Brot meðal 25 bestu sjónvarpsþátta ársins að mati BBC Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2020 13:46 Með aðalhlutverk fara Nína Dögg Fillippusdóttir og Björn Thors. AÐSEND Íslensku þættirnir Brot eru meðal 25 bestu sjónvarpsþátta ársins að mati menningarvefs BBC. Þættirnir kallast The Valhalla Murders á ensku og voru birtir á Netflix í byrjun árs. Þeir voru fyrst sýndir á RÚV í desember á síðasta ári og má sjá stiklu hér að neðan. Yfir milljón manns horfa á þættina vikulega á Englandi síðan hún var frumsýnd á BBC Four í desember. Þættirnir fjalla um rannsókn dularfullra morðmála auk þess sem fylgst er náið með einkalífi tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. Þórður Pálsson á hugmyndina að þáttunum og leikstýrir þeim ásamt Davíð Óskari Ólafssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Þórður var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að þáttunum kviknaði. Handrit skrifa þau Margrét Örnólfsdóttir, Óttar Norðfjörð, Mikael Torfason og Otto Geir Borg. Þættirnir hlutu styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum en eru fjármagnaðir af Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Netflix. Með aðalhlutverk fara Nína Dögg Fillipusdóttir og Björn Thors. Þættirnir kallast The Valhalla Murders á ensku.AÐSEND Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þættirnir kallast The Valhalla Murders á ensku og voru birtir á Netflix í byrjun árs. Þeir voru fyrst sýndir á RÚV í desember á síðasta ári og má sjá stiklu hér að neðan. Yfir milljón manns horfa á þættina vikulega á Englandi síðan hún var frumsýnd á BBC Four í desember. Þættirnir fjalla um rannsókn dularfullra morðmála auk þess sem fylgst er náið með einkalífi tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. Þórður Pálsson á hugmyndina að þáttunum og leikstýrir þeim ásamt Davíð Óskari Ólafssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Þórður var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að þáttunum kviknaði. Handrit skrifa þau Margrét Örnólfsdóttir, Óttar Norðfjörð, Mikael Torfason og Otto Geir Borg. Þættirnir hlutu styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum en eru fjármagnaðir af Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Netflix. Með aðalhlutverk fara Nína Dögg Fillipusdóttir og Björn Thors. Þættirnir kallast The Valhalla Murders á ensku.AÐSEND
Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira