Jafnrétti ekki náð fyrr en vanhæfar konur ná sama frama og vanhæfir karlmenn Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2020 11:31 Björg Magnúsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. vísir/vilhelm Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg segir að það séu gerðar meiri og öðruvísi kröfur á konur í fjölmiðlum. „Það er enginn að fara segja mér það að það séu hundrað prósent jöfn tækifæri og jafn auðvelt fyrir konur að skara fram úr eins og það er fyrir karlana,“ segir Björg og heldur áfram. „Við fáum öðruvísi athugasemdir og oft er það eitthvað útlitstengt og hvað við séum með háar og skrækar pirrandi raddir. Ég er að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna Bandaríkjunum núna í nóvember og það meikar ekkert sens að það hafi enginn kona verið forseti, enginn kona verið varaforseti Bandaríkjanna.“ Björg bendir samt sem áður á að hér á Íslandi séum við nokkuð framarlega í þessum málefnum. „Þú sérð samt færri konur eldast í íslenskum fjölmiðlum eins og karlana. Maður sér oft fyrirkomulag í þáttum, sem ég hef alveg lent í, að það er ein ung og hress kona og svo eldri gáfaður maður sem er kannski á aðeins hærri launum. Ef þú gerir ekki neitt í þessu og pælir ekkert í þessu þá raða karlar sér bæði allsstaðar í framlínunni og eru miklu fleiri viðmælendur heldur en kvenviðmælendur. Ég hef ekki upplifað það að mér sé haldið niðri eða ekki hlustað á mig því ég er kona en ég er líka ógeðslega dugleg að láta í mér heyra og hef alveg lært það með árunum. Það er stundum sagt að fullu jafnrétti verður ekki náð fyrr en vanhæfar konur eru jafn mikið í framlínu og vanhæfir karlar. Við eigum ansi langt í land hvað það varðar.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira. Einkalífið Jafnréttismál Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg segir að það séu gerðar meiri og öðruvísi kröfur á konur í fjölmiðlum. „Það er enginn að fara segja mér það að það séu hundrað prósent jöfn tækifæri og jafn auðvelt fyrir konur að skara fram úr eins og það er fyrir karlana,“ segir Björg og heldur áfram. „Við fáum öðruvísi athugasemdir og oft er það eitthvað útlitstengt og hvað við séum með háar og skrækar pirrandi raddir. Ég er að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna Bandaríkjunum núna í nóvember og það meikar ekkert sens að það hafi enginn kona verið forseti, enginn kona verið varaforseti Bandaríkjanna.“ Björg bendir samt sem áður á að hér á Íslandi séum við nokkuð framarlega í þessum málefnum. „Þú sérð samt færri konur eldast í íslenskum fjölmiðlum eins og karlana. Maður sér oft fyrirkomulag í þáttum, sem ég hef alveg lent í, að það er ein ung og hress kona og svo eldri gáfaður maður sem er kannski á aðeins hærri launum. Ef þú gerir ekki neitt í þessu og pælir ekkert í þessu þá raða karlar sér bæði allsstaðar í framlínunni og eru miklu fleiri viðmælendur heldur en kvenviðmælendur. Ég hef ekki upplifað það að mér sé haldið niðri eða ekki hlustað á mig því ég er kona en ég er líka ógeðslega dugleg að láta í mér heyra og hef alveg lært það með árunum. Það er stundum sagt að fullu jafnrétti verður ekki náð fyrr en vanhæfar konur eru jafn mikið í framlínu og vanhæfir karlar. Við eigum ansi langt í land hvað það varðar.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira.
Einkalífið Jafnréttismál Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32
Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15