Einangraði sig í Samherjamálinu, hætti að drekka fyrir fimm árum og hefur kynnst dauðanum of vel Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2020 12:30 Helgi Seljan er einn þekktasti fréttamaður landsins en hann fer í gegnum lífshlaupið með Snæbirni Ragnarssyni. Vísir/Vilhelm Helgi Seljan er einn þekktasti fréttamaður landsins og hefur í áraraðir verið einn sá harðasti á því sviði. Helgi ræðir við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í þrjá og hálfa klukkustund. Helgi hefur fjallað um mjög erfið og flókin mál undanfarin ár og hefur því fengið gríðarlega mikla athygli. Í spjallinu við Snæbjörn fer Helgi um víðan völl og ræðir meðal annars um Samherjamálið. „Þetta var í raun heilt ár sem við vorum í þessu og vorum bara fjórir sem vissu hvað við værum að fara gera,“ segir Helgi Selja og heldur áfram. „Þú gast í rauninni ekki umgengist neinn. Ef þú getur ekki rætt við fólk um vinnuna þína það er í raun eins og banna fólki að reyna brjóta ísinn og tala um veðrið. Þú getur í raun ekki verið týpan sem segir, ég get ekki talað um það. Og þú getur heldur ekki farið að ljúga að fólki, og þá er bara best að hitta ekki neinn og þess vegna einangrar maður sig svolítið mikið.“ Helgi segir að taktík Samherjamanna hafi verið að snúa málinu í þá átt að það snúist um að Helga Seljan sé svo illa við Samherjamenn og þess vegna sé hann að vinna í málinu. „Og ekki um að þeir séu til rannsóknar í fjórum eða fimm löndum, að það séu menn í gæsluvarðhaldi í Namibíu fyrir það eitt að hafa tekið við peningum frá Samherja í skiptum fyrir kvóta sem Samherji fékk. Fólk fer bara í vörn.“ Erfiðara að segja frá en að gera Helgi segir að síðustu mánuðir hafi oft á tíðum verið honum erfiðir. „Það hefur í raun verið þjóðaríþrótt hjá okkur hér á Íslandi og lengi þekkst að það hefur einhvern veginn verið erfiðara að segja frá en gera. Fyrsti viðbrögðin í einhverjum fjölskylduboðum þegar einhver stendur upp og segir, afi er barnaníðingur, er að það verða allir brjálaðir við þann sem segir það.“ Helgi ræðir um fræg YouTube-myndbönd sem Samherji gaf út í ágúst. „Það var alveg svona nýtt. Og ég hef hitt gott fólk eftir þetta og finn að sem betur fer sá fólk svona að stærstum hluta í gegnum þetta þegar að rykið settist og sáu hvað var í gangi. Þú þarft bara að takast á við þetta.“ Helgi lýsir málinu á nokkuð skemmtilegan hátt. „Ég lendi svolítið í því að vera eins og söngvarinn í Creed í augum Samherjamanna. Það hata allir söngvarann í Creed og ég tek svolítið mikið hitann af þessu en ég var svo sannarlega ekki einn að vinna þetta.“ Helgi er alinn upp á Reyðarfirði og segir hann að sjálfsvíg hafi verið algeng þar. „Ég er alinn upp á stað þar sem líkurnar á því að ég komist í gegnum 17-25 ára aldurinn voru bara tíu prósent minni en á næsta bæ og það mótaði þetta samfélag og menn gáfust upp á lífinu í kringum mig. Það er svona raunveruleiki sem ég hef áttað mig á að er svo fjarri hjá mörgum öðrum. Það er ekkert eðlilegt að í næstum því áratug sé hálft þorpið í jarðarför út af því að einhvern ungur maður fyrirfór sér. Ég horfði upp á það að vinir mínir misstu bræður sína eða náfrændur sína. Góður vinur minn og jafnaldri líka. Þetta kom aldrei beint fyrir mig og manni fannst maður ekki mega líða illa, en þá fær maður samviskubit, af hverju slapp ég. Maður fór að hugsa hluti eins og, hefði ekki verið eðlilegra að ég gerði þetta frekar en hann,“ segir Helgi. Snæbjörn og Helgi ræddu saman í yfir þrjár klukkustundir. „Manni finnst svolítið eins og maður hafi ekki mátt gera þetta að sínu því í næsta húsi var eitt tómt herbergi því að einhver unglingur dó og ákvað það sjálfur.“ Fljótur að átta mig á að svo væri ekki Helgi segist hafa verið í vandræðum með áfengi í gegnum tíðina og ákvað fyrir fimm árum að hætta að drekka. Hann segir að það hafi verið ákveðið sorgarferli. „Ég þóttist oft reyna að hætta að drekka og svo gerði ég það loks fyrir fimm árum síðan. Það var í sjálfu sér ekki erfitt en aðallega erfitt að átta sig á því af hverju ég væri ekki löngu búinn að gera þetta. Það var mikið sorgarferli að hætta þessu. Maður var búinn að lifa lífinu eins og þetta væri eitthvað haldreipi fyrir þig, í góðu eða slæmu, þá hefur maður alltaf þetta. Svo þegar þú hættir heldur þú að það séu bara berir veggirnir eftir en sem betur fer var ég fljótur að átta mig á því að svo er ekki.“ Hér að neðan má hlusta á spjallið í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
Helgi hefur fjallað um mjög erfið og flókin mál undanfarin ár og hefur því fengið gríðarlega mikla athygli. Í spjallinu við Snæbjörn fer Helgi um víðan völl og ræðir meðal annars um Samherjamálið. „Þetta var í raun heilt ár sem við vorum í þessu og vorum bara fjórir sem vissu hvað við værum að fara gera,“ segir Helgi Selja og heldur áfram. „Þú gast í rauninni ekki umgengist neinn. Ef þú getur ekki rætt við fólk um vinnuna þína það er í raun eins og banna fólki að reyna brjóta ísinn og tala um veðrið. Þú getur í raun ekki verið týpan sem segir, ég get ekki talað um það. Og þú getur heldur ekki farið að ljúga að fólki, og þá er bara best að hitta ekki neinn og þess vegna einangrar maður sig svolítið mikið.“ Helgi segir að taktík Samherjamanna hafi verið að snúa málinu í þá átt að það snúist um að Helga Seljan sé svo illa við Samherjamenn og þess vegna sé hann að vinna í málinu. „Og ekki um að þeir séu til rannsóknar í fjórum eða fimm löndum, að það séu menn í gæsluvarðhaldi í Namibíu fyrir það eitt að hafa tekið við peningum frá Samherja í skiptum fyrir kvóta sem Samherji fékk. Fólk fer bara í vörn.“ Erfiðara að segja frá en að gera Helgi segir að síðustu mánuðir hafi oft á tíðum verið honum erfiðir. „Það hefur í raun verið þjóðaríþrótt hjá okkur hér á Íslandi og lengi þekkst að það hefur einhvern veginn verið erfiðara að segja frá en gera. Fyrsti viðbrögðin í einhverjum fjölskylduboðum þegar einhver stendur upp og segir, afi er barnaníðingur, er að það verða allir brjálaðir við þann sem segir það.“ Helgi ræðir um fræg YouTube-myndbönd sem Samherji gaf út í ágúst. „Það var alveg svona nýtt. Og ég hef hitt gott fólk eftir þetta og finn að sem betur fer sá fólk svona að stærstum hluta í gegnum þetta þegar að rykið settist og sáu hvað var í gangi. Þú þarft bara að takast á við þetta.“ Helgi lýsir málinu á nokkuð skemmtilegan hátt. „Ég lendi svolítið í því að vera eins og söngvarinn í Creed í augum Samherjamanna. Það hata allir söngvarann í Creed og ég tek svolítið mikið hitann af þessu en ég var svo sannarlega ekki einn að vinna þetta.“ Helgi er alinn upp á Reyðarfirði og segir hann að sjálfsvíg hafi verið algeng þar. „Ég er alinn upp á stað þar sem líkurnar á því að ég komist í gegnum 17-25 ára aldurinn voru bara tíu prósent minni en á næsta bæ og það mótaði þetta samfélag og menn gáfust upp á lífinu í kringum mig. Það er svona raunveruleiki sem ég hef áttað mig á að er svo fjarri hjá mörgum öðrum. Það er ekkert eðlilegt að í næstum því áratug sé hálft þorpið í jarðarför út af því að einhvern ungur maður fyrirfór sér. Ég horfði upp á það að vinir mínir misstu bræður sína eða náfrændur sína. Góður vinur minn og jafnaldri líka. Þetta kom aldrei beint fyrir mig og manni fannst maður ekki mega líða illa, en þá fær maður samviskubit, af hverju slapp ég. Maður fór að hugsa hluti eins og, hefði ekki verið eðlilegra að ég gerði þetta frekar en hann,“ segir Helgi. Snæbjörn og Helgi ræddu saman í yfir þrjár klukkustundir. „Manni finnst svolítið eins og maður hafi ekki mátt gera þetta að sínu því í næsta húsi var eitt tómt herbergi því að einhver unglingur dó og ákvað það sjálfur.“ Fljótur að átta mig á að svo væri ekki Helgi segist hafa verið í vandræðum með áfengi í gegnum tíðina og ákvað fyrir fimm árum að hætta að drekka. Hann segir að það hafi verið ákveðið sorgarferli. „Ég þóttist oft reyna að hætta að drekka og svo gerði ég það loks fyrir fimm árum síðan. Það var í sjálfu sér ekki erfitt en aðallega erfitt að átta sig á því af hverju ég væri ekki löngu búinn að gera þetta. Það var mikið sorgarferli að hætta þessu. Maður var búinn að lifa lífinu eins og þetta væri eitthvað haldreipi fyrir þig, í góðu eða slæmu, þá hefur maður alltaf þetta. Svo þegar þú hættir heldur þú að það séu bara berir veggirnir eftir en sem betur fer var ég fljótur að átta mig á því að svo er ekki.“ Hér að neðan má hlusta á spjallið í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira