Leikmenn í La Liga keppa í FIFA leiknum á PlayStation Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 16:30 Sergi Roberto keppir fyrir hönd Barcelona og mun örugglega reyna að nýta sér tölvuútgáfuna af Lionel Messi. Getty/Xavier Bonilla Spænska deildin hefur nú fundið leið til að halda keppni, safna pening fyrir hjálparsamtök og hjálpa um leið aðdáendum liðanna að fá smá fótbolta glaðning á erfiðum tímum. Einn leikmaður frá hverju liði í spænsku deildinni mun taka þátt í nýrri keppni í FIFA leiknum á PlayStation en hún er sett á laggirnar í fjáröflunarskyni fyrir heilbrigðiskerfið á Spáni. Marco Asensio, Sergi Roberto og Adnan Januzaj eru meðal þekktra knattspyrnumanna sem taka þátt í þessari keppni. Keppnin um spænska meistaratitil LA Liga félaganna í FIFA leiknum á PlayStation mun fara fram í dag, á morgun og á sunnudaginn. Tuttugu lið eiga sinn fulltrúa og á sunnudaginn mun síðan standa upp einn sigurvegari í keppninni. Það voru margir leikmenn sem vildu keppa fyrir hönd síns félags og þurftu Real Madrid mennirnir Thibaut Courtois, Marco Asensio og Dani Carvajal þannig að fara í undankeppni til að finna út hver kæmi fram fyrir hönd Real Madrid í þessari keppni. Keppnin verður í beinni á netinu og þekktir íþróttalýsendur á Spáni munu hjálpa til að lífga upp á keppnina fyrir áhorfendur. Það má segja að þessi hugmynd hafi fæðst þegar Borja Iglesias hjá Real Betis og Sergio Reguilón hjá Sevilla kepptu við hvorn annan á netinu á sunnudaginn var. Llanos sendi leikinn út og um 62 þúsund manns horfðu. Jose Martinez @marcoasensio10 @adnanjanuzaj @marcosllorente @SergiRoberto10 There's no football right now, but ALL 20 clubs will compete in the #LaLigaSantanderChallenge with @IbaiLlanos! Action starts tomorrow at 7pm CET. — LaLiga English (@LaLigaEN) March 19, 2020 Real Betis vann leikinn 6-5 og Borja Iglesias sá til þess að tölvuútgáfan af honum sjálfum skoraði þrennu í leiknum. La Liga fór í kjölfarið af stað og náði að skipuleggja sína eigin keppni með öllum liðum deildarinnar. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta kemur út en það má um leið búast við fleiri slíkum landskeppnum og jafnvel Evrópukeppnum á næstunni á meðan fótboltamenn mega ekki spila fótbolta. Spænski boltinn Rafíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Spænska deildin hefur nú fundið leið til að halda keppni, safna pening fyrir hjálparsamtök og hjálpa um leið aðdáendum liðanna að fá smá fótbolta glaðning á erfiðum tímum. Einn leikmaður frá hverju liði í spænsku deildinni mun taka þátt í nýrri keppni í FIFA leiknum á PlayStation en hún er sett á laggirnar í fjáröflunarskyni fyrir heilbrigðiskerfið á Spáni. Marco Asensio, Sergi Roberto og Adnan Januzaj eru meðal þekktra knattspyrnumanna sem taka þátt í þessari keppni. Keppnin um spænska meistaratitil LA Liga félaganna í FIFA leiknum á PlayStation mun fara fram í dag, á morgun og á sunnudaginn. Tuttugu lið eiga sinn fulltrúa og á sunnudaginn mun síðan standa upp einn sigurvegari í keppninni. Það voru margir leikmenn sem vildu keppa fyrir hönd síns félags og þurftu Real Madrid mennirnir Thibaut Courtois, Marco Asensio og Dani Carvajal þannig að fara í undankeppni til að finna út hver kæmi fram fyrir hönd Real Madrid í þessari keppni. Keppnin verður í beinni á netinu og þekktir íþróttalýsendur á Spáni munu hjálpa til að lífga upp á keppnina fyrir áhorfendur. Það má segja að þessi hugmynd hafi fæðst þegar Borja Iglesias hjá Real Betis og Sergio Reguilón hjá Sevilla kepptu við hvorn annan á netinu á sunnudaginn var. Llanos sendi leikinn út og um 62 þúsund manns horfðu. Jose Martinez @marcoasensio10 @adnanjanuzaj @marcosllorente @SergiRoberto10 There's no football right now, but ALL 20 clubs will compete in the #LaLigaSantanderChallenge with @IbaiLlanos! Action starts tomorrow at 7pm CET. — LaLiga English (@LaLigaEN) March 19, 2020 Real Betis vann leikinn 6-5 og Borja Iglesias sá til þess að tölvuútgáfan af honum sjálfum skoraði þrennu í leiknum. La Liga fór í kjölfarið af stað og náði að skipuleggja sína eigin keppni með öllum liðum deildarinnar. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta kemur út en það má um leið búast við fleiri slíkum landskeppnum og jafnvel Evrópukeppnum á næstunni á meðan fótboltamenn mega ekki spila fótbolta.
Spænski boltinn Rafíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira