Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. mars 2020 22:00 Haukur Helgi í viðtalinu í dag. Hann talaði frá Rússlandi þar sem hann hefur leikið í tæplega ár. vísir/skjáskot Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. Haukur Helgi og félagar spiluðu leik 7. mars gegn Mónakó í EuroCup en síðan þá hefur deildinni verið frestað. Að minnsta kosti þangað til 10. apríl. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í Sportið í dag þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Hauk sem er í hálfgerðu sóttkví í Rússlandi án kærustu og barns. „Þetta er öðruvísi. Ég hlakkaði mjög til að fá stelpurnar mínar aftur til mín svo þetta er öðruvísi. Við erum í sóttkví. Við förum á æfingu í einn og hálfan tíma og svo er beðið okkur um að vera ekki að fara út að borða né hittast utan körfuboltans,“ sagði Haukur. Klippa: Sportið í dag: Haukur Helgi frá Rússlandi Hann segir þó að liðið sé í hálfgerðu sóttkví þá eru menn ekkert hættir að æfa. „Við förum á æfingu og förum svo aftur heim. Þetta verður frekar einmanalegt og erfitt. Það er ekkert hægt að gera núna svo maður tekur þetta á kassann og vonast til að fá svör. Óvissan er verst.“ „Að þurfa bíða til 10. apríl til að fá svör frá alþjóðakörfuboltasambandinu og svo fjórum dögum síðar með EuroCup. Það var lið sem dró sig úr keppni núna frá Eistlandi. Maður veit ekki alveg hvað gerist og það er óþægilegast.“ Haukur sér fram til þess tíma að það komi einhver svör en segir skiljanlegt að félagið hleypi sér og öðrum leikmönnum ekki út úr landinu. „Það eru þrjár vikur í að það komi einhver svör og maður skilur félagið líka að vilja halda áfram og þeir eru með sín markmið. Þeir vilja ekkert hleypa fólki heim því þeir vita að þú þarft að fara í sóttkví þar og svo aftur þegar þú kemur til baka.“ „Þá missir þú rosalegan tíma af æfingum ef að þeir myndu ákveða að við myndum halda áfram. Þeir bíða eftir svörum frá embættinu hvað þeir eiga að gera. Þetta er erfið staða fyrir félögin líka. Það er þessi endalausa óvissa sem er óþægilegust,“ sagði Haukur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. Haukur Helgi og félagar spiluðu leik 7. mars gegn Mónakó í EuroCup en síðan þá hefur deildinni verið frestað. Að minnsta kosti þangað til 10. apríl. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í Sportið í dag þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Hauk sem er í hálfgerðu sóttkví í Rússlandi án kærustu og barns. „Þetta er öðruvísi. Ég hlakkaði mjög til að fá stelpurnar mínar aftur til mín svo þetta er öðruvísi. Við erum í sóttkví. Við förum á æfingu í einn og hálfan tíma og svo er beðið okkur um að vera ekki að fara út að borða né hittast utan körfuboltans,“ sagði Haukur. Klippa: Sportið í dag: Haukur Helgi frá Rússlandi Hann segir þó að liðið sé í hálfgerðu sóttkví þá eru menn ekkert hættir að æfa. „Við förum á æfingu og förum svo aftur heim. Þetta verður frekar einmanalegt og erfitt. Það er ekkert hægt að gera núna svo maður tekur þetta á kassann og vonast til að fá svör. Óvissan er verst.“ „Að þurfa bíða til 10. apríl til að fá svör frá alþjóðakörfuboltasambandinu og svo fjórum dögum síðar með EuroCup. Það var lið sem dró sig úr keppni núna frá Eistlandi. Maður veit ekki alveg hvað gerist og það er óþægilegast.“ Haukur sér fram til þess tíma að það komi einhver svör en segir skiljanlegt að félagið hleypi sér og öðrum leikmönnum ekki út úr landinu. „Það eru þrjár vikur í að það komi einhver svör og maður skilur félagið líka að vilja halda áfram og þeir eru með sín markmið. Þeir vilja ekkert hleypa fólki heim því þeir vita að þú þarft að fara í sóttkví þar og svo aftur þegar þú kemur til baka.“ „Þá missir þú rosalegan tíma af æfingum ef að þeir myndu ákveða að við myndum halda áfram. Þeir bíða eftir svörum frá embættinu hvað þeir eiga að gera. Þetta er erfið staða fyrir félögin líka. Það er þessi endalausa óvissa sem er óþægilegust,“ sagði Haukur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira