Hörður Björgvin Magnússon er öryggið uppmálað í sendingum sínum fyrir CSKA Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Samkvæmt Twitter-síðu rússnesku deildarinnar hefur Hörður átt 1.241 heppnaða sendingu í 20 leikjum í vetur, flestar allra leikmanna deildarinnar. Það gerir 62 heppnaðar sendingar að meðaltali í leik. Hörður hefur auk þess skorað tvö mörk en þessi 27 ára gamli miðvörður hefur spilað hvern einasta af leikjunum 20 frá upphafi til enda.
Hordur Magnusson has the most accurate passes in #RPL @PFCCSKA_en defender made 1241 accurate passes in 20 matches #CSKA pic.twitter.com/tE27wCCzwE
— Russian Premier Liga (@premierliga_en) March 17, 2020
CSKA er í 5. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 22 leiki en nú hefur verið gert hlé á deildinni líkt og víðast annars staðar í Evrópu vegna kórónuveirunnar.