Sportið í dag: „Misgaman að vera fastur á Holtavörðuheiðinni klukkan eitt að nóttu en aldrei hugsað um að hætta“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 19:30 Rögnvaldur Hreiðarsson er einn reynslumesti dómari landsins. vísir/bára Rögnvaldur Hreiðarsson körfuboltadómari dæmdi á dögunum sinn 2000. leik. Rögnvaldur hefur verið einn farsælasti dómari landsins undanfarin ár en hann hefur dæmt á 25 körfuboltatímabilum í röð. Rögnvaldur var á Skype í Sportinu í dag en Kjartan Atli Kjartansson ræddi þar við hárskerann og dómarann sem nú situr auðum höndum heima hjá sér hálfslappur. „Það er góð spurning. Það þarf mikla þrautseigju og ástríðu. Ég elska körfubolta. Punktur. Ég held að það sé með flesta okkar sem eru fæddir í kringum 1968-1969 og svo er ég 1964 sem höfum verið samferða. Við elskum körfubolta,“ sagði Rögnvaldur. „Ég held að það sé grunnurinn. Ef maður er ekki að dæma þá er maður að horfa á körfubolta. Körfubolti er lífið sjálft. Þetta er það sem maður hugsar um daginn út og daginn inn.“ Rögnvaldur var á sínu 25. tímabili er það var blásið af. Hann segir að hann hafi aldrei fengið leið á körfuboltanum. „Maður er alltaf jafn til í þetta. Auðvitað er misgaman að vera fastur á Holtavörðuheiðinni klukkan eitt að nóttu eftir körfuboltaleik. Það gleður engan. Það hefur aldrei komið til sú hugsun að hætta þessu.“ Aðspurður hvort að áhorfendur séu rólegri nú en áður og láti dómaranna minna heyra það svaraði Rögnvaldur: „Þetta er rosa góð spurning. Almennt trúi ég á það að áhorfendur láti okkur heyra það þegar við gerum vitleysur. Það er ólíklegt ef að 700 áhorfendur garga á þig og þú hafðir rétt fyrir þér og þeir rangt.“ „Ég trúi því að við höfum bætt okkur og erum miklu betri en við vorum. Þriggja dómara reglan breytti miklu í því. Almennt held ég að áhorfendurnir séu meðvitaðir um gæði dómgæslunnar. Ég held að við höfum bætt okkur rosa mikið.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Rögnvaldur búinn að dæma 2000 leiki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Rögnvaldur Hreiðarsson körfuboltadómari dæmdi á dögunum sinn 2000. leik. Rögnvaldur hefur verið einn farsælasti dómari landsins undanfarin ár en hann hefur dæmt á 25 körfuboltatímabilum í röð. Rögnvaldur var á Skype í Sportinu í dag en Kjartan Atli Kjartansson ræddi þar við hárskerann og dómarann sem nú situr auðum höndum heima hjá sér hálfslappur. „Það er góð spurning. Það þarf mikla þrautseigju og ástríðu. Ég elska körfubolta. Punktur. Ég held að það sé með flesta okkar sem eru fæddir í kringum 1968-1969 og svo er ég 1964 sem höfum verið samferða. Við elskum körfubolta,“ sagði Rögnvaldur. „Ég held að það sé grunnurinn. Ef maður er ekki að dæma þá er maður að horfa á körfubolta. Körfubolti er lífið sjálft. Þetta er það sem maður hugsar um daginn út og daginn inn.“ Rögnvaldur var á sínu 25. tímabili er það var blásið af. Hann segir að hann hafi aldrei fengið leið á körfuboltanum. „Maður er alltaf jafn til í þetta. Auðvitað er misgaman að vera fastur á Holtavörðuheiðinni klukkan eitt að nóttu eftir körfuboltaleik. Það gleður engan. Það hefur aldrei komið til sú hugsun að hætta þessu.“ Aðspurður hvort að áhorfendur séu rólegri nú en áður og láti dómaranna minna heyra það svaraði Rögnvaldur: „Þetta er rosa góð spurning. Almennt trúi ég á það að áhorfendur láti okkur heyra það þegar við gerum vitleysur. Það er ólíklegt ef að 700 áhorfendur garga á þig og þú hafðir rétt fyrir þér og þeir rangt.“ „Ég trúi því að við höfum bætt okkur og erum miklu betri en við vorum. Þriggja dómara reglan breytti miklu í því. Almennt held ég að áhorfendurnir séu meðvitaðir um gæði dómgæslunnar. Ég held að við höfum bætt okkur rosa mikið.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Rögnvaldur búinn að dæma 2000 leiki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira