Mark og tvær stoð­sendingar frá Benzema er meistararnir unnu fjórða deildar­leikinn í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benzema hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu. Hann hélt uppteknum hætti í kvöld.
Benzema hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu. Hann hélt uppteknum hætti í kvöld. juan Manuel Serrano Arce/Getty Images

Real Madrid er koimð á gott skrið í spænska boltanum. Liðið vann í kvöld fjórða leikinn í röð er þeir unnu 3-1 sigur á Eibar.

Karim Benzema hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og hann skoraði fyrsta mark leiksins á sjöttu mínútu eftir sendingu Rodrygo.

Luka Modric tvöfaldaði forystuna sjö mínútum síðar en Benzema var þá arkitektinn. Kike náði þó að minnka muninn fyrir Eibar fyrir hlé og 2-1 í hálfleik.

Þannig stóðu leikar allt þangað til á 92. mínútu er Lucas Vazquez skoraði þriðja mark Real. Aftur gaf Benzema stoðsendinguna og lokatölur 3-1.

Real er með 29 stig í öðru sæti deildarinnar, jafn mörg stig og grannarnir í Atletico sem eru á toppnum, en Atletico á tvo leiki til góða.

Eibar er í 14. sætinu.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira