Þjálfari og liðsfélagar „dissuðu“ ákvörðun Ástu um að fara heim Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 23:00 Ásta Júlía Grímsdóttir ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Körfuboltakonan Ásta Júlía Grímsdóttir kveðst afar þakklát mömmu sinni fyrir að hafa ýtt á eftir því að hún legði af stað frá Bandaríkjunum til Íslands áður en samgöngur fóru enn meira úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Ásta Júlía fór í Houston Baptist háskólann síðasta haust og lék körfubolta fyrir hans hönd í vetur eftir að hafa orðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari með Val í fyrra. Hún segir forráðamenn skólans hafa verið lengi að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar og er fegin að vera komin til fjölskyldu sinnar á Íslandi, eftir skrautlegt ferðalag heim. „Þetta var búið að vera í gangi mun lengur á Íslandi en ekki komið upp í Bandaríkjunum alveg strax. Skólinn minn var voða rólegur með þetta allt. Rétt fyrir „spring break“ heyrir mamma mín í mér og spyr hvort ég fari ekki að koma heim, en ég var alveg „af hverju ætti ég að koma heim? Það er ekkert í gangi hér.“ En eftir vorfríið byrjuðu fleiri skólar að flytja sig alveg „online“ og þá ákvað skólinn minn að gera það í tvær vikur og skoða svo málið,“ sagði Ásta Júlía í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Klippa: Sportið í dag: Ásta Júlía um ferðalag sitt frá BNA til Íslands „Maður getur ekkert ákveðið að fara heim í lok mars því að þá eru öll flug hætt og svona, svo mamma var með miklar áhyggjur af að ég myndi bara festast í Bandaríkjunum,“ sagði Ásta Júlía, en hvernig tók skólinn því að hún hygðist fara heim? „Ég flýg af stað heim á miðvikudegi en á mánudeginum talar mamma við þjálfarann og tekur einhvern veginn þessa ákvörðun fyrir mig, að kaupa flug og að ég fari heim. Þá var þjálfarinn minn bara: „Þetta er rugl. Þú ert að fara að koma hingað aftur eftir tvær vikur. Ef að þú ert tilbúin að eyða þessum peningum þá er það bara allt í lagi fyrir þig.“ Hún var rosa mikið að dissa þessa ákvörðun hjá mér að fara heim, og allar í liðinu mínu líka sem eru frá Evrópu og Ástralíu. Daginn eftir sendir svo þjálfarinn á alla foreldra um að kaupa flug strax því allt væri að loka. Þetta breyttist bara með hverjum degi,“ sagði Ásta Júlía. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Bandaríski háskólakörfuboltinn Sportið í dag Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Körfuboltakonan Ásta Júlía Grímsdóttir kveðst afar þakklát mömmu sinni fyrir að hafa ýtt á eftir því að hún legði af stað frá Bandaríkjunum til Íslands áður en samgöngur fóru enn meira úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Ásta Júlía fór í Houston Baptist háskólann síðasta haust og lék körfubolta fyrir hans hönd í vetur eftir að hafa orðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari með Val í fyrra. Hún segir forráðamenn skólans hafa verið lengi að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar og er fegin að vera komin til fjölskyldu sinnar á Íslandi, eftir skrautlegt ferðalag heim. „Þetta var búið að vera í gangi mun lengur á Íslandi en ekki komið upp í Bandaríkjunum alveg strax. Skólinn minn var voða rólegur með þetta allt. Rétt fyrir „spring break“ heyrir mamma mín í mér og spyr hvort ég fari ekki að koma heim, en ég var alveg „af hverju ætti ég að koma heim? Það er ekkert í gangi hér.“ En eftir vorfríið byrjuðu fleiri skólar að flytja sig alveg „online“ og þá ákvað skólinn minn að gera það í tvær vikur og skoða svo málið,“ sagði Ásta Júlía í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Klippa: Sportið í dag: Ásta Júlía um ferðalag sitt frá BNA til Íslands „Maður getur ekkert ákveðið að fara heim í lok mars því að þá eru öll flug hætt og svona, svo mamma var með miklar áhyggjur af að ég myndi bara festast í Bandaríkjunum,“ sagði Ásta Júlía, en hvernig tók skólinn því að hún hygðist fara heim? „Ég flýg af stað heim á miðvikudegi en á mánudeginum talar mamma við þjálfarann og tekur einhvern veginn þessa ákvörðun fyrir mig, að kaupa flug og að ég fari heim. Þá var þjálfarinn minn bara: „Þetta er rugl. Þú ert að fara að koma hingað aftur eftir tvær vikur. Ef að þú ert tilbúin að eyða þessum peningum þá er það bara allt í lagi fyrir þig.“ Hún var rosa mikið að dissa þessa ákvörðun hjá mér að fara heim, og allar í liðinu mínu líka sem eru frá Evrópu og Ástralíu. Daginn eftir sendir svo þjálfarinn á alla foreldra um að kaupa flug strax því allt væri að loka. Þetta breyttist bara með hverjum degi,“ sagði Ásta Júlía. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Bandaríski háskólakörfuboltinn Sportið í dag Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira