Eurovision aflýst Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2020 13:36 Daði Freyr og Gagnamagnið ætla sér alla leið. Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Ekki hefur náðst í Daða Frey síðan tíðindin bárust. Hann tjáði sig á Twitter um niðurstöðuna. Eurovision 2020 has been cancelled. It's disappointing as I was really looking forward to performing in Rotterdam with Gagnamagnið.The support has been overwhelming and many new opportunities have presented themselves.I am really excited for the future. Thank you so much! <3— Daði Freyr (@dadimakesmusic) March 18, 2020 Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að stíga á svið í Rotterdam á seinna undankvöldinu og flytja þá lagið Think about Things. Lagið hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur Daða Frey og Gagnamagninu meðal annars verið spáð sigri í veðbönkum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu EBU um málið. An official statement from the European Broadcasting Union on the #Eurovision Song Contest 2020. pic.twitter.com/b3h7akxvpF— Eurovision Song Contest (@Eurovision) March 18, 2020 Á opinberu síðu Eurovision-keppninnar er farið ítarlega yfir ástæðuna af hverju ákveðið var að aflýsa keppninni, í staðinn fyrir að fresta henni. Þar kemur fram að það sé ekki hægt að halda viðburð af þessari stærðargráðu nokkrum mánuðum síðar þar sem það þurfi að huga að mörgum smáatriðum í keppni eins og Eurovision. Það myndi einnig minnka undirbúningstíma þjóðarinnar sem heldur næstu keppni sem væri ekki sanngjarnt. Hópsamkomur eru ekki leyfðar í Hollandi sem stendur og búið er að loka landamærum í nokkrum ríkjum. Aðstandendur keppninnar telja að það muni aðeins aukast og það var ein af aðalástæðunum fyrir því að keppnin fer ekki fram í ár. Þrátt fyrir að sumir hefðu viljað sjá áhorfendalausa keppni, þá þurfa keppendur að komast á staðinn. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort hægt væri að halda keppnina með myndbandsupptökum frá hverju landi, myndbönd sem hefðu verið tekin upp t.d. hér á Íslandi. Í yfirlýsingu Eurovision kemur fram að það stangist á við menningu keppninnar þar sem hún snýst um að sameina Evrópu og fá þjóðir til að hittast. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort keppendur í keppninni í ár fá að stíga á svið á næsta ári. Sú ákvörðun mun liggja fyrir á næstunni og verður unnin í samvinnu með öllum sjónvarpstöðunum sem taka þátt. RÚV í okkar tilfelli. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Ekki hefur náðst í Daða Frey síðan tíðindin bárust. Hann tjáði sig á Twitter um niðurstöðuna. Eurovision 2020 has been cancelled. It's disappointing as I was really looking forward to performing in Rotterdam with Gagnamagnið.The support has been overwhelming and many new opportunities have presented themselves.I am really excited for the future. Thank you so much! <3— Daði Freyr (@dadimakesmusic) March 18, 2020 Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að stíga á svið í Rotterdam á seinna undankvöldinu og flytja þá lagið Think about Things. Lagið hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur Daða Frey og Gagnamagninu meðal annars verið spáð sigri í veðbönkum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu EBU um málið. An official statement from the European Broadcasting Union on the #Eurovision Song Contest 2020. pic.twitter.com/b3h7akxvpF— Eurovision Song Contest (@Eurovision) March 18, 2020 Á opinberu síðu Eurovision-keppninnar er farið ítarlega yfir ástæðuna af hverju ákveðið var að aflýsa keppninni, í staðinn fyrir að fresta henni. Þar kemur fram að það sé ekki hægt að halda viðburð af þessari stærðargráðu nokkrum mánuðum síðar þar sem það þurfi að huga að mörgum smáatriðum í keppni eins og Eurovision. Það myndi einnig minnka undirbúningstíma þjóðarinnar sem heldur næstu keppni sem væri ekki sanngjarnt. Hópsamkomur eru ekki leyfðar í Hollandi sem stendur og búið er að loka landamærum í nokkrum ríkjum. Aðstandendur keppninnar telja að það muni aðeins aukast og það var ein af aðalástæðunum fyrir því að keppnin fer ekki fram í ár. Þrátt fyrir að sumir hefðu viljað sjá áhorfendalausa keppni, þá þurfa keppendur að komast á staðinn. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort hægt væri að halda keppnina með myndbandsupptökum frá hverju landi, myndbönd sem hefðu verið tekin upp t.d. hér á Íslandi. Í yfirlýsingu Eurovision kemur fram að það stangist á við menningu keppninnar þar sem hún snýst um að sameina Evrópu og fá þjóðir til að hittast. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort keppendur í keppninni í ár fá að stíga á svið á næsta ári. Sú ákvörðun mun liggja fyrir á næstunni og verður unnin í samvinnu með öllum sjónvarpstöðunum sem taka þátt. RÚV í okkar tilfelli.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira