Lífið

Lilja fékk Valdimar til að flytja bjartsýnissöng

Sylvía Hall skrifar
Valdimar tók lagið í ráðuneytinu í morgun.
Valdimar tók lagið í ráðuneytinu í morgun. Vísir/Vilhelm

Söngvarinn Valdimar Guðmundsson heimsótti mennta- og menningarmálaráðuneytið í morgun þar sem hann tók lagið Það styttir alltaf upp. Flutningurinn var sérstaklega tileinkaður öllum þeim sem hafa komið að skólahaldi undanfarnar tvær vikur.

„Í lok þessarar annasömu viku langar mig að þakka öllum sem komið hafa að skólahaldi undanfarnar tvær vikur fyrir eljuna, frábær samskipti og samvinnu,“ skrifar Lilja við myndband af flutningnum. Hún hafi því haft samband við Valdimar og beðið hann að flytja bjartsýnissöng.

Lag og texti eru eftir tónlistarmanninn Jón Jónsson og var lagið upprunalega sungið af goðsögninni Ragga Bjarna. 

Hér að neðan má heyra flutninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.