hefði getað rekið hann af velli áður en leikurinn hófst því hann blótaði stanslaust í þjóðsöngvunum,“ sagði Edgardo Codesal í viðtali við úrúgvæska miðilinn Tirando Paredes. „Seinna í leiknum þegar ég rak Monzon af velli með rautt spjald þá kom Maradona til mín, kallaði mig þjóf og sagði að ég væri á launum hjá FIFA,“ sagði Edgardo Codesal. „Ég sá Maradona gera ótrúlega hluti á vellinum en ég sá líka að hnéið hans var stokkbólgið eftir tæklingu,“ sagði Codesal. "Lo pude haber echado antes del comienzo del partido" "Maradona es una de las peores personas que he conocido en mi vida"Edgardo Codesal rompe el silencio sobre la final del Mundial de 1990https://t.co/wt9z1BefVk— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) April 25, 2020 „Sem leikmaður þá var hann sá besti en sem persóna þá var hann ógeðfelldur og ein sú versta sem ég hef kynnst í mínu lífi,“ sagði Edgardo Codesal. Maradona hélt því fram í viðtölum eftir leikinn að Codesal dómari hafi ekki viljað að Argentína myndi vinna leikinn. „Okkar leikmenn hlupu mikið en svo kom þessi maður og eyðilagði allt fyrir okkur,“ sagði Diego Maradona eftir leikinn. Hann hélt áfram. „Þessi maður var hræddur um að leikurinn færi í vítakeppni. Hann vildi gleðja ítalska fólkið. Hann rak Monzon af velli fyrir venjulega tæklingu og skáldaði síðan vítaspyrnu á okkur.“ "Para mí, Maradona es despreciable". Edgardo Codesal reafirma su opinión sobre Diego Maradona. https://t.co/yJMxTQWPXP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) April 26, 2020 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Sjá meira
Úrslitaleikurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á Ítalíu fyrir þrjátíu árum er að mörgum talinn vera lélegasti og grófasti úrslitaleikur sögunnar. Framkoma Maradona og argentínska landsliðið er meðal annars um að kenna. Framkoma fyrirliða argentínska landsliðsins frá því fyrir úrslitaleikinn var líka til algjörar skammar ef marka má nýtt viðtal við dómara leiksins. Diego Maradona átti stórkostlegt heimsmeistaramót í Mexíkó fjórum árum fyrr og vann þá titilinn nánast óstuddur. Nú fjórum árum síðar hafðu argentínska landsliðið komist alla leið í úrslitaleikinn nánast á lukkunni einni saman. Argentína vann heimamenn í ítalska landsliðinu í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum og hafði einnig komist í gegnum átta liða úrslitin þökk sé vítakeppni. Þjóðverjar höfðu slegið út Evrópumeistara Hollendinga og sterkt enskt lið á leið sinni í úrslitaleikinn. Diego Maradona's EXTRAORDINARY behaviour during 1990 World Cup final revealed by beleaguered referee https://t.co/kipbpzP2kQ— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2020 Mörgum að óvörum þá fékk Mexíkómaðurinn Edgardo Codesal að dæma úrslitaleikinn en hann var fæddur í Úrúgvæ og þá var afi hans Argentínumaður. Þetta var erfitt kvöld fyrir Edgardo Codesal sem rak tvo Argentínumenn út af með rautt spjald og Þjóðverjar tryggðu sér svo sigurinn með marki úr vafasamri vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Edgardo Codesal endaði á að gefa Maradona gula spjaldið eftir að Andreas Brehme hafði skorað úr vítaspyrnunni og Argentínumenn voru orðnir níu á vellinum. Rauða spjaldið hefði getað farið á loft löngu áður. Codesal hefur nú rifjað upp þessa kvöldstund í Róm og sagt frá samskiptum sínum við einn pirraðann Diego Maradona. „Ég hefði getað rekið hann af velli áður en leikurinn hófst því hann blótaði stanslaust í þjóðsöngvunum,“ sagði Edgardo Codesal í viðtali við úrúgvæska miðilinn Tirando Paredes. „Seinna í leiknum þegar ég rak Monzon af velli með rautt spjald þá kom Maradona til mín, kallaði mig þjóf og sagði að ég væri á launum hjá FIFA,“ sagði Edgardo Codesal. „Ég sá Maradona gera ótrúlega hluti á vellinum en ég sá líka að hnéið hans var stokkbólgið eftir tæklingu,“ sagði Codesal. "Lo pude haber echado antes del comienzo del partido" "Maradona es una de las peores personas que he conocido en mi vida"Edgardo Codesal rompe el silencio sobre la final del Mundial de 1990https://t.co/wt9z1BefVk— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) April 25, 2020 „Sem leikmaður þá var hann sá besti en sem persóna þá var hann ógeðfelldur og ein sú versta sem ég hef kynnst í mínu lífi,“ sagði Edgardo Codesal. Maradona hélt því fram í viðtölum eftir leikinn að Codesal dómari hafi ekki viljað að Argentína myndi vinna leikinn. „Okkar leikmenn hlupu mikið en svo kom þessi maður og eyðilagði allt fyrir okkur,“ sagði Diego Maradona eftir leikinn. Hann hélt áfram. „Þessi maður var hræddur um að leikurinn færi í vítakeppni. Hann vildi gleðja ítalska fólkið. Hann rak Monzon af velli fyrir venjulega tæklingu og skáldaði síðan vítaspyrnu á okkur.“ "Para mí, Maradona es despreciable". Edgardo Codesal reafirma su opinión sobre Diego Maradona. https://t.co/yJMxTQWPXP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) April 26, 2020
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Sjá meira