Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 18:00 Hlynur Bæringsson og Ágúst Angantýsson lyfta bikarmeistaratitlinum fyrr í vetur. Vísir/Daníel Stjörnumenn hafa stofnað viðburð um miðjan næsta mánuð undir heitinu: Sláum „aðsóknarmetið“ en þetta er styrktarleikur körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Stjarnan er deildarmeistari annað árið í röð og vann einnig bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Garðbæingar hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar og þurft að bíða í eitt ár í viðbót til að breyta því. Það er ljóst á öllu að félög eru að reyna að hugsa út fyrir kassann og það má sjá á þessari sniðugu hugmynd Stjörnumanna. Nú er bara að sjá hvernig stuðningsmenn liðsins taka í þetta. „15. apríl næstkomandi ætlar meistaraflokkur karla í körfubolta, með ykkar hjálp, að slá „aðsóknarmetið“ í Mathús Garðabæjarhöllinni. Þetta verður „leikur“ sem ekki fer fram til styrktar deildinni og því öfluga starfi sem þar fer fram,“ segir í kynningu á viðburðinum inn á Tix.is. Stjörnuliðið ætlaði sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár en það verður ekkert að henni vegna kórónuveirunnar. Þetta þýðir eins og hjá öðrum félögum að Stjarnan hefur orðið fyrir miklum tekjumissi. „Það var alla farið að hlakka til úrslitakeppninnar sem verður svo ekki. Það hefur gífurleg áhrif á fjárhag deildarinnar enda er úrslitakeppnin langstærsta tekjulind ársins. Þetta leggst sérstaklega þungt á gjaldkerann og þessi „leikur“ er ekki síst fyrir hann,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Stjörnumenn stefna á að selja meira en fimmtán hundruð miða á leikinn en það hefur bara einu sinni gerst að fimmtán hundruð mann hafi komið á körfuboltaleik í Ásgarði og það var leikur fjögur í lokaúrslitum á móti Grindavík vorið 2013. „Þetta met ætlum við að slá með ykkar hjálp. Það var geggjað gaman, frábær mæting og sturluð stemming í vetur og okkur langar að upplifa það aftur á næsta tímabili en til þess þá þurfum við ykkar hjálp. Athugið að með því að kaupa hér miða ertu eingöngu að kaupa til að styrkja - þú færð ekki aðgöngumiða á neinn viðburð,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira
Stjörnumenn hafa stofnað viðburð um miðjan næsta mánuð undir heitinu: Sláum „aðsóknarmetið“ en þetta er styrktarleikur körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Stjarnan er deildarmeistari annað árið í röð og vann einnig bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Garðbæingar hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar og þurft að bíða í eitt ár í viðbót til að breyta því. Það er ljóst á öllu að félög eru að reyna að hugsa út fyrir kassann og það má sjá á þessari sniðugu hugmynd Stjörnumanna. Nú er bara að sjá hvernig stuðningsmenn liðsins taka í þetta. „15. apríl næstkomandi ætlar meistaraflokkur karla í körfubolta, með ykkar hjálp, að slá „aðsóknarmetið“ í Mathús Garðabæjarhöllinni. Þetta verður „leikur“ sem ekki fer fram til styrktar deildinni og því öfluga starfi sem þar fer fram,“ segir í kynningu á viðburðinum inn á Tix.is. Stjörnuliðið ætlaði sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár en það verður ekkert að henni vegna kórónuveirunnar. Þetta þýðir eins og hjá öðrum félögum að Stjarnan hefur orðið fyrir miklum tekjumissi. „Það var alla farið að hlakka til úrslitakeppninnar sem verður svo ekki. Það hefur gífurleg áhrif á fjárhag deildarinnar enda er úrslitakeppnin langstærsta tekjulind ársins. Þetta leggst sérstaklega þungt á gjaldkerann og þessi „leikur“ er ekki síst fyrir hann,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Stjörnumenn stefna á að selja meira en fimmtán hundruð miða á leikinn en það hefur bara einu sinni gerst að fimmtán hundruð mann hafi komið á körfuboltaleik í Ásgarði og það var leikur fjögur í lokaúrslitum á móti Grindavík vorið 2013. „Þetta met ætlum við að slá með ykkar hjálp. Það var geggjað gaman, frábær mæting og sturluð stemming í vetur og okkur langar að upplifa það aftur á næsta tímabili en til þess þá þurfum við ykkar hjálp. Athugið að með því að kaupa hér miða ertu eingöngu að kaupa til að styrkja - þú færð ekki aðgöngumiða á neinn viðburð,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira