Fátt er svo með öllu illt Ragga Nagli skrifar 20. mars 2020 17:00 Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar um heilsu hér á Vísi. Vísir/Vilhelm „Nóg af líkkistum til í landinu“ „Skelfingarástand í Ítalíu“ „Fleiri smitast“ garga fyrirsagnir netmiðla á okkur. Fólk að berjast um síðustu klósettpappírsrúlluna í Costco. Hríslast um skrokkinn ótti. Áhyggjur. Kvíði. Streita. Óvissan er óþægileg. Hvað ef mamma smitast?. Hvað ef ég smitast? Hvað ef börnin mín smitast? Hvað ef ég missi vinnuna? Hvað ef það verður algjört útgöngubann? Hvað ef það kemur kreppa eftir kórónu? Við megum ekki hitta okkar nánustu. Ekki fara í partý. Ekki fara út að borða. Ekki á fyrirlestra. Ekki á tónleika. Nú reynir verulega á extróverta heimsins. Mannskepnan er félagsvera en WHO skilgreinir félagslega einangrun sem versta form af refsingu. Við megum ekki heilsast eða kveðja með faðmi sem er erfitt fyrir okkur sem erum knúsarar. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Erfiðleikar ala af sér lærdóm. Þróun á nýja tækni. Nýjan hugsunarhátt. Nýja hegðun. Nýjan lærdóm Móðir Jörð greip í handbremsuna og neyddi okkur út úr gegndarlausri neyslu og dúndrandi stressi og skipar okkur að skipta niður í fyrsta gír. Nú er fólk farið aftur til fortíðar. Ger og hveiti er uppselt í Kaupmannahöfn því allir eru farnir að baka sitt eigið brauð. Við erum að nýta okkur tæknina. Við erum ekki að keyra, fljúga, sigla, og menga þannig Móður Jörð. Þáttastjórnendur eru að taka upp í bílskúrnum Kóróna gerir ekki uppá milli kynþátta, stétta, trúarbragða, húðlitar eða starfstitils. Á samfélagsmiðlum poppa upp síður sem bjóða aðstoð og samhjálp eins og ormar eftir rigningu. Unglingar að bjóðast til að passa fyrir nágrannann. Fólk að fara út í búð fyrir nágrannann í sóttkví. Heimaæfingar Fólk er að eyða meiri tíma með sínum nánustu sem oft situr á hakanum í amstri dagsins. Mömmur úti með dóttur sinni að spila körfubolta. Foreldrar á leikvellinum með börnunum sínum. Fjölskyldur í skógarferðum. Systkini að spila á kvöldin. Fólk er að vinna heima með börnin í heimanámi í stofunni og kynnast börnunum sínum betur. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Líkamsræktarstöðvar lokaðar svo nú þarf fólk að hugsa út fyrir loftkælda líkamsræktarstöð til að hrista skankana. Fólk hittist (ekki fleiri en 10 samt) með það æfingadót sem þeir eiga heima og æfa saman undir beru lofti. Innrétta bílskúrinn, geymsluna, aukaherbergið með æfingagræjum til að hamast heima við. Ragga segir að í Danmörku þar sem hún býr sé nánast allt lokað.Vísir/Vilhelm Borgin er smekkfull af hlaupurum og almenningsgarðar eru eins og að vera staddur í miðju Landsbankahlaupi. Í Danmörku eru leikhús, bíó, veitingahús, bókasöfn, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar allt lok lok og læs og allt í stáli. Við erum að spara pening með að búa til okkar eigin afþreyingu. Við erum að lesa bækur. Púsla. Fara í göngutúra. Lita. Við erum að syngja af svölunum. Við spörum líka aura með að elda meira heima. Við erum þannig að kynnast fleiri kryddum úr kryddhillunni. Við erum að koma hlutum af to-do listanum í verk. Setja upp ljósið í svefnherberginu og mála eldhúsið. Við erum öll að ganga í gegnum það sama svo samhugur og samfélagsleg ábyrgð hefur eflst hjá okkur. Fólk býðst til að fara út í búð fyrir hvert annað. Fólk sýnir samhug með að syngja saman á svölunum. Sem þýðir að við erum að tengjast fólkinu okkar á dýpra plani. Landamæri eru lokuð en ekki landamæri netsins. Þráin eftir samskiptum þýðir að við erum að hringja oftar í vini og vandamenn sem oft gleymist þegar allt er á fullu í eðlilegum hversdegi. Við erum að Facetime-a meira, senda fleiri sms, skilaboð og Snapchat. Ekki kjaftur er á götunum. Fleiri vinna heima sem þýðir að umferðin eins og á föstudaginn langa. Og því minni mengun. Meira að segja síkin í Feneyjum hafa tekið á sig nýjan lit eftir að ferðamönnunum fækkaði. Virkir í athugasemdum eru ekki að níða skóinn hver af öðrum fyrir pólitískar skoðanir, trúarbrögð, líkamsstærð eða kynhneigð. Við erum öll að ganga í gegnum það sama. Við erum öll í sama stríðinu að berjast við sameiginlegan óvin og það sameinar okkur. Við erum öll að spila sama leikinn og þurfum öll að fara eftir sömu reglunum. Hvort sem við erum í Suður Afríku eða á Grænlandi. Að vera heima. Að þvo okkur um hendurnar. Að spritta upp úr og niður úr. Að takmarka samneyti við aðra. Við komum út hinum megin vonandi búin að læra að meta hvað skiptir máli í lífinu og fullnægir okkur sem manneskjur. Að vera í félagslegum samskiptum og eyða meiri tíma með sínum nánustu. Að vera í rólegheitum. Að við þurfum ekki alla þessa neyslu Þurfum ekki alla þessa keyrslu Það þarf ekki allt að vera í blússandi botni alla daga. Við komum út með meiri samkennd, meiri samstöðu, meiri skilning á hvert öðru og meiri virðingu fyrir náttúrunni og vanmætti okkar gegn henni. Heilsa Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ketó og kolvetni Ragnhildur Þórðardóttir skrifar heilsupistla fyrir Lífið. Ragga Nagli starfar sem þjálfari og sálfræðingur. 11. mars 2020 15:00 Svefn er streitubani og kvíðaeyðir Ragga nagli er nýr pistlahöfundur á Vísi. 5. mars 2020 11:10 „Við viljum alls ekki líta út eins og aumingjar“ Ragnhildur Þórðardóttir segir að steitan sé að keyra alltof marga í kaf og ræna þá lífshamingjunni. 25. febrúar 2020 20:00 Appelsínugul viðvörun Ragga nagli er nýr pistlahöfundur á Lífinu á Vísi. 25. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
„Nóg af líkkistum til í landinu“ „Skelfingarástand í Ítalíu“ „Fleiri smitast“ garga fyrirsagnir netmiðla á okkur. Fólk að berjast um síðustu klósettpappírsrúlluna í Costco. Hríslast um skrokkinn ótti. Áhyggjur. Kvíði. Streita. Óvissan er óþægileg. Hvað ef mamma smitast?. Hvað ef ég smitast? Hvað ef börnin mín smitast? Hvað ef ég missi vinnuna? Hvað ef það verður algjört útgöngubann? Hvað ef það kemur kreppa eftir kórónu? Við megum ekki hitta okkar nánustu. Ekki fara í partý. Ekki fara út að borða. Ekki á fyrirlestra. Ekki á tónleika. Nú reynir verulega á extróverta heimsins. Mannskepnan er félagsvera en WHO skilgreinir félagslega einangrun sem versta form af refsingu. Við megum ekki heilsast eða kveðja með faðmi sem er erfitt fyrir okkur sem erum knúsarar. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Erfiðleikar ala af sér lærdóm. Þróun á nýja tækni. Nýjan hugsunarhátt. Nýja hegðun. Nýjan lærdóm Móðir Jörð greip í handbremsuna og neyddi okkur út úr gegndarlausri neyslu og dúndrandi stressi og skipar okkur að skipta niður í fyrsta gír. Nú er fólk farið aftur til fortíðar. Ger og hveiti er uppselt í Kaupmannahöfn því allir eru farnir að baka sitt eigið brauð. Við erum að nýta okkur tæknina. Við erum ekki að keyra, fljúga, sigla, og menga þannig Móður Jörð. Þáttastjórnendur eru að taka upp í bílskúrnum Kóróna gerir ekki uppá milli kynþátta, stétta, trúarbragða, húðlitar eða starfstitils. Á samfélagsmiðlum poppa upp síður sem bjóða aðstoð og samhjálp eins og ormar eftir rigningu. Unglingar að bjóðast til að passa fyrir nágrannann. Fólk að fara út í búð fyrir nágrannann í sóttkví. Heimaæfingar Fólk er að eyða meiri tíma með sínum nánustu sem oft situr á hakanum í amstri dagsins. Mömmur úti með dóttur sinni að spila körfubolta. Foreldrar á leikvellinum með börnunum sínum. Fjölskyldur í skógarferðum. Systkini að spila á kvöldin. Fólk er að vinna heima með börnin í heimanámi í stofunni og kynnast börnunum sínum betur. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Líkamsræktarstöðvar lokaðar svo nú þarf fólk að hugsa út fyrir loftkælda líkamsræktarstöð til að hrista skankana. Fólk hittist (ekki fleiri en 10 samt) með það æfingadót sem þeir eiga heima og æfa saman undir beru lofti. Innrétta bílskúrinn, geymsluna, aukaherbergið með æfingagræjum til að hamast heima við. Ragga segir að í Danmörku þar sem hún býr sé nánast allt lokað.Vísir/Vilhelm Borgin er smekkfull af hlaupurum og almenningsgarðar eru eins og að vera staddur í miðju Landsbankahlaupi. Í Danmörku eru leikhús, bíó, veitingahús, bókasöfn, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar allt lok lok og læs og allt í stáli. Við erum að spara pening með að búa til okkar eigin afþreyingu. Við erum að lesa bækur. Púsla. Fara í göngutúra. Lita. Við erum að syngja af svölunum. Við spörum líka aura með að elda meira heima. Við erum þannig að kynnast fleiri kryddum úr kryddhillunni. Við erum að koma hlutum af to-do listanum í verk. Setja upp ljósið í svefnherberginu og mála eldhúsið. Við erum öll að ganga í gegnum það sama svo samhugur og samfélagsleg ábyrgð hefur eflst hjá okkur. Fólk býðst til að fara út í búð fyrir hvert annað. Fólk sýnir samhug með að syngja saman á svölunum. Sem þýðir að við erum að tengjast fólkinu okkar á dýpra plani. Landamæri eru lokuð en ekki landamæri netsins. Þráin eftir samskiptum þýðir að við erum að hringja oftar í vini og vandamenn sem oft gleymist þegar allt er á fullu í eðlilegum hversdegi. Við erum að Facetime-a meira, senda fleiri sms, skilaboð og Snapchat. Ekki kjaftur er á götunum. Fleiri vinna heima sem þýðir að umferðin eins og á föstudaginn langa. Og því minni mengun. Meira að segja síkin í Feneyjum hafa tekið á sig nýjan lit eftir að ferðamönnunum fækkaði. Virkir í athugasemdum eru ekki að níða skóinn hver af öðrum fyrir pólitískar skoðanir, trúarbrögð, líkamsstærð eða kynhneigð. Við erum öll að ganga í gegnum það sama. Við erum öll í sama stríðinu að berjast við sameiginlegan óvin og það sameinar okkur. Við erum öll að spila sama leikinn og þurfum öll að fara eftir sömu reglunum. Hvort sem við erum í Suður Afríku eða á Grænlandi. Að vera heima. Að þvo okkur um hendurnar. Að spritta upp úr og niður úr. Að takmarka samneyti við aðra. Við komum út hinum megin vonandi búin að læra að meta hvað skiptir máli í lífinu og fullnægir okkur sem manneskjur. Að vera í félagslegum samskiptum og eyða meiri tíma með sínum nánustu. Að vera í rólegheitum. Að við þurfum ekki alla þessa neyslu Þurfum ekki alla þessa keyrslu Það þarf ekki allt að vera í blússandi botni alla daga. Við komum út með meiri samkennd, meiri samstöðu, meiri skilning á hvert öðru og meiri virðingu fyrir náttúrunni og vanmætti okkar gegn henni.
Heilsa Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ketó og kolvetni Ragnhildur Þórðardóttir skrifar heilsupistla fyrir Lífið. Ragga Nagli starfar sem þjálfari og sálfræðingur. 11. mars 2020 15:00 Svefn er streitubani og kvíðaeyðir Ragga nagli er nýr pistlahöfundur á Vísi. 5. mars 2020 11:10 „Við viljum alls ekki líta út eins og aumingjar“ Ragnhildur Þórðardóttir segir að steitan sé að keyra alltof marga í kaf og ræna þá lífshamingjunni. 25. febrúar 2020 20:00 Appelsínugul viðvörun Ragga nagli er nýr pistlahöfundur á Lífinu á Vísi. 25. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Ketó og kolvetni Ragnhildur Þórðardóttir skrifar heilsupistla fyrir Lífið. Ragga Nagli starfar sem þjálfari og sálfræðingur. 11. mars 2020 15:00
„Við viljum alls ekki líta út eins og aumingjar“ Ragnhildur Þórðardóttir segir að steitan sé að keyra alltof marga í kaf og ræna þá lífshamingjunni. 25. febrúar 2020 20:00