Sádirabía mun afnema hýðingar sem refsunarform, samkvæmt lagafrumvarpi sem fréttamiðlar þar í landi hafa í höndum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.
Tilmæli sem gefin voru út af hæstarétti Sádi-Arabíu segja að í stað hýðinga verði fangelsun eða sektum beitt. Þá segir að breytingarnar séu hluti af mannréttindaúrbótum sem Salman konungur og sonur hans, Mohammed bin Salman krónprins, hafa staðið fyrir.
Sádi-Arabía hefur verið harðlega gagnrýnd vegna fangelsunar og dauðfalls blaðamannsins Jamal Khashoggi.
Síðasta hýðingin í Sádi-Arabíu vakti mikla athygli árið 2015 þegar bloggarinn Raif Badawi var hýddur á almannafæri eftir að hafa verið sakfelldur fyrir tölvuglæpi og að hafa smánað Íslam.
Hann var dæmdur til að vera hýddur þúsund sinnum í heildina og átti að hýða hann vikulega en vegna alþjóðlegrar fordæmingar á dómnum og frétta sem bárust um að hann hafi nærri dáið var sá hluti refsingarinnar felldur niður.