Svíkur bandamenn sína og myndar ríkisstjórn með Netanyahu Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 23:14 Benny Gantz. AP/Sebastian Scheiner Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins og pólitískur andstæðingur Benjamin Netanyahu, þar til í dag, hefur samþykkt að mynda þjóðstjórn í Ísrael með forsætisráðherranum. Þannig er útlit fyrir að endir verði buninn á árslangt óvissutímabil þar sem þrjár kosningar hafa farið fram án þess að skila afgerandi sigurvegara. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Um miðjan mars hét Gantz því að mynda eigin ríkisstjórn, eftir að hann neitaði boði um þjóðstjórn. Sjá einnig: Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Gantz var í dag kjörinn forseti þings Ísrael og tók hann tilboði um þjóðstjórn í kjölfar þess. Hann mun vera þingforseti um skeið og svo utanríkisráðherra. Þá mun Gantz verða forsætisráðherra í september á næsta ári. Þar til mun Netanyahu væntanlega vera forsætisráðherra en það liggur ekki fyrir. Gantz tilkynnti ákvörðun sína eftir að hann var kjörinn forseti þingsins og sagði hann þjóðina þurfa á ríkisstjórn að halda. Ríkisstjórnin mun væntanlega vera með 78 til 79 þingmenn af 120. Bandamenn Gantz í Bláhvíta bandalaginu segja ann hafa svikið þá og kjósendur þeirra. Netanyahu hefur verið ákærður fyri spillingu, mútuþægni og svik og Gantz hafði heitið því að starfa ekki með honum. Netanyahu átti að mæta fyrir dómara í síðustu viku vegna ákæranna gegn honum, í þremur mismunandi málum, en réttarhöldunum var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hann hefur að undanförnu verið sakaður um að grafa undan dómskerfinu til að verja sjálfan sig. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Kórónuveiran veitir okkur ekki rétt til að hverfa frá gildum okkar,“ hefur Times of Israel eftir Yair Lapid leiðtoga flokksins Yesh Atid. „Við lofuðum því að við myndum ekki sitja undir forsætisráðherra sem hefur verið ákærður. Við lofuðum að mynda ekki ríkisstjórn með öfgamönnum og kúgurum. Við sögðumst ekki ætla að leyfa nokkrum manni að grafa undan lýðræði Ísrael.“ Hann sagði einnig að árásir Netanyahu gegn dómskerfi Ísrael hafi aldrei verið umfangsmeiri en nú og Gantz ætli að verðlauna forsætisráðherrann fyrir það. „Þú getur ekki skriðið inn í ríkisstjórn með þessum hætti og sagst hafa gert það með hag þjóðarinnar í huga.“ Ísrael Tengdar fréttir Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins og pólitískur andstæðingur Benjamin Netanyahu, þar til í dag, hefur samþykkt að mynda þjóðstjórn í Ísrael með forsætisráðherranum. Þannig er útlit fyrir að endir verði buninn á árslangt óvissutímabil þar sem þrjár kosningar hafa farið fram án þess að skila afgerandi sigurvegara. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Um miðjan mars hét Gantz því að mynda eigin ríkisstjórn, eftir að hann neitaði boði um þjóðstjórn. Sjá einnig: Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Gantz var í dag kjörinn forseti þings Ísrael og tók hann tilboði um þjóðstjórn í kjölfar þess. Hann mun vera þingforseti um skeið og svo utanríkisráðherra. Þá mun Gantz verða forsætisráðherra í september á næsta ári. Þar til mun Netanyahu væntanlega vera forsætisráðherra en það liggur ekki fyrir. Gantz tilkynnti ákvörðun sína eftir að hann var kjörinn forseti þingsins og sagði hann þjóðina þurfa á ríkisstjórn að halda. Ríkisstjórnin mun væntanlega vera með 78 til 79 þingmenn af 120. Bandamenn Gantz í Bláhvíta bandalaginu segja ann hafa svikið þá og kjósendur þeirra. Netanyahu hefur verið ákærður fyri spillingu, mútuþægni og svik og Gantz hafði heitið því að starfa ekki með honum. Netanyahu átti að mæta fyrir dómara í síðustu viku vegna ákæranna gegn honum, í þremur mismunandi málum, en réttarhöldunum var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hann hefur að undanförnu verið sakaður um að grafa undan dómskerfinu til að verja sjálfan sig. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Kórónuveiran veitir okkur ekki rétt til að hverfa frá gildum okkar,“ hefur Times of Israel eftir Yair Lapid leiðtoga flokksins Yesh Atid. „Við lofuðum því að við myndum ekki sitja undir forsætisráðherra sem hefur verið ákærður. Við lofuðum að mynda ekki ríkisstjórn með öfgamönnum og kúgurum. Við sögðumst ekki ætla að leyfa nokkrum manni að grafa undan lýðræði Ísrael.“ Hann sagði einnig að árásir Netanyahu gegn dómskerfi Ísrael hafi aldrei verið umfangsmeiri en nú og Gantz ætli að verðlauna forsætisráðherrann fyrir það. „Þú getur ekki skriðið inn í ríkisstjórn með þessum hætti og sagst hafa gert það með hag þjóðarinnar í huga.“
Ísrael Tengdar fréttir Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44
Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila