Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2020 14:43 Felix Bergsson fylgdi Hatara til Tel Aviv á síðasta ári og má sjá hann hér fyrir utan hótel íslenska hópsins. „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir,“ segir Felix Bergsson sem hefur verið fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins undanfarin ár en ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. „Auðvitað hugsar maður helst um það að fólk sé öruggt og að við vinnum á þessari veiru og um það snýst þetta mál fyrst og síðast.“ Óvissan réði úrslitum Hann segir að óvissan hafi leikið aðalhlutverk í því að ákveðið hafi verið að aflýsa keppninni í stað þess að fresta henni um einhverjar vikur eða mánuði. „Það veit enginn hvað þetta á eftir að taka langan tíma og því treystu þeir sér ekki að fresta henni fram á haust eða fram í desember. Því þeir vita ekki hvernig hlutirnir verða á þeim tíma. Þessi óvissa er svo dýr og hún hefði bara lengt í öllu og því varð þetta hin endanlega ákvörðun að slá keppnina af. Það er samt talað um það að keppnin 2021 verði haldin í Rotterdam.“ Felix telur líklegt að aðstandendur keppninnar hafi rætt þann möguleika að hafa keppnina þannig að þjóðirnar myndi senda inn sitt framlag frá heimalandinu í gegnum sjónvarp. „Þetta hafa verið gríðarleg fundarhöld sem hafa staðið yfir í eina viku. Ég er viss um að allar þessar sviðsmyndir hafa verið settar upp en þetta er niðurstaðan,“ segir Felix en íslenski hópurinn kemur ekki beint að þessari ákvörðun. „Við eigum aftur á móti okkar fulltrúa þarna. Ég kýs mína fulltrúa inn í stjórn og hún tekur síðan endanlega allar ákvarðanir. Það má segja að þetta sé í raun svona fulltrúalýðræði.“ Felix hefur nú þegar rætt við Daða Frey. Viljum ekki hafa Söngvakeppnina af fólki „Hann tekur þessu eins og hann er, af miklu jafnaðargeði. Ég ætla bara að fá að sofa á þessu í dag og svo tökum við næstu skref í þessu. Við munum gera okkar besta til að halda áfram sigurför Think About Things út um allan heim. Síðan sjáum við til hvað gerist.“ Felix segir að það liggi ekki fyrir hvort Daði Freyr og Gagnamagnið verði framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam 2021. „Við getum ekkert sagt um það og núna hefjast fundarhöld hjá okkur í RÚV. Við höldum okkar samtali áfram við Norðurlandaþjóðirnar og það verður spennandi að sjá hvort það komi eitthvað út úr því. Við verðum kannski með sameiginleg viðbrögð.“ Ljóst er að ef Daði Freyr og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands í Eurovision 2021 þá mun Söngvakeppnin það ár falla niður. „Já, það er í mörg horn að líta og ekki viljum við hafa Söngvakeppnina af fólki því það er vinsælasti sjónvarpsviðburður ársins og við viljum ekki missa hana heldur. Þetta er því flókin staða.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
„Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir,“ segir Felix Bergsson sem hefur verið fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins undanfarin ár en ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. „Auðvitað hugsar maður helst um það að fólk sé öruggt og að við vinnum á þessari veiru og um það snýst þetta mál fyrst og síðast.“ Óvissan réði úrslitum Hann segir að óvissan hafi leikið aðalhlutverk í því að ákveðið hafi verið að aflýsa keppninni í stað þess að fresta henni um einhverjar vikur eða mánuði. „Það veit enginn hvað þetta á eftir að taka langan tíma og því treystu þeir sér ekki að fresta henni fram á haust eða fram í desember. Því þeir vita ekki hvernig hlutirnir verða á þeim tíma. Þessi óvissa er svo dýr og hún hefði bara lengt í öllu og því varð þetta hin endanlega ákvörðun að slá keppnina af. Það er samt talað um það að keppnin 2021 verði haldin í Rotterdam.“ Felix telur líklegt að aðstandendur keppninnar hafi rætt þann möguleika að hafa keppnina þannig að þjóðirnar myndi senda inn sitt framlag frá heimalandinu í gegnum sjónvarp. „Þetta hafa verið gríðarleg fundarhöld sem hafa staðið yfir í eina viku. Ég er viss um að allar þessar sviðsmyndir hafa verið settar upp en þetta er niðurstaðan,“ segir Felix en íslenski hópurinn kemur ekki beint að þessari ákvörðun. „Við eigum aftur á móti okkar fulltrúa þarna. Ég kýs mína fulltrúa inn í stjórn og hún tekur síðan endanlega allar ákvarðanir. Það má segja að þetta sé í raun svona fulltrúalýðræði.“ Felix hefur nú þegar rætt við Daða Frey. Viljum ekki hafa Söngvakeppnina af fólki „Hann tekur þessu eins og hann er, af miklu jafnaðargeði. Ég ætla bara að fá að sofa á þessu í dag og svo tökum við næstu skref í þessu. Við munum gera okkar besta til að halda áfram sigurför Think About Things út um allan heim. Síðan sjáum við til hvað gerist.“ Felix segir að það liggi ekki fyrir hvort Daði Freyr og Gagnamagnið verði framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam 2021. „Við getum ekkert sagt um það og núna hefjast fundarhöld hjá okkur í RÚV. Við höldum okkar samtali áfram við Norðurlandaþjóðirnar og það verður spennandi að sjá hvort það komi eitthvað út úr því. Við verðum kannski með sameiginleg viðbrögð.“ Ljóst er að ef Daði Freyr og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands í Eurovision 2021 þá mun Söngvakeppnin það ár falla niður. „Já, það er í mörg horn að líta og ekki viljum við hafa Söngvakeppnina af fólki því það er vinsælasti sjónvarpsviðburður ársins og við viljum ekki missa hana heldur. Þetta er því flókin staða.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist