Brýnt að halda áfram lífsbjargandi aðgerðum 18. mars 2020 14:45 OCHA Kórónaveiran hefur nú breiðst út til rúmlega 140 landa. Sumar þjóðanna sem glíma við veiruna áttu fyrir í harðri lífsbaráttu vegna vopnaðra átaka, náttúruhamfara og afleiðinga loftslagsbreytinga. Jens Laerke, talsmaður skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um samræmdar aðgerðir í mannúðarmálum (OCHA) segir brýnt að haldið verði áfram lífsbjargandi aðgerðum í löndum sem nú fá kórónaveiruna í fangið ofan á annað. Jens segir gífurlega mikilvægt að haldið verði áfram að sinna mannúðarstörfum í heiminum, að enginn verði skilinn útundan og allir taki höndum saman, í samræmi við ákall Sameinuðu þjóðanna, um alþjóðlega samstöðu. Rúmlega eitt hundrað milljónir manna reiða sig á mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna og talsmaður OCHA segir í forgangi að tryggja áframhaldandi stuðning samhliða því að bregðast við útbreiðslu kórónaveirunnar. Starfsfólk OCHA í Genf vinnur að samhæfingu á aðgerðum mannúðaraðstoðar, meðal annars upplýsingagjöf í þeim tilgangi að styrkja þær þjóðir þróunarríkja sem þegar eru farnar að glíma við COVID-19 eða eiga það eftir, ef að líkum lætur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir fjárstuðningi, 675 milljónum bandarískra dala, vegna viðbragða við kórónaveirunni. OCHA vinnur náið með WHO og öðrum mannúðarsamtökum að samræmdri fjáröflun vegna aðgerða sem þarf að grípa til vegna COVID-19. Frétt OCHA Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent
Kórónaveiran hefur nú breiðst út til rúmlega 140 landa. Sumar þjóðanna sem glíma við veiruna áttu fyrir í harðri lífsbaráttu vegna vopnaðra átaka, náttúruhamfara og afleiðinga loftslagsbreytinga. Jens Laerke, talsmaður skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um samræmdar aðgerðir í mannúðarmálum (OCHA) segir brýnt að haldið verði áfram lífsbjargandi aðgerðum í löndum sem nú fá kórónaveiruna í fangið ofan á annað. Jens segir gífurlega mikilvægt að haldið verði áfram að sinna mannúðarstörfum í heiminum, að enginn verði skilinn útundan og allir taki höndum saman, í samræmi við ákall Sameinuðu þjóðanna, um alþjóðlega samstöðu. Rúmlega eitt hundrað milljónir manna reiða sig á mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna og talsmaður OCHA segir í forgangi að tryggja áframhaldandi stuðning samhliða því að bregðast við útbreiðslu kórónaveirunnar. Starfsfólk OCHA í Genf vinnur að samhæfingu á aðgerðum mannúðaraðstoðar, meðal annars upplýsingagjöf í þeim tilgangi að styrkja þær þjóðir þróunarríkja sem þegar eru farnar að glíma við COVID-19 eða eiga það eftir, ef að líkum lætur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir fjárstuðningi, 675 milljónum bandarískra dala, vegna viðbragða við kórónaveirunni. OCHA vinnur náið með WHO og öðrum mannúðarsamtökum að samræmdri fjáröflun vegna aðgerða sem þarf að grípa til vegna COVID-19. Frétt OCHA Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent