Fótbolti

Figo baunar á Real vegna Haaland

Sindri Sverrisson skrifar
Erling Braut Haaland sló strax í gegn hjá Dortmund.
Erling Braut Haaland sló strax í gegn hjá Dortmund. vísir/epa

Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Luis Figo gangrýnir sína gömlu vinnuveitendur hjá Real Madrid fyrir að hafa sofið á verðinum og ekki tryggt sér krafta norska ungstirnisins Erling Braut Haaland í janúar.

Haaland var orðaður við Real Madrid og Manchester United en það var þýska félagið Dortmund sem krækti í markahrókinn unga. Félagið þurfti aðeins að greiða 20 milljónir evra til Red Bull Salzburg vegna klásúlu í samningi Norðmannsins við austurríska félagið. Eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Salzburg, til að mynda í Meistaradeild Evrópu, hélt Haaland því áfram frá fyrsta leik í Þýskalandi. Figo er ekki nógu ánægður með þá sem sjá um leikmannakaupin hjá Real Madrid:

„Hann er orðinn dýr leikmaður núna. Hann hefur skorað helling af mörkum og honum eru ætlaðir stærri hlutir. En Real Madrid hefði átt að kaupa hann áður en að hann fór til Dortmund. Þetta snýst um að kunna að finna rétta leikmenn!“ sagði Figo í viðtali við Movistar+.

Tveir áratugir eru nú liðnir síðan að Figo gekk sjálfur í raðir Real Madrid en vistaskiptin voru ansi umdeild, enda kom hann frá erkifjendunum í Barcelona sem áttu erfitt með að fyrirgefa Portúgalanum.

Luis Figo dregur hér Ísland upp úr skálinni þegar dregið var í Þjóðadeild UEFA 3. mars.VÍSIR/GETTY

Tengdar fréttir

PSG aðvarað fyrir að gera grín að Haaland

Leikmenn PSG gerðu grín á kostnað Erling Braut Haaland í sigri sínum á Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Grínið féll illa í kramið hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu.

Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu

Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×