Lífið

„Bjarni Ara er mættur, þvílíkt comeback“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
„Bjarni Ara er mættur - Þvílíkt comeback!“ Heyrist í Ingó þegar Bjarni lauk við stórkostlegan flutning sinn á laginu Það stendur ekki á mér. 
„Bjarni Ara er mættur - Þvílíkt comeback!“ Heyrist í Ingó þegar Bjarni lauk við stórkostlegan flutning sinn á laginu Það stendur ekki á mér.  Mynd - Tinna Vibekka

Stórsöngvarinn Bjarni Ara hefur greinilega engu gleymt og hefur jafnvel aldrei verið betri. Í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg söng hann nokkur vel valin jólalög ásamt sínum eldri smellum. 

Bjarni heillaði bæði áhorfendur og gesti þáttarins með afar líflegri framkomu sinni og mikilli stemmningu. 

„Bjarni Ara er mættur - Þvílíkt comeback!“ 

Heyrist Ingó kalla þegar Bjarni lauk við stórkostlegan flutning sinn á lagi sínu, Það stendur ekki á mér. 

Klippa: Það stendur ekki á mér - Bjarni Ara

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla þætti Í kvöld er gigg inn á Stöð 2 maraþon. 

Jólaþátturinn var extra langur og voru gestirnir mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev, stórsöngvararnir Eyjólfur Kristjáns og Bjarni Ara ásamt söngkonunum Rósu Björgu Ómarsdóttur og Þórdísi Imsland.Mynd - Tinna Vibekka

Tengdar fréttir

Jólaballaðan All I Want For Christmas í mögnuðum flutningi Elísabetar Ormslev

Mikið var um dýrðir í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg með Ingó Veðurguði á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þátturinn var extra langur í þetta skipti og voru gestirnir mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev, stórsöngvararnir Eyjólfur Kristjáns og Bjarni Ara ásamt söngkonunum Rósu Björgu Ómarsdóttur og Þórdísi Imsland.

Jólagigg með Ingó Veðurguði á annan í jólum

Það verður sannkölluð jólaveisla á Stöð 2 á annan í jólum þegar Ingó fær til sín góða gesti í sérstakan jólaþátt af Í kvöld er gigg. Þátturinn byrjar kl. 20:10 og verður hann extra langur í þetta skiptið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.