Fótbolti

Messi upp að hlið Pele

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Söguleg stund á Nývangi í dag.
Söguleg stund á Nývangi í dag. vísir/Getty

Mark Lionel Messi í leik Barcelona gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í dag var sögulegt.

Messi jafnaði metin fyrir Barcelona í 1-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hann skallaði boltann í netið. Markið kom í kjölfar þess að Messi hafði klúðrað vítaspyrnu og barst boltinn til hans eftir atgang í teignum.

Argentínumaðurinn magnaði hefur nú skorað 643 mörk fyrir Barcelona en aðeins einn leikmaður hefur skorað jafn mörg mörk fyrir eitt félag í knattspyrnusögunni.

Það gerði brasilíska goðsögnin Pele fyrir Santos.

Pele gerði mörkin sín í 656 leikjum fyrir Santos á árunum 1956-1974.

Messi var að leika leik númer 748 fyrir Barcelona og aðeins tímaspursmál hvenær hann mun eigna sér þetta met en Messi hefur gert sex mörk í spænsku úrvalsdeildinni í vetur.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×