Svona gerir maður fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi Stefán Árni Pálsson skrifar 23. desember 2020 12:31 Anna Björk er með jafninginn á hreinu. Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í lokaþættinum fer Anna Björk yfir það hvernig maður reiðir fram fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi. Klippa: Svona gerir maður fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi Kartöflur í hvítum jafningi Fyrir 4-5 1 kg. rauðar kartöflur, skornar í 2-4 bita, ef þær eru stórar 70 gr. smjör 70 gr. hveiti 7 ½ dl mjólk (ekki léttmjólk) 1 - 1 ½ dl vatn ½ tsk. salt 3 tsk. sykur ¼ tsk. hvítur pipar Rifin múskathneta Kartöflurnar eru, þvegnar, soðnar og skrældar. Smjörið er brætt á lágum hita í meðalstórum potti. Hveitinu er hellt út í smjörið og hrært stöðugt í á meðan, með písk. Smjörbollan er látin sjóða í smástund á lágum hita. Þriðjungi af mjólkinni er hellt út í pottinn og hrært stöðugt í á meðan, svo hveitið jafnist vel út, restinni af mjólkinni er hellt varlega út í og þeytt vel í pottinum á meðan. Suðan er látin koma upp, hrært í reglulega á meðan, til að passa að jafningurinn þykkni ekki of hratt og verði kekkjóttur. 1 dl af vatni er síðan hrært út í hann til að þynna hann aðeins, hugsanlega svolítið meira, ef þú vilt hafa hann þynnri. Kryddað með salti, sykri og pipar, síðan er smávegis af múskathnetunni rifin á fínu rifjárni yfir jafninginn og hrært vel í og smakkað til með meira kryddi og vatni eftir smekk. Kartöflunum er bætt út í og hitað að suðu og hrært í við og við á meðan. Borinn á borð með hangikjöti, rauðkáli og grænum baunum. Það er hægt að búa jafninginn til nokkru áður en á að bera hann á borð, en þá er hann hitaður á lágum hita og ágætt að smakka hann til með kryddi og vatni eða mjólk. Uppskriftir Jól Matur Lífið er ljúffengt Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í lokaþættinum fer Anna Björk yfir það hvernig maður reiðir fram fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi. Klippa: Svona gerir maður fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi Kartöflur í hvítum jafningi Fyrir 4-5 1 kg. rauðar kartöflur, skornar í 2-4 bita, ef þær eru stórar 70 gr. smjör 70 gr. hveiti 7 ½ dl mjólk (ekki léttmjólk) 1 - 1 ½ dl vatn ½ tsk. salt 3 tsk. sykur ¼ tsk. hvítur pipar Rifin múskathneta Kartöflurnar eru, þvegnar, soðnar og skrældar. Smjörið er brætt á lágum hita í meðalstórum potti. Hveitinu er hellt út í smjörið og hrært stöðugt í á meðan, með písk. Smjörbollan er látin sjóða í smástund á lágum hita. Þriðjungi af mjólkinni er hellt út í pottinn og hrært stöðugt í á meðan, svo hveitið jafnist vel út, restinni af mjólkinni er hellt varlega út í og þeytt vel í pottinum á meðan. Suðan er látin koma upp, hrært í reglulega á meðan, til að passa að jafningurinn þykkni ekki of hratt og verði kekkjóttur. 1 dl af vatni er síðan hrært út í hann til að þynna hann aðeins, hugsanlega svolítið meira, ef þú vilt hafa hann þynnri. Kryddað með salti, sykri og pipar, síðan er smávegis af múskathnetunni rifin á fínu rifjárni yfir jafninginn og hrært vel í og smakkað til með meira kryddi og vatni eftir smekk. Kartöflunum er bætt út í og hitað að suðu og hrært í við og við á meðan. Borinn á borð með hangikjöti, rauðkáli og grænum baunum. Það er hægt að búa jafninginn til nokkru áður en á að bera hann á borð, en þá er hann hitaður á lágum hita og ágætt að smakka hann til með kryddi og vatni eða mjólk.
Uppskriftir Jól Matur Lífið er ljúffengt Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira