Leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn heimilisofbeldi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. apríl 2020 22:00 Vinkonurnar Sissa og Alda B setja af stað söfnun fyrir Kvennaathvarfið á föstudag. Mynd úr einkasafni Alda B. Guðjónsdóttir stílisti og Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sissa ljósmyndari, hafa fengið tugi ljósmyndara með sér í lið vegna söfnunar fyrir Kvennaathvarfið. Vildu þær stuðla að aukinni samkennd. Vinkonurnar setja af stað sérstaka netsölu á miðnætti föstudaginn 24. apríl og verður þar hægt að kaupa ljósmyndir frá 48 íslenskum ljósmyndurum til styrktar góðu málefni, þar á meðal Sissu sjálfri. „Eins og allir þá leiðist manni að hanga bara heima. Við Sissa erum góðar vinkonur og fórum að hugsa hvort það væri eitthvað sem við gætum gert, “ segir Alda í samtali við Vísi. „Maður veit að það eru ekki allir sem hafa það jafn gott og hafa heimili sem er í góðu ástandi. Við tókum eftir fréttum að það væri meira um heimilisofbeldi þannig við ákváðum að finna verkefni þannig að við gætum stutt við kvennaathvarfið.“ Alda segir að listafólk um allan heim séu að safna fyrir góð málefni og þeirra framlag var að nota list í baráttuna gegn ofbeldi. Vildu þær því selja ljósmyndir eftir fjölbreyttan hóp listamanna. „Við þekkjum mikinn hóp af ljósmyndurum þannig að það var auðvelt að hafa samband við þá beint." 48 ljósmyndarar taka þátt í söfnuninni. Ein mynd verður til sölu frá hverjum ljósmyndara og allar myndirnar eru í boði í tveimur stærðum, 15x15 eða 10x15 cm. „Allir voru á þessum tímum tilbúnir til þess að standa saman og sýna hvað við getum gert til þess að hjálpa öðrum. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það hvað margir hafa tekið vel í þetta.“ Allar myndir verðlagðar eins Söfnunin stendur yfir í tíu daga og myndirnar verða póstlagðar til kaupenda. „Þetta er hópur af ljósmyndurum sem er á mismunandi stað, sumir eru búnir að vinna sér inn nafn, aðrir eru að koma sér á framfæri og einnig eru nemendur í ljósmyndun. Við ákváðum að setja bara alla undir sama hattinn. Hvert print kostar 10.000 þannig að það er enginn mismunur þar á milli. Það eru bara allir eins, eins og í þessu. Þeir sem veikjast af Covid-19 eru bæði ríkir og fátækir.“ Allar myndirnar prentaðar á sama pappír og verða í númeruðu eintökum. Hámarksupplag hverrar myndar er 100 eintök. „Öll koma númeruð að aftan og þeir ljósmyndarar sem geta komið og skrifað aftan á, gera það. Sumir eru erlendis og komast ekki í það en flestir ætla að reyna það. Svo er þetta bara listagripur sem þú átt, frá þessari seríu. Myndir eru alltaf metnar eftir því í hvaða seríu eða sýningu þær eru. Fyrir þá sem styrkja þetta er þetta annað hvort góð minning að hafa tekið þátt í þessu og líka listaverk á vegg.“ Eitthvað fyrir alla Hver ljósmyndari valdi mynd til þess að nota fyrir þetta verkefni. Fjölbreytnin er mikil og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Við sjáum líka möguleika í þessu. Við erum núna komin með góðan hóp og ef þetta gengur vel, þá kannski seinna meir ef að þörfin er fyrir eitthvað svona átak, að geta tekið upp að nýju og gert eitthvað annað verkefni, svipað þessu. En við ætlum að byrja á þessu og gera það vel.“ Steinþór Rafn Matthíasson hjá Konsept aðstoðaði Öldu og Sissu við framkvæmdina á verkefninu og gerð heimasíðunna. Salan hefst á miðnætti 24. maí næstkomandi á slóðinni www.ljósmyndaskolinn.is og stendur í tíu daga. Allur ágóði af sölunni rennur til Kvennaathvarfsins. Ljósmyndararnir sem taka þátt í verkefninu eru þau Agniezka Sosnowska, Anna Margret Árnadóttir, Anna Maggý, Ari Magg, Atli Már Hafsteinsson, Axel Sigurðarson, Bára Kristjánsdóttir, Berglaug Petra Garðarsdóttir, Bernhard Kristinn, Björn Árnason, Daníel Harðarson, Dóra Dúna, Einar Falur, Elísabet Davíðs, Ellen Inga, Ellli Þór Magnússon, Eva Scram, Friðgeir Helgasson, Gissur Guðjóns, Golli, Guðmundur Ingólfsson, Gulli Már, Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, Hallgerður Hallgríms, Hanna Siv Bjarnadóttir, Hulda Sif Ásmundsdóttir, Jói Kjartans, Kári Sverriss, Kata Jóhannesdóttir, Kjartan Hreinsson, K Magnússon, Kristina Pertosiute, Krummi, Laufey Elíasdóttir, Linda Björk Sigurðardóttir, Orri Jóns, Páll Stefánsson, Saga Sig, Sigga Ella, Sigurður Erik, Sissa, Spessi, Stuart Richardson, Sveinn Speight, Vaka Alfreðsdóttir, Valdimar Thorlacius, Viðar Logi og Þórsteinn Sigurðsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Ljósmyndun Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Alda B. Guðjónsdóttir stílisti og Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sissa ljósmyndari, hafa fengið tugi ljósmyndara með sér í lið vegna söfnunar fyrir Kvennaathvarfið. Vildu þær stuðla að aukinni samkennd. Vinkonurnar setja af stað sérstaka netsölu á miðnætti föstudaginn 24. apríl og verður þar hægt að kaupa ljósmyndir frá 48 íslenskum ljósmyndurum til styrktar góðu málefni, þar á meðal Sissu sjálfri. „Eins og allir þá leiðist manni að hanga bara heima. Við Sissa erum góðar vinkonur og fórum að hugsa hvort það væri eitthvað sem við gætum gert, “ segir Alda í samtali við Vísi. „Maður veit að það eru ekki allir sem hafa það jafn gott og hafa heimili sem er í góðu ástandi. Við tókum eftir fréttum að það væri meira um heimilisofbeldi þannig við ákváðum að finna verkefni þannig að við gætum stutt við kvennaathvarfið.“ Alda segir að listafólk um allan heim séu að safna fyrir góð málefni og þeirra framlag var að nota list í baráttuna gegn ofbeldi. Vildu þær því selja ljósmyndir eftir fjölbreyttan hóp listamanna. „Við þekkjum mikinn hóp af ljósmyndurum þannig að það var auðvelt að hafa samband við þá beint." 48 ljósmyndarar taka þátt í söfnuninni. Ein mynd verður til sölu frá hverjum ljósmyndara og allar myndirnar eru í boði í tveimur stærðum, 15x15 eða 10x15 cm. „Allir voru á þessum tímum tilbúnir til þess að standa saman og sýna hvað við getum gert til þess að hjálpa öðrum. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það hvað margir hafa tekið vel í þetta.“ Allar myndir verðlagðar eins Söfnunin stendur yfir í tíu daga og myndirnar verða póstlagðar til kaupenda. „Þetta er hópur af ljósmyndurum sem er á mismunandi stað, sumir eru búnir að vinna sér inn nafn, aðrir eru að koma sér á framfæri og einnig eru nemendur í ljósmyndun. Við ákváðum að setja bara alla undir sama hattinn. Hvert print kostar 10.000 þannig að það er enginn mismunur þar á milli. Það eru bara allir eins, eins og í þessu. Þeir sem veikjast af Covid-19 eru bæði ríkir og fátækir.“ Allar myndirnar prentaðar á sama pappír og verða í númeruðu eintökum. Hámarksupplag hverrar myndar er 100 eintök. „Öll koma númeruð að aftan og þeir ljósmyndarar sem geta komið og skrifað aftan á, gera það. Sumir eru erlendis og komast ekki í það en flestir ætla að reyna það. Svo er þetta bara listagripur sem þú átt, frá þessari seríu. Myndir eru alltaf metnar eftir því í hvaða seríu eða sýningu þær eru. Fyrir þá sem styrkja þetta er þetta annað hvort góð minning að hafa tekið þátt í þessu og líka listaverk á vegg.“ Eitthvað fyrir alla Hver ljósmyndari valdi mynd til þess að nota fyrir þetta verkefni. Fjölbreytnin er mikil og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Við sjáum líka möguleika í þessu. Við erum núna komin með góðan hóp og ef þetta gengur vel, þá kannski seinna meir ef að þörfin er fyrir eitthvað svona átak, að geta tekið upp að nýju og gert eitthvað annað verkefni, svipað þessu. En við ætlum að byrja á þessu og gera það vel.“ Steinþór Rafn Matthíasson hjá Konsept aðstoðaði Öldu og Sissu við framkvæmdina á verkefninu og gerð heimasíðunna. Salan hefst á miðnætti 24. maí næstkomandi á slóðinni www.ljósmyndaskolinn.is og stendur í tíu daga. Allur ágóði af sölunni rennur til Kvennaathvarfsins. Ljósmyndararnir sem taka þátt í verkefninu eru þau Agniezka Sosnowska, Anna Margret Árnadóttir, Anna Maggý, Ari Magg, Atli Már Hafsteinsson, Axel Sigurðarson, Bára Kristjánsdóttir, Berglaug Petra Garðarsdóttir, Bernhard Kristinn, Björn Árnason, Daníel Harðarson, Dóra Dúna, Einar Falur, Elísabet Davíðs, Ellen Inga, Ellli Þór Magnússon, Eva Scram, Friðgeir Helgasson, Gissur Guðjóns, Golli, Guðmundur Ingólfsson, Gulli Már, Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, Hallgerður Hallgríms, Hanna Siv Bjarnadóttir, Hulda Sif Ásmundsdóttir, Jói Kjartans, Kári Sverriss, Kata Jóhannesdóttir, Kjartan Hreinsson, K Magnússon, Kristina Pertosiute, Krummi, Laufey Elíasdóttir, Linda Björk Sigurðardóttir, Orri Jóns, Páll Stefánsson, Saga Sig, Sigga Ella, Sigurður Erik, Sissa, Spessi, Stuart Richardson, Sveinn Speight, Vaka Alfreðsdóttir, Valdimar Thorlacius, Viðar Logi og Þórsteinn Sigurðsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Ljósmyndun Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira