Gætu drepið grasið á Laugardalsvelli ef pulsan væri tekin af núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 12:30 Grasið á Laugardalsvellinum er farið að grænka undir hitatjaldinu. Mynd/Instagram/laugardalsvollur Það er nánast orðið öruggt að leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM fer ekki fram 26. mars næstkomandi en enginn veit þó hvenær hann verður spilaður. Knattspyrnusamband Evrópu mun ákveða framhaldið á morgun og þá þurfa Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvallar væntanlega að skipuleggja sig upp á nýtt. Hitapulsan er búin að vera á Laugardalsvellinum í að verða tvær vikur og átti að vera á vellinum fram að leik. Stóra spurningin er hvað verður um hitatjaldið nú þegar það stefnir í að það verði enginn leikur á Laugardalsvellinum í mars. View this post on Instagram Við höldum áfram þangað til annað kemur í ljós - we keep on going until we get new informations A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Mar 14, 2020 at 8:58am PDT Pulsan hefur skapað vor og sumaraðstæður fyrir grasið og það hefur tekið vel við sér þessa daga síðan hitatjaldið var sett upp. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti það við Fótbolta.net í dag að hitapulsan og starfsmenn sem henni fylgja, verði á Íslandi til 26. mars þegar áætlaður leikdagur er. „Við erum búin að borga fyrir þessa leigu. Fræðingar okkar munu fara yfir það hvernig er best að gera þetta og vernda völlinn. Ef við myndum stoppa allar aðgerðir strax þá myndum við væntanlega drepa grasið. Með aðgerðarplani og með því að nýta pulsuna út leigutímann þá mun okkur takast að koma í veg fyrir það að hún skemmist eða bíði skaða af," sagði Klara við fótbolta.net. Í dag eru tíu dagar í leikdaginn og því verður hitapulsan í eina og hálfa viku til viðbótar á vellinum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira
Það er nánast orðið öruggt að leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM fer ekki fram 26. mars næstkomandi en enginn veit þó hvenær hann verður spilaður. Knattspyrnusamband Evrópu mun ákveða framhaldið á morgun og þá þurfa Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvallar væntanlega að skipuleggja sig upp á nýtt. Hitapulsan er búin að vera á Laugardalsvellinum í að verða tvær vikur og átti að vera á vellinum fram að leik. Stóra spurningin er hvað verður um hitatjaldið nú þegar það stefnir í að það verði enginn leikur á Laugardalsvellinum í mars. View this post on Instagram Við höldum áfram þangað til annað kemur í ljós - we keep on going until we get new informations A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Mar 14, 2020 at 8:58am PDT Pulsan hefur skapað vor og sumaraðstæður fyrir grasið og það hefur tekið vel við sér þessa daga síðan hitatjaldið var sett upp. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti það við Fótbolta.net í dag að hitapulsan og starfsmenn sem henni fylgja, verði á Íslandi til 26. mars þegar áætlaður leikdagur er. „Við erum búin að borga fyrir þessa leigu. Fræðingar okkar munu fara yfir það hvernig er best að gera þetta og vernda völlinn. Ef við myndum stoppa allar aðgerðir strax þá myndum við væntanlega drepa grasið. Með aðgerðarplani og með því að nýta pulsuna út leigutímann þá mun okkur takast að koma í veg fyrir það að hún skemmist eða bíði skaða af," sagði Klara við fótbolta.net. Í dag eru tíu dagar í leikdaginn og því verður hitapulsan í eina og hálfa viku til viðbótar á vellinum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira