Emil valdi þrjá bestu samherjana á fimmtán ára landsliðsferli sem er ekki lokið Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2020 08:00 Emil Hallfreðsson hefur verið í flestum landsliðshópum Íslands síðustu fimmtán árin og hefur þar af leiðandi leikið með ansi mörgum leikmönnum. vísir/bára Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður til fimmtán ára, var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Emil spjallaði við Ríkharð Óskar Guðnason og fóru þeir yfir víðan völl. Eitt af því verkefni sem Ríkharð bað Emil um að gera var að velja þrjá bestu samherjana úr landsliðinu. Emil lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2005 og hefur enn ekki leikið sinn síðasta landsleik en hann stefnir með liðinu á EM 2021. Fyrsti sem var valinn var Eiður Smári Guðjohnsen. „Ég valdi hann því hann er besti leikmaður fyrr og síðar. Það var gaman að fá að spila með honum og læra af honum og kynnast honum. Hann er klárlega einn af þeim þremur,“ sagði Emil og bætti við að Eiður væri sá besti í sögunni því hann var of ungur fyrir Ásgeir Sigurvinsson. Birkir Bjarnason, herbergisfélagi Emils í landsliðinu, og Gylfi Þór Sigurðsson voru svo síðari tveim sem voru valdir á lista Emils. „Gylfi hefur oft náð að leysa leiki fyrir okkur sem hafa verið snúnir og maður gat ekki sleppt því að hafa hann á listanum. Besti fótboltamaður okkar síðustu ég veit ekki hversu mörg ár.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem Emil fer nánar ofan í kjölinn á þessum þremur leikmönnum. Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu samherjana í landsliðinu Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Sportið í dag Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður til fimmtán ára, var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Emil spjallaði við Ríkharð Óskar Guðnason og fóru þeir yfir víðan völl. Eitt af því verkefni sem Ríkharð bað Emil um að gera var að velja þrjá bestu samherjana úr landsliðinu. Emil lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2005 og hefur enn ekki leikið sinn síðasta landsleik en hann stefnir með liðinu á EM 2021. Fyrsti sem var valinn var Eiður Smári Guðjohnsen. „Ég valdi hann því hann er besti leikmaður fyrr og síðar. Það var gaman að fá að spila með honum og læra af honum og kynnast honum. Hann er klárlega einn af þeim þremur,“ sagði Emil og bætti við að Eiður væri sá besti í sögunni því hann var of ungur fyrir Ásgeir Sigurvinsson. Birkir Bjarnason, herbergisfélagi Emils í landsliðinu, og Gylfi Þór Sigurðsson voru svo síðari tveim sem voru valdir á lista Emils. „Gylfi hefur oft náð að leysa leiki fyrir okkur sem hafa verið snúnir og maður gat ekki sleppt því að hafa hann á listanum. Besti fótboltamaður okkar síðustu ég veit ekki hversu mörg ár.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem Emil fer nánar ofan í kjölinn á þessum þremur leikmönnum. Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu samherjana í landsliðinu Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Sportið í dag Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira