Hitablásnir hittarar og naglalakkaðar neglur Ritstjórn Albumm skrifar 14. desember 2020 13:00 Tríóið hist og skipa Magnús Tryggvason Eliassen, Eiríkur Orri Ólafsson og Róbert Sturla Reynisson. Það var í dúndrandi júníhita í innsveitum Suðurlands sem tríóið hist og tók upp sína aðra plötu, Hits of. Platan er nú tilbúin til útgáfu og inniheldur slagþunga slagara, hitablásna hittara og naglalakkaðar neglur í við fyrri plötu tríósins, Days of Tundra. Hún hlaut góðar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til þriggja verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum 2019, Kraumsverðlaunanna og sem spuni ársins hjá Morgunblaðinu. Nýja platan kom út 12. desember á vegum Reykjavík Record Shop og inniheldur tónsmíðar eftir meðlimi tríósins. Upptökustjórn annaðist sem áður Albert Finnbogason, mastering var í höndum Ívars Ragnarssonar og umslag var hannað af Páli Ivani frá Eiðum. Útgáfutónleikar verða svo haldnir þegar aðstæður leyfa. hits of by hist og Tríóið hist og var stofnað í lok árs 2017 fyrir tónlistarhátíðina Norður og niður sem haldin var af meðlimum Sigur Rósar. Tríóið skipa Eiríkur Orri Ólafsson, sem leikur á trompet, tölvu og hljómborð, Róbert Sturla Reynisson á gítar, bassa og hljómborð og Magnús Tryggvason Eliassen á trommur og því tengt. Meðlimir hist og hafa starfað saman um árabil í ýmsum hljómsveitum, svo sem múm, amiinu og Sin Fang. Sitt í hvoru lagi hafa þeir auk þess starfað með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, Kiru Kiru, Benna Hemm Hemm og Seabear, ásamt ótal samstarfsverkefna á sviði djasstónlistar með ADHD, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni og Mógil. Þeir beina nú stækkunarglerinu að sameiginlegum snertifleti sínum. Tónlistin er innhverf, úthverf og slagþung blanda af djass, raf-, og spunatónlist sem kemur víða við. Hægt er að fylgjast nánar með hist og á Facebook og Instagram. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið
Platan er nú tilbúin til útgáfu og inniheldur slagþunga slagara, hitablásna hittara og naglalakkaðar neglur í við fyrri plötu tríósins, Days of Tundra. Hún hlaut góðar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til þriggja verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum 2019, Kraumsverðlaunanna og sem spuni ársins hjá Morgunblaðinu. Nýja platan kom út 12. desember á vegum Reykjavík Record Shop og inniheldur tónsmíðar eftir meðlimi tríósins. Upptökustjórn annaðist sem áður Albert Finnbogason, mastering var í höndum Ívars Ragnarssonar og umslag var hannað af Páli Ivani frá Eiðum. Útgáfutónleikar verða svo haldnir þegar aðstæður leyfa. hits of by hist og Tríóið hist og var stofnað í lok árs 2017 fyrir tónlistarhátíðina Norður og niður sem haldin var af meðlimum Sigur Rósar. Tríóið skipa Eiríkur Orri Ólafsson, sem leikur á trompet, tölvu og hljómborð, Róbert Sturla Reynisson á gítar, bassa og hljómborð og Magnús Tryggvason Eliassen á trommur og því tengt. Meðlimir hist og hafa starfað saman um árabil í ýmsum hljómsveitum, svo sem múm, amiinu og Sin Fang. Sitt í hvoru lagi hafa þeir auk þess starfað með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, Kiru Kiru, Benna Hemm Hemm og Seabear, ásamt ótal samstarfsverkefna á sviði djasstónlistar með ADHD, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni og Mógil. Þeir beina nú stækkunarglerinu að sameiginlegum snertifleti sínum. Tónlistin er innhverf, úthverf og slagþung blanda af djass, raf-, og spunatónlist sem kemur víða við. Hægt er að fylgjast nánar með hist og á Facebook og Instagram. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið