Andstæður mætast í litum næsta árs hjá Pantone Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 08:35 Litir ársins 2021. TWitter/Pantone Fyrirtækið Pantone hefur afhjúpað liti ársins 2021, en aldrei þessu vant eru þeir tveir að þessu sinni sem hefur aðeins gerst einu sinni á þeim tveimur áratugum sem litur ársins hefur verið valinn. Á síðasta ári var blái liturinn Classic Blue valinn litur ársins 2020, en nú mætast andstæður í litavalinu. Litir ársins 2021 eru Ultimate Grey, sem líkt og nafnið gefur til kynna er grár, og guli liturinn Illuminating. Litavalið hefur lagst misjafnlega í fólk og lýsti Vogue valinu sem „mjög furðulegu“, sem væri í takt við allt annað í heiminum um þessar mundir. Þá hafa netverjar grínast með að samsetningin minni helst á vegavinnu. PANTONE® color of the year 2021 aesthetics pic.twitter.com/SQPTOllRPg— básico de rosto (@caiofall) December 9, 2020 Pantone segir litina tákna „skilaboð hamingju og þolgæðis“ sem ætti að vera lýsandi fyrir annars vegar það tímabil sem vonandi líður senn undir lok með tilkomu bóluefnis, og hins vegar þá björtu tíma sem gætu verið handan við hornið. Gulur var síðast litur ársins 2009, en hann bar heitið Mimosa og var ögn hlýrri en sá sem varð fyrir valinu að þessu sinni. Þá var litnum lýst sem „björtum og hamingjuríkum“ en hann var tilkynntur í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Svo virðist sem Pantone líti á gulan sem nokkurs konar táknmynd bjartari framtíðar í kjölfar erfiðleika. Introducing the Pantone Color of the Year 2021...Produced by @artechouse #Pantone #pantone2021 pic.twitter.com/nU8cky9OhI— PANTONE (@pantone) December 9, 2020 Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Litir ársins 2021 eru Ultimate Grey, sem líkt og nafnið gefur til kynna er grár, og guli liturinn Illuminating. Litavalið hefur lagst misjafnlega í fólk og lýsti Vogue valinu sem „mjög furðulegu“, sem væri í takt við allt annað í heiminum um þessar mundir. Þá hafa netverjar grínast með að samsetningin minni helst á vegavinnu. PANTONE® color of the year 2021 aesthetics pic.twitter.com/SQPTOllRPg— básico de rosto (@caiofall) December 9, 2020 Pantone segir litina tákna „skilaboð hamingju og þolgæðis“ sem ætti að vera lýsandi fyrir annars vegar það tímabil sem vonandi líður senn undir lok með tilkomu bóluefnis, og hins vegar þá björtu tíma sem gætu verið handan við hornið. Gulur var síðast litur ársins 2009, en hann bar heitið Mimosa og var ögn hlýrri en sá sem varð fyrir valinu að þessu sinni. Þá var litnum lýst sem „björtum og hamingjuríkum“ en hann var tilkynntur í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Svo virðist sem Pantone líti á gulan sem nokkurs konar táknmynd bjartari framtíðar í kjölfar erfiðleika. Introducing the Pantone Color of the Year 2021...Produced by @artechouse #Pantone #pantone2021 pic.twitter.com/nU8cky9OhI— PANTONE (@pantone) December 9, 2020
Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira