Tónlist sveitarinnar er lýst svo: „Sveimdrifin, melódísk, kraut-skotin, skynvillandi elektrónísk syntha-pop tónlist sem dregur áhrif frá 7. og 8. áratug Þýskalands.“
„Modular synthar, sequencing og midi routing með hardware græjum“ eru útgangspunktur plötunnar. Öll hljóð plötunnar eru unnin frá grunni úr “sequence-ing” hjarta sveitarinnar. Konsulat hefur áður gefið út breiðskífurnar & rósir, Kolaport, Invaders og Vitaminkur auk stuttskífanna Ormhole og Teque Etiquette.
Þórður Grímsson hljóðblandaði plötuna og Kolbeinn Soffíuson hljóðjafnaði. Hægt er að fylgjast nánar með Konsulat á Facebook og Instagram.

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.