Var farinn að vona að Eurovison yrði frestað Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2020 12:15 Daði var á línunni frá Berlín í morgun. „Við vorum búin að gera okkur grein fyrir því að þetta væri svolítill möguleiki enda var búið að tala nokkuð mikið um þetta,“ segir Daði Frey í samtali við þá Gulla Helga og Heimi Karlsson í Bítinu í morgun. Þá var hann staddur í Berlín þar sem hann býr ásamt eiginkonu og barni. Í gær kom í ljós að búið væri að aflýsa Eurovision og því fer Daði Freyr og Gagnamagnið ekki út fyrir Íslands hönd til að flytja lagið Think about things í Rotterdam. „Maður var í raun meira að vona að keppninni yrði frestað en þetta er bara eins og það er og ekki stærsta vandamálið í heiminum í dag og ég er að koma frekar vel út úr þessu.“ Daða var spáð mjög góðu gengi í keppninni í ár og var á tíma spáð sigri samkvæmt veðbönkum. Keppnin verður haldin í Rotterdam að ári en spurningin hvort Daði komi fram fyrir Íslands hönd er ósvarað. „Ég geri ekki ráð fyrir því og veit ekki hvernig þetta verður gert. Það er bara eitthvað sem RÚV ákveður. Ég hef ekki fengið staðfestingu á neinu og í raun veit ég bara það sama og aðrir, það sem kemur fram í tilkynningu frá Eurovision.“ Hann segir að fjárhagslega tjónið í þessu sé eitthvað. Eitthvað fjárhagslegt tjón „Maður er búinn að setja smá í þetta og aðallega tíma sem ég lagði í þetta atriði. En ég er búinn að fá rosalega mikið út úr þessu og hef því ekkert allt of miklar áhyggjur og þetta borgaði sig alveg að taka þátt í þessu. Þetta er orðið allt annar leikvöllur fyrir mig núna. Ég er meira spilaður í Þýskalandi og Svíþjóð heldur en á Íslandi,“ segir Daði sem fær hálfa krónu á hverja spilun á Spotify. „Þetta er ekkert að gera mann moldríkan en eitthvað ágætis auka.“ Hann segir að í Berlín sé verið að loka öllu vegna kórónuveirunnar. „Það er búið að loka öllum börum og kaffihúsum en síðan á að fara lokum flestum búðum um helgina. Maður gengur inn að aftan í strætó og svona en maður sér úti að fólk er mismeðvitað um stöðuna,“ segir Daði sem hefur ekki ákveðið sig hvort hann sendi aftur inn lag í Söngvakeppnina í haust. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16 Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44 Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43 Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
„Við vorum búin að gera okkur grein fyrir því að þetta væri svolítill möguleiki enda var búið að tala nokkuð mikið um þetta,“ segir Daði Frey í samtali við þá Gulla Helga og Heimi Karlsson í Bítinu í morgun. Þá var hann staddur í Berlín þar sem hann býr ásamt eiginkonu og barni. Í gær kom í ljós að búið væri að aflýsa Eurovision og því fer Daði Freyr og Gagnamagnið ekki út fyrir Íslands hönd til að flytja lagið Think about things í Rotterdam. „Maður var í raun meira að vona að keppninni yrði frestað en þetta er bara eins og það er og ekki stærsta vandamálið í heiminum í dag og ég er að koma frekar vel út úr þessu.“ Daða var spáð mjög góðu gengi í keppninni í ár og var á tíma spáð sigri samkvæmt veðbönkum. Keppnin verður haldin í Rotterdam að ári en spurningin hvort Daði komi fram fyrir Íslands hönd er ósvarað. „Ég geri ekki ráð fyrir því og veit ekki hvernig þetta verður gert. Það er bara eitthvað sem RÚV ákveður. Ég hef ekki fengið staðfestingu á neinu og í raun veit ég bara það sama og aðrir, það sem kemur fram í tilkynningu frá Eurovision.“ Hann segir að fjárhagslega tjónið í þessu sé eitthvað. Eitthvað fjárhagslegt tjón „Maður er búinn að setja smá í þetta og aðallega tíma sem ég lagði í þetta atriði. En ég er búinn að fá rosalega mikið út úr þessu og hef því ekkert allt of miklar áhyggjur og þetta borgaði sig alveg að taka þátt í þessu. Þetta er orðið allt annar leikvöllur fyrir mig núna. Ég er meira spilaður í Þýskalandi og Svíþjóð heldur en á Íslandi,“ segir Daði sem fær hálfa krónu á hverja spilun á Spotify. „Þetta er ekkert að gera mann moldríkan en eitthvað ágætis auka.“ Hann segir að í Berlín sé verið að loka öllu vegna kórónuveirunnar. „Það er búið að loka öllum börum og kaffihúsum en síðan á að fara lokum flestum búðum um helgina. Maður gengur inn að aftan í strætó og svona en maður sér úti að fólk er mismeðvitað um stöðuna,“ segir Daði sem hefur ekki ákveðið sig hvort hann sendi aftur inn lag í Söngvakeppnina í haust.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16 Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44 Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43 Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16
Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44
Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43
Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36