Tvöfalt fleiri börn í norðurhluta Sýrlands án menntunar vegna heimsfaraldurs Heimsljós 11. desember 2020 15:46 Ameen, tólf ára, sem segir frá í fréttinni. Barnaheill - Save the Children. Stríðsátök síðustu tíu árin hafa haft gríðarleg neikvæð áhrif á menntun barna í Sýrlandi. Tvö af hverjum þremur börnum í norðurhluta Sýrlands eru utan skóla. Stríðsátök síðustu tíu árin hafa haft gríðarleg neikvæð áhrif á menntun barna en í yfirstandandi heimsfaraldri hefur ástandið hríðversnað. Nú fá tvöfalt fleiri börn en áður enga formlega fræðslu og samtökin Barnaheill – Save The Children telja að helmingur barna, sem var að mennta sig áður en faraldurinn skall á, hafi flosnað upp frá námi. Í gær kom út skýrsla samtakanna - Reversing Gains - um stöðu skólabarna á þessu svæði en gögnum var aflað með því könnun meðal 500 kennara ásamt því að ræða við önnur hjálparsamtök á vettvangi. Samtökin hafa miklar áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á börn í Sýrlandi að flosna upp frá námi og hvaða áhrif það hafi á framtíð Sýrlands. Að mati kennaranna var aukin fátækt helsta ástæða þess að börn flosnuðu upp úr námi. Kostnaðarsamt sé fyrir fjölskyldur að senda börn í skóla og því hafi fjöldamörg börn hafið vinnu til þess að afla tekna fyrir heimilið. Í frétt á vef Barnaheilla – Save the Children segir að vinnuþrælkun barna sé alvarlegt áhyggjuefni í norðausturhluta Sýrlands, 79 prósent kennara telji helstu ástæðu brottfalls úr skóla vera þá að börn þurfi að framfleyta fjölskyldu sinni. Forsíða skýrslunnar „Þegar skólum var lokað í mars þurftu Barnaheill - Save the Children að finna upp nýjar leiðir fyrir skólabörn til þess að þau gætu stundað fjarnám. Stutt var við kennara sem fóru á milli heimila til að aðstoða börn auk fræðslu á netinu og símakennslu þar sem kennarar sendu leiðbeiningar í gegnum smáskilaboð. Þetta hefur verið áskorun en fjöldi barna hefur ekki aðgang að snjallsíma eða interneti sem gerir félagasamtökum og samstarfsaðilum erfitt fyrir að fylgja eftir þeim börnum sem flosna upp frá námi,“ segir í fréttinni. Ameen, 12 ára drengur sem býr í flóttamannabúðum í norðvesturhluta Sýrlandi er eitt þeirra barna sem hafa þurft að vinna í kjölfar faraldursins til þess að geta séð fyrir systkinum sínum og móður. Hann vinnur á daginn og lærir á kvöldin. ,,Ég hætti í skólanum þegar faraldurinn skall á. Ég vinn við gúrkuræktun. Mánuði eftir að ég hætti í skólanum og byrjaði að vinna gátum við mamma fengið okkur síma. Þannig gat ég haldið áfram í námi og stundað fjarnám. Ég fer í vinnuna á daginn og þegar ég er kominn heim á kvöldin get ég horft á kennsluleiðbeiningar í gegnum símaforritið WhatsApp. Svo geri ég heimavinnuna mína og sendi kennaranum heimalærdóminn í gegnum símann.” Sonia Khush, viðbragðsstjóri Barnaheilla - Save the Children í Sýrlandi segir að átökin, sem hafa staðið yfir í nærri áratug, hafi hrakið milljónir sýrlenskra fjölskyldna í fátækt. Vegna átakanna hafa börn neyðst til þess að fara að vinna og í kjölfarið hafa þúsundir þeirra flosnað upp úr námi og að menntun sé orðin að fjarlægum draumi. ,,Save the Children og önnur hjálparsamtök hafa reynt að tryggja að börn hafi aðgang að menntun á meðan heimsfaraldurinn ríður yfir og að börn fái öruggt umhverfi til þess að stunda nám. COVID-19 hefur aukið enn frekar á þær áskoranir að halda börnum í námi. Við óttumst að þau börn sem hafa flosnað upp úr námi komi aldrei aftur.” Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent
Tvö af hverjum þremur börnum í norðurhluta Sýrlands eru utan skóla. Stríðsátök síðustu tíu árin hafa haft gríðarleg neikvæð áhrif á menntun barna en í yfirstandandi heimsfaraldri hefur ástandið hríðversnað. Nú fá tvöfalt fleiri börn en áður enga formlega fræðslu og samtökin Barnaheill – Save The Children telja að helmingur barna, sem var að mennta sig áður en faraldurinn skall á, hafi flosnað upp frá námi. Í gær kom út skýrsla samtakanna - Reversing Gains - um stöðu skólabarna á þessu svæði en gögnum var aflað með því könnun meðal 500 kennara ásamt því að ræða við önnur hjálparsamtök á vettvangi. Samtökin hafa miklar áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á börn í Sýrlandi að flosna upp frá námi og hvaða áhrif það hafi á framtíð Sýrlands. Að mati kennaranna var aukin fátækt helsta ástæða þess að börn flosnuðu upp úr námi. Kostnaðarsamt sé fyrir fjölskyldur að senda börn í skóla og því hafi fjöldamörg börn hafið vinnu til þess að afla tekna fyrir heimilið. Í frétt á vef Barnaheilla – Save the Children segir að vinnuþrælkun barna sé alvarlegt áhyggjuefni í norðausturhluta Sýrlands, 79 prósent kennara telji helstu ástæðu brottfalls úr skóla vera þá að börn þurfi að framfleyta fjölskyldu sinni. Forsíða skýrslunnar „Þegar skólum var lokað í mars þurftu Barnaheill - Save the Children að finna upp nýjar leiðir fyrir skólabörn til þess að þau gætu stundað fjarnám. Stutt var við kennara sem fóru á milli heimila til að aðstoða börn auk fræðslu á netinu og símakennslu þar sem kennarar sendu leiðbeiningar í gegnum smáskilaboð. Þetta hefur verið áskorun en fjöldi barna hefur ekki aðgang að snjallsíma eða interneti sem gerir félagasamtökum og samstarfsaðilum erfitt fyrir að fylgja eftir þeim börnum sem flosna upp frá námi,“ segir í fréttinni. Ameen, 12 ára drengur sem býr í flóttamannabúðum í norðvesturhluta Sýrlandi er eitt þeirra barna sem hafa þurft að vinna í kjölfar faraldursins til þess að geta séð fyrir systkinum sínum og móður. Hann vinnur á daginn og lærir á kvöldin. ,,Ég hætti í skólanum þegar faraldurinn skall á. Ég vinn við gúrkuræktun. Mánuði eftir að ég hætti í skólanum og byrjaði að vinna gátum við mamma fengið okkur síma. Þannig gat ég haldið áfram í námi og stundað fjarnám. Ég fer í vinnuna á daginn og þegar ég er kominn heim á kvöldin get ég horft á kennsluleiðbeiningar í gegnum símaforritið WhatsApp. Svo geri ég heimavinnuna mína og sendi kennaranum heimalærdóminn í gegnum símann.” Sonia Khush, viðbragðsstjóri Barnaheilla - Save the Children í Sýrlandi segir að átökin, sem hafa staðið yfir í nærri áratug, hafi hrakið milljónir sýrlenskra fjölskyldna í fátækt. Vegna átakanna hafa börn neyðst til þess að fara að vinna og í kjölfarið hafa þúsundir þeirra flosnað upp úr námi og að menntun sé orðin að fjarlægum draumi. ,,Save the Children og önnur hjálparsamtök hafa reynt að tryggja að börn hafi aðgang að menntun á meðan heimsfaraldurinn ríður yfir og að börn fái öruggt umhverfi til þess að stunda nám. COVID-19 hefur aukið enn frekar á þær áskoranir að halda börnum í námi. Við óttumst að þau börn sem hafa flosnað upp úr námi komi aldrei aftur.” Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent