50-60 milljónir í súginn verði frestað | KSÍ leitað til borgar og ríkis Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2020 23:00 Kjartan Atli Kjartansson, Guðni Bergsson og Henry Birgir Gunnarsson í þættinum í dag. vísir/skjáskot Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Guðni var meðal annars spurður út í kostnaðinn við að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu. Leikurinn er enn settur á 26. mars en allar líkur eru á að honum verði frestað. Guðni mun á morgun sitja fjarfund með öðrum formönnum knattspyrnusambanda í Evrópu þar sem þetta og fleiri mál verða rædd. Guðni segir að á bilinu 50-60 milljónir hafi farið í að gera Laugardalsvöll tilbúinn í þessum mánuði, sem segja má að fari í súginn vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn þótti réttlætanlegur í ljósi þess hve mikið var í húfi fyrir íslenska liðið, enda margfalt hærra verðlaunafé í boði fyrir að komast á EM. Þess vegna var allt lagt í sölurnar: „Völlurinn er í góðu ástandi miðað við að það skuli vera mars. Það er verst ef að öll þessi vinna Kidda vallarstjóra [Kristins V. Jóhannssonar] og okkar starfsmanna hefur þá farið fyrir bí. En við verðum líka að skoða það í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu og tökumst bara á við þetta,“ sagði Guðni. En mun kostnaðurinn einfaldlega falla á KSÍ eða fást bætur frá UEFA vegna fordæmalausra aðstæðna? „Að öllum líkindum fellur þetta bara á sambandið. Við höfum svo sem verið að ræða við UEFA um þessi mál, en ef maður á að vera algjörlega sanngjarn í þessum vangaveltum þá má spyrja; Hvar eru hitalagnir undir grasinu? Og svo framvegis. Það er ekki búið að klára þá umræðu en við höfum vissulega líka rætt við eiganda vallarins, Reykjavíkurborg, varðandi að styrkja okkur varðandi þennan kostnað, og líka ríkisstjórnina. Þennan kostnað sem kemur til út af leiktíma og ástandi Laugardalsvallar. En þetta er eitthvað sem að við verðum að taka, og þó að þessi leikur færi fram í júní eða síðar þá var þessi kostnaður alltaf að fara að falla á okkur. Það er mikilvægt líka á þessari stundu að sjá hlutina í samhengi. Auðvitað er þetta fjárhagslegur skaði og bit og allt þetta. Við þurfum að greiða fyrir þetta jafnvel þó að leikurinn verði ekki á endanum, en við verðum að sjá stóra samhengið sem er auðvitað ástandið, almannaheill og lýðheilsan. Það er það sem við beinum sjónum okkar að núna,“ sagði Guðni. Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem Guðni ræðir meðal annars um áhrif kórónuveirunnar á komandi Íslandsmót. Klippa: Guðni Bergsson sat fyrir svörum KSÍ EM 2020 í fótbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Guðni var meðal annars spurður út í kostnaðinn við að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu. Leikurinn er enn settur á 26. mars en allar líkur eru á að honum verði frestað. Guðni mun á morgun sitja fjarfund með öðrum formönnum knattspyrnusambanda í Evrópu þar sem þetta og fleiri mál verða rædd. Guðni segir að á bilinu 50-60 milljónir hafi farið í að gera Laugardalsvöll tilbúinn í þessum mánuði, sem segja má að fari í súginn vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn þótti réttlætanlegur í ljósi þess hve mikið var í húfi fyrir íslenska liðið, enda margfalt hærra verðlaunafé í boði fyrir að komast á EM. Þess vegna var allt lagt í sölurnar: „Völlurinn er í góðu ástandi miðað við að það skuli vera mars. Það er verst ef að öll þessi vinna Kidda vallarstjóra [Kristins V. Jóhannssonar] og okkar starfsmanna hefur þá farið fyrir bí. En við verðum líka að skoða það í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu og tökumst bara á við þetta,“ sagði Guðni. En mun kostnaðurinn einfaldlega falla á KSÍ eða fást bætur frá UEFA vegna fordæmalausra aðstæðna? „Að öllum líkindum fellur þetta bara á sambandið. Við höfum svo sem verið að ræða við UEFA um þessi mál, en ef maður á að vera algjörlega sanngjarn í þessum vangaveltum þá má spyrja; Hvar eru hitalagnir undir grasinu? Og svo framvegis. Það er ekki búið að klára þá umræðu en við höfum vissulega líka rætt við eiganda vallarins, Reykjavíkurborg, varðandi að styrkja okkur varðandi þennan kostnað, og líka ríkisstjórnina. Þennan kostnað sem kemur til út af leiktíma og ástandi Laugardalsvallar. En þetta er eitthvað sem að við verðum að taka, og þó að þessi leikur færi fram í júní eða síðar þá var þessi kostnaður alltaf að fara að falla á okkur. Það er mikilvægt líka á þessari stundu að sjá hlutina í samhengi. Auðvitað er þetta fjárhagslegur skaði og bit og allt þetta. Við þurfum að greiða fyrir þetta jafnvel þó að leikurinn verði ekki á endanum, en við verðum að sjá stóra samhengið sem er auðvitað ástandið, almannaheill og lýðheilsan. Það er það sem við beinum sjónum okkar að núna,“ sagði Guðni. Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem Guðni ræðir meðal annars um áhrif kórónuveirunnar á komandi Íslandsmót. Klippa: Guðni Bergsson sat fyrir svörum
KSÍ EM 2020 í fótbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10
Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51
Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35
Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56