„Bílabíó er tilvalin skemmtun á tímum sem þessum og frábært fyrir bíóþyrsta að geta skellt sér í bíó með sínum nánustu á fjölskyldubílnum. Margir þekkja þessa sígildu gamanmynd og því er gaman að njóta í góða vina hópi og hlæja svolítið,“ segir í tilkynningu frá RIFF.
National Lampoon's Christmas Vacation fjallar um fjölskylduföður sem leggur mikið á sig til þess að gera jólin sem hátíðlegust fyrir sína fjölskyldu en hefur ekki alltaf árangur sem erfiði.
Gríðarstórt sýningartjald
Bílabíó RIFF er eitt stærsta bílabíó sem haldið hefur verið hérlendis. Sýningar fara fram eins og áður segir fyrir framan höfuðstöðvar Samskipa þar sem starfsfólk RIFF hefur í góðu samstarfi við Samskip reist gríðarstórt sýningartjald. Miðasala fer fram á riff.is