Leikstjóri Dune sendir AT&T og Warner Bros. kaldar kveðjur Heiðar Sumarliðason skrifar 11. desember 2020 15:57 Dune er beðið með mikilli eftirvæntingu. Leikstjóri stórmyndarinnar Dune, Denis Villeneuve, hefur sent Warner Bros. og AT&T tóninn í bréfi sem birtist á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety. Gremja Villeneuve beinist að ákvörðun Warner Bros. að gefa kvikmynd hans Dune út samtímis á HBO-Max og í kvikmyndahúsum. Áður var búið að ákveða að seinka útgáfu myndarinnar, sem upprunalega átti að koma út nú um jólin, fram í október 2021. Leikstjórinn hafði ekkert við það að athuga, en þegar tilkynnt var um samhliða streymis- og bíóútgáfu kom annað hljóð í strokkinn. Í fyrrnefndu bréfi segir hann símarisann AT&T, eiganda Warner, vera sama um kvikmyndahúsaiðnaðinn, sem og áhorfendur. Hjá þeim snúist allt um hvernig staða AT&T á Wall Street líti út og að kvikmynd hans sé fórnarlamb þess að fyrirtækið sé að reyna að rétta af fjárhagsstöðu sína. Það skuldar nú um 150 milljarða dollara. Leikstjórinn lætur í sér heyra. Hann segir sjósetningu HBO-Max hafa mistekist og að AT&T sé að fórna öllum kvikmyndum Warner í von um að fjölga áskrifendum að streymisveitunni. Hann heldur svo áfram og segir: „Skyndilegur viðsnúningur Warner, að fara frá því að vera heimili kvikmyndagerðarmanna, yfir í algjört skeytingarleysi, teiknar upp skýra línu fyrir mér. Kvikmyndagerð er samstarf, sem krefst algjörs trausts á liðsheildina, en Warner hafa með þessu lýst því yfir að þeir séu ekki lengur með okkur í liði.“ Josh Brolin og Oscar Isaac leika stór hlutverk í myndinni. Hann segir streymisveiturnar góðar til síns brúks, en að kvikmyndir af sömu stærðargráðu og Dune eigi ekki heima þar. Hann segir einnig að þetta muni minnka tekjumöguleika myndarinnar, vegna ólöglegs niðurhals, sem muni fara á blússandi ferð um leið og myndin komi á HBO-Max. Það muni svo í framhaldinu skaða möguleikana á að fleiri Dune-myndir verði gerðar. Villeneuve, sem áður hefur gert kvikmyndir á borð við Sicario og Arrival, er annar stóri kvikmyndagerðarmaðurinn sem talar gegn áætlunum Warner. Leikstjóri Warner-myndarinnar Tenet, Christopher Nolan, lét einnig í sér heyra í síðustu viku. Hann er allt annað en sáttur við að þessi ákvörðun hafi verið tekin án samráðs við listræna stjórnendur myndanna. Þessi tilfæring Warner hefur einnig áhrif á Wonder Woman 1984, Matrix 4 og Godzilla vs. King Kong, sem munu samtímis koma út á HBO-Max og í kvikmyndahúsum. Stjörnubíó Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Gremja Villeneuve beinist að ákvörðun Warner Bros. að gefa kvikmynd hans Dune út samtímis á HBO-Max og í kvikmyndahúsum. Áður var búið að ákveða að seinka útgáfu myndarinnar, sem upprunalega átti að koma út nú um jólin, fram í október 2021. Leikstjórinn hafði ekkert við það að athuga, en þegar tilkynnt var um samhliða streymis- og bíóútgáfu kom annað hljóð í strokkinn. Í fyrrnefndu bréfi segir hann símarisann AT&T, eiganda Warner, vera sama um kvikmyndahúsaiðnaðinn, sem og áhorfendur. Hjá þeim snúist allt um hvernig staða AT&T á Wall Street líti út og að kvikmynd hans sé fórnarlamb þess að fyrirtækið sé að reyna að rétta af fjárhagsstöðu sína. Það skuldar nú um 150 milljarða dollara. Leikstjórinn lætur í sér heyra. Hann segir sjósetningu HBO-Max hafa mistekist og að AT&T sé að fórna öllum kvikmyndum Warner í von um að fjölga áskrifendum að streymisveitunni. Hann heldur svo áfram og segir: „Skyndilegur viðsnúningur Warner, að fara frá því að vera heimili kvikmyndagerðarmanna, yfir í algjört skeytingarleysi, teiknar upp skýra línu fyrir mér. Kvikmyndagerð er samstarf, sem krefst algjörs trausts á liðsheildina, en Warner hafa með þessu lýst því yfir að þeir séu ekki lengur með okkur í liði.“ Josh Brolin og Oscar Isaac leika stór hlutverk í myndinni. Hann segir streymisveiturnar góðar til síns brúks, en að kvikmyndir af sömu stærðargráðu og Dune eigi ekki heima þar. Hann segir einnig að þetta muni minnka tekjumöguleika myndarinnar, vegna ólöglegs niðurhals, sem muni fara á blússandi ferð um leið og myndin komi á HBO-Max. Það muni svo í framhaldinu skaða möguleikana á að fleiri Dune-myndir verði gerðar. Villeneuve, sem áður hefur gert kvikmyndir á borð við Sicario og Arrival, er annar stóri kvikmyndagerðarmaðurinn sem talar gegn áætlunum Warner. Leikstjóri Warner-myndarinnar Tenet, Christopher Nolan, lét einnig í sér heyra í síðustu viku. Hann er allt annað en sáttur við að þessi ákvörðun hafi verið tekin án samráðs við listræna stjórnendur myndanna. Þessi tilfæring Warner hefur einnig áhrif á Wonder Woman 1984, Matrix 4 og Godzilla vs. King Kong, sem munu samtímis koma út á HBO-Max og í kvikmyndahúsum.
Stjörnubíó Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira