„Ég vissi að það væri eitthvað að“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. apríl 2020 20:00 Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar er höfundur bókarinnar Kviknar og umsjónarkona þáttanna Líf Kviknar og Líf dafnar. Vísir/Vilhelm „Það eru forréttindi að hafa orðið ófrísk fimm sinnum án allra vandkvæða,“ segir Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Andrea var á persónulegri nótunum í þessum þætti og sagði frá eigin upplifun. „Ég hef fundið það í gegnum tíðina hvað það er ótrúlega mikilvægt að sinna andlegri heilsu, nánast meiri en líkamlegri, vegna þess að líða vel á meðgöngu er svo mikilvægt bæði fyrir sjálfa þig og maka þinn en sérstaklega barnið þitt. Ég hef gengið í gegnum erfiða hluti í mínum samböndum við mína barnsfeður á meðgöngum. Án þess að fara eitthvað nánar út í það þá held ég að ef ég vildi einhverju breyta varðandi mínar fyrstu þrjár meðgöngur, með stelpurnar mínar, að það hefði verið að hlúa betur að sjálfri mér.“ Fjórða meðganga Andreu var hennar allra besta og líkamlega og andlega var hún á frábærum stað. Fimm mánuðum eftir fæðingu drengsins varð hún aftur ófrísk og þessi fimmta meðganga átti eftir að reynast henni mjög erfið. „Það er eitthvað að“ „Það var á fjórða mánuði sem ég byrjaði að verða mjög þreytt og það sem ég tek út úr þeirri meðgöngu er að hlusta á innsæið.“ Andrea segir að hún hafi strax fundið að þessi meðganga væri mjög ólík fyrstu fjórum. „Ég fer til ljósmóðurinnar og segi, það er eitthvað að. Ég er þreytt. Alveg sama þó að ég væri með mörg börn heima, ég hafi nýverið verið búin að fæða barn og nýlega hætt með brjóstagjöf sem gekk ekki upp og þreytan og allt sem fylgir því. Þetta var eitthvað annað, þetta var ekki þreytan við að reka heimili eða fimmta meðgangan eða hvaða ástæða sem einhver kom með. Þetta var óeðlileg þreyta.“ Hún segist hafa rætt þetta við marga heilbrigðisstarfsmenn á meðgöngunni en upplifði þetta þannig að ekki væri tekið mark á því. „Ég barðist fyrir því að það væri hlustað á mig í marga mánuði og mér finnst það mjög leiðinlegt vegna þess að ég sem mjög ákveðin kona og verandi í mjög góðri tengingu við sjálfa mig og mína eigin líðan, ég vissi að það væri eitthvað að. En það var ekki hlustað á mig.“ View this post on Instagram A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Jan 26, 2020 at 3:11pm PST Grét heilan dag á bráðamóttökunni Það var svo heimilislæknir sem Andrea hitti sem uppgötvaði að ekki væri búið að mæla hjá henni járnið. „Það var járnstaðan sem var ekki mæld sama hvað ég kvartaði og kvartaði. Ég endaði á bráðamóttökunni í heilan dag grátandi. Ég gat ekki staðið upp úr rúminu á ganginum á bráðamóttökunni. En það var samt ekki mælt í mér járnið og það var ekki hlustað á mig.“ Andrea telur að hún hafi farið átta ferðir til læknis áður en þetta var mælt. „Ég endaði í járngjöf á spítalanum og það voru dældir í mig fjórir járnpokar. Þetta var náttúrulega bara undir lokin á meðgöngunni og þetta var búið að eyðileggja fyrir mér. Ég veit ekki, mögulega er þetta einstakt tilvik. En það er ekki eðlilegt að vera það þreytt að þú komist ekki fram úr rúminu með neinu móti og grátir dag eftir dag eftir dag og biðjir um hjálp án þess að fá neina.“ Andrea hvetur konur í sömu stöðu, með sömu einkenni, til að standa fast á sínu og láta vita ef líðan þeirra tengist meiru en eðlilegum fylgikvillum meðgöngu. „Ég reyndi að gera allt, ég reyndi að borða hollt, ég reyndi að hreyfa mig, allskonar. Það gekk ekkert upp vegna þess að þetta var staðan. Það vantaði í mig allt járn.“ View this post on Instagram Sérðu minnstu, meðal & stærstu bumbu? Að sakna meðgöngu. Bumbusakn . Held að margar konur kannist við svoleiðis og óteljandi alls ekki. Ef okkur líður vel á meðgöngunni getur komið yfir okkur tómleikatilfinning lengi vel eftir að barnið er fætt og við sjáum í hyllingum tímann sem við gátum strokið kúlunni, fundið spörk og ljómað út í loftið #lífkviknar #kviknar #blackandwhite #pregnant #9monthspregnant #iceland photo by @kamban A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Jan 16, 2020 at 2:15am PST Konur hlusti á innsæið Hún minnir á að meðgöngur eru alls konar, raunin er alls konar. Sumar eiga bæði góðar og slæmar meðgöngur, aðrar eiga alltaf erfiðar. „Sumar konur elska bara að vera óléttar og þær mega það og eiga ekki að þurfa að draga fram einhverja ókosti við það að eiga barn.“ Andrea segir að það sé mikilvægt að leyfa allar upplifanir og tilfinningar. Hún segir að ófrískar konur geti gert margt til að láta sér líða vel á meðgöngu eins og að stunda líkamsrækt, borða hollan mat og svo framvegis. „Þegar allt kemur til alls þá snýst þetta alltaf um að hlusta á eigið innsæi, vegna þess að við vitum hvað er best fyrir okkur.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Í þættinum Kroppurinn ræðir Andrea líka við þau Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík og Auði Bjarnadóttur jógakennara og eiganda Jógasetursins. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Leyniskjölin: Endaði með sprungnar háræðar og vökva í æð vegna uppkasta Kviknar Frjósemi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Það eru forréttindi að hafa orðið ófrísk fimm sinnum án allra vandkvæða,“ segir Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Andrea var á persónulegri nótunum í þessum þætti og sagði frá eigin upplifun. „Ég hef fundið það í gegnum tíðina hvað það er ótrúlega mikilvægt að sinna andlegri heilsu, nánast meiri en líkamlegri, vegna þess að líða vel á meðgöngu er svo mikilvægt bæði fyrir sjálfa þig og maka þinn en sérstaklega barnið þitt. Ég hef gengið í gegnum erfiða hluti í mínum samböndum við mína barnsfeður á meðgöngum. Án þess að fara eitthvað nánar út í það þá held ég að ef ég vildi einhverju breyta varðandi mínar fyrstu þrjár meðgöngur, með stelpurnar mínar, að það hefði verið að hlúa betur að sjálfri mér.“ Fjórða meðganga Andreu var hennar allra besta og líkamlega og andlega var hún á frábærum stað. Fimm mánuðum eftir fæðingu drengsins varð hún aftur ófrísk og þessi fimmta meðganga átti eftir að reynast henni mjög erfið. „Það er eitthvað að“ „Það var á fjórða mánuði sem ég byrjaði að verða mjög þreytt og það sem ég tek út úr þeirri meðgöngu er að hlusta á innsæið.“ Andrea segir að hún hafi strax fundið að þessi meðganga væri mjög ólík fyrstu fjórum. „Ég fer til ljósmóðurinnar og segi, það er eitthvað að. Ég er þreytt. Alveg sama þó að ég væri með mörg börn heima, ég hafi nýverið verið búin að fæða barn og nýlega hætt með brjóstagjöf sem gekk ekki upp og þreytan og allt sem fylgir því. Þetta var eitthvað annað, þetta var ekki þreytan við að reka heimili eða fimmta meðgangan eða hvaða ástæða sem einhver kom með. Þetta var óeðlileg þreyta.“ Hún segist hafa rætt þetta við marga heilbrigðisstarfsmenn á meðgöngunni en upplifði þetta þannig að ekki væri tekið mark á því. „Ég barðist fyrir því að það væri hlustað á mig í marga mánuði og mér finnst það mjög leiðinlegt vegna þess að ég sem mjög ákveðin kona og verandi í mjög góðri tengingu við sjálfa mig og mína eigin líðan, ég vissi að það væri eitthvað að. En það var ekki hlustað á mig.“ View this post on Instagram A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Jan 26, 2020 at 3:11pm PST Grét heilan dag á bráðamóttökunni Það var svo heimilislæknir sem Andrea hitti sem uppgötvaði að ekki væri búið að mæla hjá henni járnið. „Það var járnstaðan sem var ekki mæld sama hvað ég kvartaði og kvartaði. Ég endaði á bráðamóttökunni í heilan dag grátandi. Ég gat ekki staðið upp úr rúminu á ganginum á bráðamóttökunni. En það var samt ekki mælt í mér járnið og það var ekki hlustað á mig.“ Andrea telur að hún hafi farið átta ferðir til læknis áður en þetta var mælt. „Ég endaði í járngjöf á spítalanum og það voru dældir í mig fjórir járnpokar. Þetta var náttúrulega bara undir lokin á meðgöngunni og þetta var búið að eyðileggja fyrir mér. Ég veit ekki, mögulega er þetta einstakt tilvik. En það er ekki eðlilegt að vera það þreytt að þú komist ekki fram úr rúminu með neinu móti og grátir dag eftir dag eftir dag og biðjir um hjálp án þess að fá neina.“ Andrea hvetur konur í sömu stöðu, með sömu einkenni, til að standa fast á sínu og láta vita ef líðan þeirra tengist meiru en eðlilegum fylgikvillum meðgöngu. „Ég reyndi að gera allt, ég reyndi að borða hollt, ég reyndi að hreyfa mig, allskonar. Það gekk ekkert upp vegna þess að þetta var staðan. Það vantaði í mig allt járn.“ View this post on Instagram Sérðu minnstu, meðal & stærstu bumbu? Að sakna meðgöngu. Bumbusakn . Held að margar konur kannist við svoleiðis og óteljandi alls ekki. Ef okkur líður vel á meðgöngunni getur komið yfir okkur tómleikatilfinning lengi vel eftir að barnið er fætt og við sjáum í hyllingum tímann sem við gátum strokið kúlunni, fundið spörk og ljómað út í loftið #lífkviknar #kviknar #blackandwhite #pregnant #9monthspregnant #iceland photo by @kamban A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Jan 16, 2020 at 2:15am PST Konur hlusti á innsæið Hún minnir á að meðgöngur eru alls konar, raunin er alls konar. Sumar eiga bæði góðar og slæmar meðgöngur, aðrar eiga alltaf erfiðar. „Sumar konur elska bara að vera óléttar og þær mega það og eiga ekki að þurfa að draga fram einhverja ókosti við það að eiga barn.“ Andrea segir að það sé mikilvægt að leyfa allar upplifanir og tilfinningar. Hún segir að ófrískar konur geti gert margt til að láta sér líða vel á meðgöngu eins og að stunda líkamsrækt, borða hollan mat og svo framvegis. „Þegar allt kemur til alls þá snýst þetta alltaf um að hlusta á eigið innsæi, vegna þess að við vitum hvað er best fyrir okkur.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Í þættinum Kroppurinn ræðir Andrea líka við þau Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík og Auði Bjarnadóttur jógakennara og eiganda Jógasetursins. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Leyniskjölin: Endaði með sprungnar háræðar og vökva í æð vegna uppkasta
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira