Lífið

Jón Jónsson rifjar upp þegar hann upplifði sanna ástarsorg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Jónsson hefur verið að flytja lög eftir sig síðustu daga á Instagram. 
Jón Jónsson hefur verið að flytja lög eftir sig síðustu daga á Instagram. 

„Síðsumars 2005 hættum við Hafdís Björk saman um tíma og ég fékk að upplifa sanna ástarsorg. Stuttu síðar kom lagið To her til mín. Ég í raun var jafnlengi að semja það og lagið er langt. Svona getur tónlistin verið góður sálfræðingur,“ skrifar tónlistarmaðurinn Jón Jónsson í færslu á Instagram og birtir í leiðinni myndband af upptöku af þessu fallega ástarlagi sem hann samdi til eiginkonu sinnar.

Jón og Hafdís eru í dag gift og eiga saman þrjú börn.

„Annar góður sálfræðingur er elskulegur vinur minn Kristján Sturla.... eftir að við tókum upp lagið heima í herberginu hans ætlaði ég að brenna það hið snarasta á disk og bruna með það heim til Hafdísar. Fannst það brilliant hugmynd! En þökk sé Kristjáni varð ekkert úr því. Ætli það sé ekki þess vegna sem við Hafdís erum hjón í dag?“

Hér að neðan má hlusta á Jón taka þetta einstaka lag.

Árið 2012 var nærmynd af Jóni Jónssyni í Íslandi í dag og má horfa á það innslag hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.