Chelsea datt ekki í lukkupottinn en liðið mætir Atlético Madrid, toppliðinu á Spáni. Manchester City getur ágætlega við unað en liðið drógst gegn Borussia Mönchengladbach.
Evrópumeistarar Bayern München mæta Lazio sem er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í tuttugu ár.
Atalanta, sem kom mjög á óvart á síðasta tímabili, mætir Real Madrid, sigursælasta liði í sögu Meistaradeildarinnar.
Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar
- Gladbach - Man. City
-
Lazio - Bayern München
-
Atalanta - Real Madrid
-
Sevilla - Dortmund
-
Barcelona - PSG
-
Porto - Juventus
-
RB Leipzig - Liverpool
-
Atlético Madrid - Chelsea
Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 16. og 17. febrúar 2021 og seinni leikirnir 9. og 10. mars 2021.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.