Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. mars 2020 17:20 Elísabet Ormslev, Stefanía Svavars og Matti Matt voru á meðal þeirra sem sungu seinni partinn í dag. Listamennirnir gættu vel að því að hafa tveggja metra bil á milli sín. Vísir/Vilhelm Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. Viðburðurinn var auðvitað lokaður áhorfendum og íbúar gátu fylgst með út um glugga eða komið saman á svölum og sungið með. Vegna kórónuveirunnar var passað upp á að gott bil væri á milli allra einstaklinga. Upptaka frá þessari skemmtilegu uppákomu er í spilaranum hér fyrir neðan. „Mig langaði að gera góðverk á þessum tíma og gleðja pabba, sem er 89 ára og er íbúi á Ísafold,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir í samtali við Vísi. Hugmyndin að þessu kviknaði seint í gær þegar Ingunn Björk og Selma Björnsdóttir vinkona hennar fóru saman út að ganga. Úr varð teymi listafólks sem langaði að gleðja þá öldruðu. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hún segir að heimsóknabannið sé þeim erfitt og því tilvalið að gleðja íbúana. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir virðist kunna ýmislegt fyrir sér í söngnum.Vísir/Vilhelm „Við ætluðum fyrst að gera þetta bara tvær sjálfar og svo tók Selma upp símann og notaði sitt frábæra tengslanet. Hún hringdi í nokkra vel valda tónlistarmenn sem að stukku allir á vagninn.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson, góður vinur þeirra, er staddur á Akureyri en vildi endilega taka þátt. Hann dó ekki ráðalaus og tók lögin Í Fjarlægð og Það er bara þú við mikinn fögnuð íbúa á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Á efnisskránni í Garðabænum voru lög á borð við Lóan er komin, Heyr mína bæn, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Manstu ekki eftir mér.. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér er hann á Hrafnistu.Aðsend mynd Markmiðið að gleðja nokkur hjörtu Íbúar skelltu sér í hlýju fötin, kúrðu sumir undir teppi og nutu söngsins á svölunum. Sumir fylgdust með og mátti sjá bros og jafnvel tár á hvarmi. „Ég sendi póst á forstjóra Hrafnistu í gærkvöldi og hann tók vel í þetta sem og öll yfirstjórnin. Það var búið að undirbúa íbúa. Það er ekkert félagsstarf í gangi hjá þeim þessa dagana svo þau fögnuðu þessu. Þau tóku daginn í að undirbúa þau og klæða í hlý föt, vettlinga, húfur og teppi. Allir verða hamingjusamir og glaðir eftir daginn, að maður hafi náð að gleðja nokkur hjörtu því það er svo takmarkað hvað maður getur gert á þessum tíma.“ Færeyingurinn Jógvan Hansen lét að sjálfsögðu sjá sig. Vísir/Vilhelm Þarf ekki að kosta mikið Ingunn Björk vonar að sem flestir sem hafi tök á noti þennan tíma til að gleðja aðra. „Ég vil bara hvetja almenning og aðstandendur eldri borgara og þeirra sem eiga um sárt að binda, að vera hugmyndarík og finna leiðir til þess að brjóta upp daglegt líf hjá einstaklingum. Ég á föður sem er að verða níræður og hann nær ekki alltaf að svara í símann. Að finna leiðir til að gleðja gamla fólkið og líka bara þá sem eru einir heima.“ Söngvararnir voru sumir með íslenska fána með sér. Selma Björnsdóttir veifaði einum slíkum meðfram söngnum.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að margt fólk upplifi mikinn söknuð þar sem það geti ekki fengið aðstandendur í heimsókn og fólk með Alzheimer og fleiri eigi jafnvel erfitt með að skilja þetta. „Mín skilaboð eru bara hvatning, að aðstandendur finni leiðir sem að þurfa ekki að kosta neitt. Bara reyna að nota samtakamáttinn, við getum gert svo margt. Saman getum við gert kraftaverk á svona leiðinlegum tíma. Þetta erum við að gera í dag og vonandi geta fleiri látið boltann fara að rúlla svolítið í gleðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Garðabær Góðverk Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. Viðburðurinn var auðvitað lokaður áhorfendum og íbúar gátu fylgst með út um glugga eða komið saman á svölum og sungið með. Vegna kórónuveirunnar var passað upp á að gott bil væri á milli allra einstaklinga. Upptaka frá þessari skemmtilegu uppákomu er í spilaranum hér fyrir neðan. „Mig langaði að gera góðverk á þessum tíma og gleðja pabba, sem er 89 ára og er íbúi á Ísafold,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir í samtali við Vísi. Hugmyndin að þessu kviknaði seint í gær þegar Ingunn Björk og Selma Björnsdóttir vinkona hennar fóru saman út að ganga. Úr varð teymi listafólks sem langaði að gleðja þá öldruðu. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hún segir að heimsóknabannið sé þeim erfitt og því tilvalið að gleðja íbúana. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir virðist kunna ýmislegt fyrir sér í söngnum.Vísir/Vilhelm „Við ætluðum fyrst að gera þetta bara tvær sjálfar og svo tók Selma upp símann og notaði sitt frábæra tengslanet. Hún hringdi í nokkra vel valda tónlistarmenn sem að stukku allir á vagninn.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson, góður vinur þeirra, er staddur á Akureyri en vildi endilega taka þátt. Hann dó ekki ráðalaus og tók lögin Í Fjarlægð og Það er bara þú við mikinn fögnuð íbúa á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Á efnisskránni í Garðabænum voru lög á borð við Lóan er komin, Heyr mína bæn, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Manstu ekki eftir mér.. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér er hann á Hrafnistu.Aðsend mynd Markmiðið að gleðja nokkur hjörtu Íbúar skelltu sér í hlýju fötin, kúrðu sumir undir teppi og nutu söngsins á svölunum. Sumir fylgdust með og mátti sjá bros og jafnvel tár á hvarmi. „Ég sendi póst á forstjóra Hrafnistu í gærkvöldi og hann tók vel í þetta sem og öll yfirstjórnin. Það var búið að undirbúa íbúa. Það er ekkert félagsstarf í gangi hjá þeim þessa dagana svo þau fögnuðu þessu. Þau tóku daginn í að undirbúa þau og klæða í hlý föt, vettlinga, húfur og teppi. Allir verða hamingjusamir og glaðir eftir daginn, að maður hafi náð að gleðja nokkur hjörtu því það er svo takmarkað hvað maður getur gert á þessum tíma.“ Færeyingurinn Jógvan Hansen lét að sjálfsögðu sjá sig. Vísir/Vilhelm Þarf ekki að kosta mikið Ingunn Björk vonar að sem flestir sem hafi tök á noti þennan tíma til að gleðja aðra. „Ég vil bara hvetja almenning og aðstandendur eldri borgara og þeirra sem eiga um sárt að binda, að vera hugmyndarík og finna leiðir til þess að brjóta upp daglegt líf hjá einstaklingum. Ég á föður sem er að verða níræður og hann nær ekki alltaf að svara í símann. Að finna leiðir til að gleðja gamla fólkið og líka bara þá sem eru einir heima.“ Söngvararnir voru sumir með íslenska fána með sér. Selma Björnsdóttir veifaði einum slíkum meðfram söngnum.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að margt fólk upplifi mikinn söknuð þar sem það geti ekki fengið aðstandendur í heimsókn og fólk með Alzheimer og fleiri eigi jafnvel erfitt með að skilja þetta. „Mín skilaboð eru bara hvatning, að aðstandendur finni leiðir sem að þurfa ekki að kosta neitt. Bara reyna að nota samtakamáttinn, við getum gert svo margt. Saman getum við gert kraftaverk á svona leiðinlegum tíma. Þetta erum við að gera í dag og vonandi geta fleiri látið boltann fara að rúlla svolítið í gleðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Garðabær Góðverk Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira