Trúir því ekki að Salah vilji fara til Real eftir atvikið með Ramos Anton Ingi Leifsson skrifar 23. desember 2020 16:30 Atvikið umdeilda í Kiev árið 2018. VI Images/Getty Fyrrum framherji Liverpool, John Aldridge, segist eiga erfitt með að skilja ef Mohamed Salah, framherji meistaranna, vilji fara til Real Madrid eftir atvikið með Sergio Ramos í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018. Að undanförnu hefur verið fjallað um meinta óánægju Salah hjá enska liðinu en hann er ekki sagður vilja útiloka skipti til Real Madrid eða Barcelona. Aldridge, sem lék 83 leiki með Liverpool, finnst það skrýtið ef Madrídarliðið heillar hann eftir að Salah fór af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018. Það var einmitt gegn Real Madrid en eftir baráttu við fyrirliða Real, Sergio Ramos, þá féll Salah til jarðar og lenti á öxlinni. Hann þurfti síðar meir í aðgerð en Liverpool menn voru allt annað en sáttir við framgöngu Ramos. „Persónulega, ef þetta hefði verið ég í úrslitaleiknum og hvernig Ramos fór með hann, þá hefði ég hatað Real Madrid eftir þetta atvik,“ sagði Aldridge í samtali við Liverpool Echo, staðarblaðið í Bítlaborginni. „Þetta tilboð myndi ekki höfða til mín en ég myndi heldur ekki vilja fara frá Liverpool. Þetta eru einir af bestu framherjum í heiminum. Mane og Salah, svo þeir verða alltaf orðaðir við Real.“ „Þetta er undir Jurgen Klopp komið hvað hann vill. Þú verður að treysta stjóranum að stýra þessum aðstæðum eins og hann vill að þær fari en leikmennirnir eru það sterkir núna að ef þeir vilja fara, þá fara þeir.“ Salah byrjaði á bekknum um helgina er Liverpool vann 7-0 stórsigur á Crystal Palace. Hann kom hins vegar inn af bekknum og skoraði tvö mörk. Ex-Liverpool star John Aldridge can't believe Mohamed Salah would want to move to Real Madrid after Champions League final injury https://t.co/UoCSQKRyfI— MailOnline Sport (@MailSport) December 22, 2020 Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað um meinta óánægju Salah hjá enska liðinu en hann er ekki sagður vilja útiloka skipti til Real Madrid eða Barcelona. Aldridge, sem lék 83 leiki með Liverpool, finnst það skrýtið ef Madrídarliðið heillar hann eftir að Salah fór af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018. Það var einmitt gegn Real Madrid en eftir baráttu við fyrirliða Real, Sergio Ramos, þá féll Salah til jarðar og lenti á öxlinni. Hann þurfti síðar meir í aðgerð en Liverpool menn voru allt annað en sáttir við framgöngu Ramos. „Persónulega, ef þetta hefði verið ég í úrslitaleiknum og hvernig Ramos fór með hann, þá hefði ég hatað Real Madrid eftir þetta atvik,“ sagði Aldridge í samtali við Liverpool Echo, staðarblaðið í Bítlaborginni. „Þetta tilboð myndi ekki höfða til mín en ég myndi heldur ekki vilja fara frá Liverpool. Þetta eru einir af bestu framherjum í heiminum. Mane og Salah, svo þeir verða alltaf orðaðir við Real.“ „Þetta er undir Jurgen Klopp komið hvað hann vill. Þú verður að treysta stjóranum að stýra þessum aðstæðum eins og hann vill að þær fari en leikmennirnir eru það sterkir núna að ef þeir vilja fara, þá fara þeir.“ Salah byrjaði á bekknum um helgina er Liverpool vann 7-0 stórsigur á Crystal Palace. Hann kom hins vegar inn af bekknum og skoraði tvö mörk. Ex-Liverpool star John Aldridge can't believe Mohamed Salah would want to move to Real Madrid after Champions League final injury https://t.co/UoCSQKRyfI— MailOnline Sport (@MailSport) December 22, 2020
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira