Lífið

Glimmerverkefnið reyndist eitt það erfiðasta hjá Slow Mo Guys

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hefur verið erfitt að taka til eftir þessa tilraun. 
Það hefur verið erfitt að taka til eftir þessa tilraun. 

Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.

Myndbönd þeirra félaga eru ávallt mjög vinsæl á YouTube en að þessu sinni reyndu þeir að gera verkefni myndavélanna eins erfitt fyrir og mögulegt væri.

Það getur reynst erfitt fyrir fullbúnar myndavélar að ná mörgum litum á mynd.

Að þessu sinni sleppa þeir töluverðu magni af glimmeri á hvítt spjald og sjá síðan útkomuna. Báðir telja þeir að verkefnið sé einfaldlega það erfiðasta sem þeir hafa tekið fyrir.

Hér að neðan má sjá útkomuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×